Mín gæfa að lenda í námi hjá Snæbjörgu Friðrika Benónýsdóttir skrifar 4. júní 2013 13:45 Ástríður Alda Sigurðardóttir píanóleikari og Ingibjörg Guðjónsdóttir söngkona flytja í kvöld lög sem Ingibjörg söng í söngnáminu hjá Snæbjörgu Snæbjarnardóttur í Tónlistarskóla Garðabæjar. Fréttablaðið/Daníel. „Þetta kom skemmtilega á óvart,“ segir Ingibjörg Guðjónsdóttir, söngkona, kórstjóri og söngkennari, sem á föstudag var útnefnd bæjarlistamaður Garðabæjar 2013. „Ástæðan er væntanlega fyrst og fremst starf mitt með Kvennakór Garðabæjar sem ég stofnaði árið 2000. Starf hans hefur verið mjög sýnilegt í bænum, en við höfum verið með samstarfssamning við bæinn og sinnt ýmsum verkefnum til að efla hér menningu og listir.“ Ingibjörg hefur lagt meira af mörkum til eflingar tónlistarlífs í Garðabæ og fór um áramótin af stað með tónleikaröðina Þriðjudagsklassík í Garðabæ. Lokatónleikar raðarinnar í vor eru einmitt í kvöld og þar syngur Ingibjörg sjálf við undirleik Ástríðar Öldu Sigurðardóttur píanóleikara. Tónleikarnir bera yfirskriftina Arfleifð Snæju og er efnisskráin tileinkuð námsárum Ingibjargar í Tónlistarskóla Garðabæjar hjá Snæbjörgu Snæbjarnardóttur söngkennara. Snæbjörg varð áttræð á síðasta ári en hún kenndi í ein þrjátíu ár við skólann og útskrifaði fjölda góðra söngvara. „Mér fannst mjög við hæfi að heiðra Snæbjörgu,“ segir Ingibjörg. „Bæði lærði ég hjá henni öll mín ár í tónlistarskólanum hér og svo tengist hún mér að því leyti að hún er móðursystir mannsins míns. Hún kynnti okkur þannig að það er henni að þakka að við erum hjón í dag. Það var mín gæfa að lenda í námi hjá henni þegar ég var sautján ára, bæði sem söngkonu og í einkalífinu.“ Dagskrá tónleikanna í kvöld er fjölbreytt. „Þetta eru klukkutíma tónleikar og efnisskráin er mjög blönduð,“ segir Ingibjörg. „Þetta eru lögin sem Snæbjörg var að miðla mér í gamla daga, alveg frá klassísku íslensku lögunum yfir í þýsk ljóð og óperuaríur. Og svo er þarna léttmeti með.“ Tónleikarnir í kvöld eru þeir síðustu á þessu vori en Ingibjörg segir að strax og haustar fari tónleikaröðin af stað aftur. Menning Mest lesið „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Lífið Tökur á Disneymynd, óttalaus rotta eða eru allir vinir í Vesturbænum? Lífið Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Lífið Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs Lífið Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Lífið Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Lífið Ný svefnlína sem hjálpar þér að sofna, sofa og vakna hress! Lífið samstarf Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Menning „Hugsa fallega til stelpunnar sem ég var þá“ Tíska og hönnun Kaupir fjórða húsið við sömu götu Lífið Fleiri fréttir Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira
„Þetta kom skemmtilega á óvart,“ segir Ingibjörg Guðjónsdóttir, söngkona, kórstjóri og söngkennari, sem á föstudag var útnefnd bæjarlistamaður Garðabæjar 2013. „Ástæðan er væntanlega fyrst og fremst starf mitt með Kvennakór Garðabæjar sem ég stofnaði árið 2000. Starf hans hefur verið mjög sýnilegt í bænum, en við höfum verið með samstarfssamning við bæinn og sinnt ýmsum verkefnum til að efla hér menningu og listir.“ Ingibjörg hefur lagt meira af mörkum til eflingar tónlistarlífs í Garðabæ og fór um áramótin af stað með tónleikaröðina Þriðjudagsklassík í Garðabæ. Lokatónleikar raðarinnar í vor eru einmitt í kvöld og þar syngur Ingibjörg sjálf við undirleik Ástríðar Öldu Sigurðardóttur píanóleikara. Tónleikarnir bera yfirskriftina Arfleifð Snæju og er efnisskráin tileinkuð námsárum Ingibjargar í Tónlistarskóla Garðabæjar hjá Snæbjörgu Snæbjarnardóttur söngkennara. Snæbjörg varð áttræð á síðasta ári en hún kenndi í ein þrjátíu ár við skólann og útskrifaði fjölda góðra söngvara. „Mér fannst mjög við hæfi að heiðra Snæbjörgu,“ segir Ingibjörg. „Bæði lærði ég hjá henni öll mín ár í tónlistarskólanum hér og svo tengist hún mér að því leyti að hún er móðursystir mannsins míns. Hún kynnti okkur þannig að það er henni að þakka að við erum hjón í dag. Það var mín gæfa að lenda í námi hjá henni þegar ég var sautján ára, bæði sem söngkonu og í einkalífinu.“ Dagskrá tónleikanna í kvöld er fjölbreytt. „Þetta eru klukkutíma tónleikar og efnisskráin er mjög blönduð,“ segir Ingibjörg. „Þetta eru lögin sem Snæbjörg var að miðla mér í gamla daga, alveg frá klassísku íslensku lögunum yfir í þýsk ljóð og óperuaríur. Og svo er þarna léttmeti með.“ Tónleikarnir í kvöld eru þeir síðustu á þessu vori en Ingibjörg segir að strax og haustar fari tónleikaröðin af stað aftur.
Menning Mest lesið „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Lífið Tökur á Disneymynd, óttalaus rotta eða eru allir vinir í Vesturbænum? Lífið Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Lífið Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs Lífið Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Lífið Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Lífið Ný svefnlína sem hjálpar þér að sofna, sofa og vakna hress! Lífið samstarf Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Menning „Hugsa fallega til stelpunnar sem ég var þá“ Tíska og hönnun Kaupir fjórða húsið við sömu götu Lífið Fleiri fréttir Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira