Tvíhöfðabræður búa til glænýtt grín Freyr Bjarnason skrifar 11. maí 2013 07:00 Jón Gnarr og Sigurjón Kjartansson sömdu grínatriði fyrir söfnunarþátt Landsbjargar. Fréttablaðið/Stefán „Við settumst niður og kokkuðum upp ljómandi skemmtilegan karakter sem Jón mun leika,“ segir Sigurjón Kjartansson. Borgarstjórinn Jón Gnarr leikur í grínatriðum sem voru tekin upp á skemmtistaðnum Harlem í gær og verða sýnd í söfnunarþætti Landsbjargar í Sjónvarpinu 31. maí. Sigurjón leikur ekki í atriðunum en kom að þeim sem handritshöfundur. Þetta verður í fyrsta sinn sem þeir Tvíhöfðabræður vinna saman að nýju grínefni síðan þeir störfuðu sem útvarpsmenn fyrir nokkrum árum, eða áður en Jón varð borgarstjóri Reykjavíkur. „En maskínan fer í gang þegar við setjumst niður saman. Okkur hefur ávallt reynst mjög auðvelt að kokka eitthvað upp og við erum fljótir að því,“ segir Sigurjón. Hann viðurkennir að erfitt hafi verið að finna tíma til að vinna með borgarstjóranum. „Mann hefði ekki grunað það á árum áður að maður hefði þurft að glíma við ritara til að hafa samband við hann en það er eitthvað mjög rétt við það. Við töluðum oft á þessum nótum einu sinni að hann þyrfti eiginlega að hafa einn svoleiðis alltaf við höndina. Núna er hann umkringdur slíku fólki. Það er allt ofsalega vel skipulagt hjá honum og ég er afskaplega glaður með það. Það er þungu fargi af mér létt því ég sá alltaf um bókanirnar og annað slíkt í gamla daga.“ Aðspurður hvort þeir ætli að semja eitthvað meira saman segir Sigurjón: „Örugglega einhvern tímann. Hann verður ekki borgarstjóri að eilífu. Við erum skapandi menn og það er ekki óeðlilegt að við leiðum saman hesta okkar aftur.“ Menning Mest lesið Svona færðu fullnægingu án handa Lífið Cardi B sýknuð af kröfu um líkamsárás á öryggisvörð Lífið Aðalfyrirsæta í herferð 66°Norður 99 ára gömul Tíska og hönnun Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Bíó og sjónvarp Huggulegustu hommar landsins kaupa heillandi hæð Lífið Súrsætir matcha-bitar úr smiðju danska sjarmatröllsins Lífið Stjörnulífið: „Hógværasti maður á jörðinni“ Lífið „Og Rakel er á lausu!“ Lífið Búið að krýna nýjan arftaka Vogue-veldisins Tíska og hönnun Hljóp annað maraþon á tánum og minntist Bríetar Irmu Lífið Fleiri fréttir Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira
„Við settumst niður og kokkuðum upp ljómandi skemmtilegan karakter sem Jón mun leika,“ segir Sigurjón Kjartansson. Borgarstjórinn Jón Gnarr leikur í grínatriðum sem voru tekin upp á skemmtistaðnum Harlem í gær og verða sýnd í söfnunarþætti Landsbjargar í Sjónvarpinu 31. maí. Sigurjón leikur ekki í atriðunum en kom að þeim sem handritshöfundur. Þetta verður í fyrsta sinn sem þeir Tvíhöfðabræður vinna saman að nýju grínefni síðan þeir störfuðu sem útvarpsmenn fyrir nokkrum árum, eða áður en Jón varð borgarstjóri Reykjavíkur. „En maskínan fer í gang þegar við setjumst niður saman. Okkur hefur ávallt reynst mjög auðvelt að kokka eitthvað upp og við erum fljótir að því,“ segir Sigurjón. Hann viðurkennir að erfitt hafi verið að finna tíma til að vinna með borgarstjóranum. „Mann hefði ekki grunað það á árum áður að maður hefði þurft að glíma við ritara til að hafa samband við hann en það er eitthvað mjög rétt við það. Við töluðum oft á þessum nótum einu sinni að hann þyrfti eiginlega að hafa einn svoleiðis alltaf við höndina. Núna er hann umkringdur slíku fólki. Það er allt ofsalega vel skipulagt hjá honum og ég er afskaplega glaður með það. Það er þungu fargi af mér létt því ég sá alltaf um bókanirnar og annað slíkt í gamla daga.“ Aðspurður hvort þeir ætli að semja eitthvað meira saman segir Sigurjón: „Örugglega einhvern tímann. Hann verður ekki borgarstjóri að eilífu. Við erum skapandi menn og það er ekki óeðlilegt að við leiðum saman hesta okkar aftur.“
Menning Mest lesið Svona færðu fullnægingu án handa Lífið Cardi B sýknuð af kröfu um líkamsárás á öryggisvörð Lífið Aðalfyrirsæta í herferð 66°Norður 99 ára gömul Tíska og hönnun Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Bíó og sjónvarp Huggulegustu hommar landsins kaupa heillandi hæð Lífið Súrsætir matcha-bitar úr smiðju danska sjarmatröllsins Lífið Stjörnulífið: „Hógværasti maður á jörðinni“ Lífið „Og Rakel er á lausu!“ Lífið Búið að krýna nýjan arftaka Vogue-veldisins Tíska og hönnun Hljóp annað maraþon á tánum og minntist Bríetar Irmu Lífið Fleiri fréttir Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira