Fékk ljósmyndaverðlaun í Dubai Freyr Bjarnason skrifar 8. maí 2013 08:00 Oscar tekur við verðlaununum fyrir ljósmynd sína úr höndum Sheikh Hamdan Bin Mohammed Bin Rashid Al Maktoum í Dubai. „Þetta var rosalega skemmtilegt ævintýri. Ég hef aldrei farið á svona stað áður,“ segir grafíski hönnuðurinn og áhugaljósmyndarinn Oscar Bjarnason. Hann náði öðru sæti í ljósmyndasamkeppninni HIPA sem krónprinsinn af Dubai, Sheikh Hamdan Bin Mohammed Bin Rashid Al Maktoum, hélt í annað sinn. Oscar frétti af samkeppninni í gegnum vin sinn og ákvað að senda inn norðurljósamynd sem hann tók í Straumsvík. Eftir að hafa fengið tölvupóst þar sem hann var beðinn um að vera viðstaddur verðlaunaafhendinguna fór hann með flugvél út til Dubai á fyrsta farrými. Þar tók einkabílstjóri á móti honum í glæsibifreið og ók með hann á lúxushótel þar sem hann dvaldi í heila viku án þess að þurfa að borga nokkurn skapaðan hlut. „Þetta var aðeins of mikið og eiginlega nett óþægilegt. Það eina sem ég borgaði voru leigubílar sem kostuðu ekki neitt en það var algjört ævintýri að prófa þetta,“ segir Oscar sem fékk í verðlaun sextán þúsund dali, eða tæpar tvær milljónir króna. Peningaverðlaunin í HIPA-keppninni munu vera þau hæstu sem veitt eru í nokkurri ljósmyndasamkeppni í heimi. Veitt voru verðlaun í fjórum flokkum og hlaut Oscar önnur verðlaun í aðalflokknum. Ein heildarverðlaun yfir alla keppnina voru veitt og hlaut vinningshafinn 120 þúsund dali, eða um fjórtán milljónir króna. Hægt er að skoða myndabanka Oscars á slóðinni Oscarbjarna.photoshelter.com. Menning Mest lesið Svona færðu fullnægingu án handa Lífið Cardi B sýknuð af kröfu um líkamsárás á öryggisvörð Lífið Aðalfyrirsæta í herferð 66°Norður 99 ára gömul Tíska og hönnun Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Bíó og sjónvarp Huggulegustu hommar landsins kaupa heillandi hæð Lífið Súrsætir matcha-bitar úr smiðju danska sjarmatröllsins Lífið Stjörnulífið: „Hógværasti maður á jörðinni“ Lífið „Og Rakel er á lausu!“ Lífið Búið að krýna nýjan arftaka Vogue-veldisins Tíska og hönnun Hljóp annað maraþon á tánum og minntist Bríetar Irmu Lífið Fleiri fréttir Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira
„Þetta var rosalega skemmtilegt ævintýri. Ég hef aldrei farið á svona stað áður,“ segir grafíski hönnuðurinn og áhugaljósmyndarinn Oscar Bjarnason. Hann náði öðru sæti í ljósmyndasamkeppninni HIPA sem krónprinsinn af Dubai, Sheikh Hamdan Bin Mohammed Bin Rashid Al Maktoum, hélt í annað sinn. Oscar frétti af samkeppninni í gegnum vin sinn og ákvað að senda inn norðurljósamynd sem hann tók í Straumsvík. Eftir að hafa fengið tölvupóst þar sem hann var beðinn um að vera viðstaddur verðlaunaafhendinguna fór hann með flugvél út til Dubai á fyrsta farrými. Þar tók einkabílstjóri á móti honum í glæsibifreið og ók með hann á lúxushótel þar sem hann dvaldi í heila viku án þess að þurfa að borga nokkurn skapaðan hlut. „Þetta var aðeins of mikið og eiginlega nett óþægilegt. Það eina sem ég borgaði voru leigubílar sem kostuðu ekki neitt en það var algjört ævintýri að prófa þetta,“ segir Oscar sem fékk í verðlaun sextán þúsund dali, eða tæpar tvær milljónir króna. Peningaverðlaunin í HIPA-keppninni munu vera þau hæstu sem veitt eru í nokkurri ljósmyndasamkeppni í heimi. Veitt voru verðlaun í fjórum flokkum og hlaut Oscar önnur verðlaun í aðalflokknum. Ein heildarverðlaun yfir alla keppnina voru veitt og hlaut vinningshafinn 120 þúsund dali, eða um fjórtán milljónir króna. Hægt er að skoða myndabanka Oscars á slóðinni Oscarbjarna.photoshelter.com.
Menning Mest lesið Svona færðu fullnægingu án handa Lífið Cardi B sýknuð af kröfu um líkamsárás á öryggisvörð Lífið Aðalfyrirsæta í herferð 66°Norður 99 ára gömul Tíska og hönnun Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Bíó og sjónvarp Huggulegustu hommar landsins kaupa heillandi hæð Lífið Súrsætir matcha-bitar úr smiðju danska sjarmatröllsins Lífið Stjörnulífið: „Hógværasti maður á jörðinni“ Lífið „Og Rakel er á lausu!“ Lífið Búið að krýna nýjan arftaka Vogue-veldisins Tíska og hönnun Hljóp annað maraþon á tánum og minntist Bríetar Irmu Lífið Fleiri fréttir Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira