Skipuleggur flóamarkað í Kópavogi Sara McMahon skrifar 2. maí 2013 13:30 Svavar Pétur Eysteinsson, Berglind Häsler og Hrólfur, sonur þeirra. Mynd/Stefán „Það má nýta höfuðborgarsvæðið betur, það þarf ekki allt að gerast í póstnúmeri 101,“ segir Berglind Häsler, fréttakona og meðlimur í hljómsveitinni Prins Póló, sem stendur fyrir flóamarkaði sem fram fer í atvinnuhúsnæði við Nýbýlaveg í Kópavogi um helgina. Eiginmaður hennar, tónlistarmaðurinn Svavar Pétur Eysteinsson, hefur verið henni innan handar sem sérlegur flóamarkaðsráðgjafi. Berglind og Svavar þekkja eiganda húsnæðisins og það var hann sem gaukaði flóamarkaðshugmyndinni að þeim. Í næsta húsi við þau fer fram markaður fyrir netverslanir og að sögn Berglindar hefur sá gengið glimrandi vel. „Þar hefur verið mikil eftirspurn eftir notuðum hlutum þannig að okkur þótti þetta alveg rakið og ákváðum að kýla á þetta. Við byrjum í temmilegu plássi fremst í húsinu, ef vel gengur þá er stórt port á bak við húsið sem væri kjörið undir útimarkaði í sumar. Þar fyrir aftan er svo enn stærra pláss þannig í raun er hægt að hafa þetta endalaust,“ segir Berglind og hlær. Gangi allt að óskum mun flóamarkaðurinn vera starfræktur um hverja helgi í allt sumar. Aðspurð segir Berglind fjölda fólks þegar hafa pantað sölubás fyrir komandi helgi og verður hún sjálf í hópi þeirra. „Við erum að tæma geymsluna um þessar mundir, hún er komin inn á stofugólf til okkar. Allskonar fólk hefur haft samband og pantað bás þannig ég held að úrvalið um helgina verði bæði fjölbreytt og spennandi,“ segir hún að lokum. Allt má selja Markaðurinn á að vera fjölbreyttur og skemmtilegur, svo ef fólk lumar ekki á gersemum í geymslunni má líka selja hæfileika, veitingar eða annað sem fólki kemur til hugar. Dagurinn kostar 5.500 krónur, helgin kostar 9.500 krónur og hægt er að panta bás með því að senda póst á netfangið berglind@skakkapopp.is. Mest lesið „Áttum mörg falleg móment þar sem við töluðum um framtíðina“ Makamál Fjölskylda Bryndísar Klöru þakklát Lífið Geðbrigði er sigurvegari Músiktilrauna Lífið Seldu húsið í stað þess að taka á sig hærri vexti og flytja til Asíu Lífið Laufey sendir lekamönnum tóninn Lífið Sjóræningjar réðust á Íslendinga Lífið Mikilvægt að á Íslandi sé framleitt úr íslenskri ull Lífið „Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Lífið Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Lífið Morð og meiri missir: „Ég hélt henni í fanginu og sagði að allt yrði í lagi“ Áskorun Fleiri fréttir Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Biður drottninguna að blessa heimilið Krotaði á átta milljón krónu tösku móður sinnar Orðin þrítug og nennir ekkert að pæla í áliti annarra Versace stígur til hliðar eftir áratugastarf Hátísku-Laufey á fremsta bekk í París „Bara gaman þegar fólk er í sjokki yfir okkur“ Enginn nakinn á Óskarnum Sjá meira
„Það má nýta höfuðborgarsvæðið betur, það þarf ekki allt að gerast í póstnúmeri 101,“ segir Berglind Häsler, fréttakona og meðlimur í hljómsveitinni Prins Póló, sem stendur fyrir flóamarkaði sem fram fer í atvinnuhúsnæði við Nýbýlaveg í Kópavogi um helgina. Eiginmaður hennar, tónlistarmaðurinn Svavar Pétur Eysteinsson, hefur verið henni innan handar sem sérlegur flóamarkaðsráðgjafi. Berglind og Svavar þekkja eiganda húsnæðisins og það var hann sem gaukaði flóamarkaðshugmyndinni að þeim. Í næsta húsi við þau fer fram markaður fyrir netverslanir og að sögn Berglindar hefur sá gengið glimrandi vel. „Þar hefur verið mikil eftirspurn eftir notuðum hlutum þannig að okkur þótti þetta alveg rakið og ákváðum að kýla á þetta. Við byrjum í temmilegu plássi fremst í húsinu, ef vel gengur þá er stórt port á bak við húsið sem væri kjörið undir útimarkaði í sumar. Þar fyrir aftan er svo enn stærra pláss þannig í raun er hægt að hafa þetta endalaust,“ segir Berglind og hlær. Gangi allt að óskum mun flóamarkaðurinn vera starfræktur um hverja helgi í allt sumar. Aðspurð segir Berglind fjölda fólks þegar hafa pantað sölubás fyrir komandi helgi og verður hún sjálf í hópi þeirra. „Við erum að tæma geymsluna um þessar mundir, hún er komin inn á stofugólf til okkar. Allskonar fólk hefur haft samband og pantað bás þannig ég held að úrvalið um helgina verði bæði fjölbreytt og spennandi,“ segir hún að lokum. Allt má selja Markaðurinn á að vera fjölbreyttur og skemmtilegur, svo ef fólk lumar ekki á gersemum í geymslunni má líka selja hæfileika, veitingar eða annað sem fólki kemur til hugar. Dagurinn kostar 5.500 krónur, helgin kostar 9.500 krónur og hægt er að panta bás með því að senda póst á netfangið berglind@skakkapopp.is.
Mest lesið „Áttum mörg falleg móment þar sem við töluðum um framtíðina“ Makamál Fjölskylda Bryndísar Klöru þakklát Lífið Geðbrigði er sigurvegari Músiktilrauna Lífið Seldu húsið í stað þess að taka á sig hærri vexti og flytja til Asíu Lífið Laufey sendir lekamönnum tóninn Lífið Sjóræningjar réðust á Íslendinga Lífið Mikilvægt að á Íslandi sé framleitt úr íslenskri ull Lífið „Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Lífið Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Lífið Morð og meiri missir: „Ég hélt henni í fanginu og sagði að allt yrði í lagi“ Áskorun Fleiri fréttir Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Biður drottninguna að blessa heimilið Krotaði á átta milljón krónu tösku móður sinnar Orðin þrítug og nennir ekkert að pæla í áliti annarra Versace stígur til hliðar eftir áratugastarf Hátísku-Laufey á fremsta bekk í París „Bara gaman þegar fólk er í sjokki yfir okkur“ Enginn nakinn á Óskarnum Sjá meira