Skipuleggja hátíð á Stöðvarfirði Sara McMahon skrifar 8. maí 2013 07:00 Viktor Pétur, Marteinn Sindri, Katrín Helena og Gígja Sara skipuleggja tónlistarhátíðina Pólar sem haldin verður á Stöðvarfirði í sumar. Fréttablaðið/Valli „Katrín og Marteinn eru systkini og frændsystkini mín. Fjölskylda þeirra á gistiheimili á Stöðvarfirði og þau kynntu mig upprunalega fyrir bænum. Sjálfur tók ég svo þátt í Æringi fyrir þremur árum og kynntist þá fólki sem býr á staðnum. Í haust keyptum við kærasta mín svo hús í bænum,“ segir Viktor Pétur Hannesson um upphaf ástarævintýris síns og Stöðvarfjarðar. Hann skipuleggur tónlistar- og menningarhátíð í bænum ásamt Marteini Sindra og Katrínu Helenu Jónsbörnum og Gígju Söru H. Björnsson. Hún nefnist Pólar Festival og fer fram helgina 12. til 14. júlí í tengslum við bæjarhátíðina Maður er manns gaman. Viktor segir hátíðina eins konar smiðjuhátíð í ætt við Lunga, fólk kemur og deilir hæfileikum sínum með öðrum í formi námskeiða og vinnusmiðja. Fjórmenningarnir fengu nýverið peningastyrk frá Austurbrú og var það þeim mikil hvatning. „Með hátíðinni viljum við styrkja þá starfsemi sem er í bænum. Svona hátíðir virðast vera góð leið til að fá fólk á staðinn og það getur svo leitt margt skemmtilegt af sér, eins og sjá má með Lunga á Seyðisfirði,“ segir hann. Umsóknarfrestur rennur út á föstudag. Nánari upplýsingar má finna á Facebook. Menning Mest lesið „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Lífið Tökur á Disneymynd, óttalaus rotta eða eru allir vinir í Vesturbænum? Lífið Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Lífið Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs Lífið Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Lífið Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Lífið Ný svefnlína sem hjálpar þér að sofna, sofa og vakna hress! Lífið samstarf Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Menning „Hugsa fallega til stelpunnar sem ég var þá“ Tíska og hönnun Kaupir fjórða húsið við sömu götu Lífið Fleiri fréttir Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira
„Katrín og Marteinn eru systkini og frændsystkini mín. Fjölskylda þeirra á gistiheimili á Stöðvarfirði og þau kynntu mig upprunalega fyrir bænum. Sjálfur tók ég svo þátt í Æringi fyrir þremur árum og kynntist þá fólki sem býr á staðnum. Í haust keyptum við kærasta mín svo hús í bænum,“ segir Viktor Pétur Hannesson um upphaf ástarævintýris síns og Stöðvarfjarðar. Hann skipuleggur tónlistar- og menningarhátíð í bænum ásamt Marteini Sindra og Katrínu Helenu Jónsbörnum og Gígju Söru H. Björnsson. Hún nefnist Pólar Festival og fer fram helgina 12. til 14. júlí í tengslum við bæjarhátíðina Maður er manns gaman. Viktor segir hátíðina eins konar smiðjuhátíð í ætt við Lunga, fólk kemur og deilir hæfileikum sínum með öðrum í formi námskeiða og vinnusmiðja. Fjórmenningarnir fengu nýverið peningastyrk frá Austurbrú og var það þeim mikil hvatning. „Með hátíðinni viljum við styrkja þá starfsemi sem er í bænum. Svona hátíðir virðast vera góð leið til að fá fólk á staðinn og það getur svo leitt margt skemmtilegt af sér, eins og sjá má með Lunga á Seyðisfirði,“ segir hann. Umsóknarfrestur rennur út á föstudag. Nánari upplýsingar má finna á Facebook.
Menning Mest lesið „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Lífið Tökur á Disneymynd, óttalaus rotta eða eru allir vinir í Vesturbænum? Lífið Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Lífið Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs Lífið Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Lífið Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Lífið Ný svefnlína sem hjálpar þér að sofna, sofa og vakna hress! Lífið samstarf Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Menning „Hugsa fallega til stelpunnar sem ég var þá“ Tíska og hönnun Kaupir fjórða húsið við sömu götu Lífið Fleiri fréttir Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira