Gætu þurft að semja óviljugir um ESB Þorgils Jónsson skrifar 24. apríl 2013 06:00 Margt þykir benda til þess að Framsóknarflokkurinn og Sjálfstæðisflokkurinn myndi saman stjórn. Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur gætu komið til með að stýra lokaspretti aðildarviðræðna að ESB þvert á eigin stefnu, ef flokkarnir verða við stjórn eftir kosningar og þjóðin samþykkir að ljúka viðræðunum í þjóðaratkvæðagreiðslu. Formenn flokkanna segja að það sé sannarlega ekki kjörstaða en með því verði að minnsta kosti komið umboð frá þjóðinni. Eins og staðan er nú í skoðanakönnunum bendir margt til þess að flokkarnir taki upp samstarf eftir kosningar. Eins sagðist meirihluti aðspurðra í síðustu könnun Fréttablaðsins fylgjandi því að aðildarviðræðum yrði lokið með samningi sem svo yrði kosið um. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, segist munu standa við þá stefnu sem mörkuð var á síðasta landsfundi flokksins að aðildarviðræðurnar yrðu stöðvaðar, fari Sjálfstæðisflokkur í ríkisstjórn. „Ég tel rétt að við notum tímann eftir kosningar til að taka saman stöðuna í viðræðunum og jafnframt ræða stöðuna í Evrópu.“ Bjarni segist hafa miðað við að kosið yrði á fyrri hluta komandi kjörtímabils. Tímasetningin velti hins vegar á ýmsu, en sýnt sé þó að Evrópumál séu kjósendum ekki efst í huga. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, segist líta svo á að það sé komið hlé á viðræðum og ekki gerist þörf á að slíta þeim með formlegum hætti, en þráðurinn verði ekki tekinn upp að nýju „nema með umboði frá þjóðinni úr þjóðaratkvæðagreiðslu“. Varðandi tímasetningu þjóðaratkvæðagreiðslu segir Sigmundur að hún gæti jafnvel orðið snemma á næsta kjörtímabili. Bjarni og Sigmundur játa báðir að það væri engin kjörstaða ef þjóðin samþykkti framhald á meðan hugsanlegir stjórnarflokkarnir væru á því að Íslandi væri betur borgið utan ESB. „Það er í sjálfu sér ekki góð staða og vissar flækjur í því ef ríkisstjórn er að framkvæma eitthvað sem hún er ekki hlynnt,“ segir Sigmundur en bætir við að þetta sé afleiðing þess að núverandi stjórn hafi hafið ferlið „á röngum forsendum“. Bjarni segir málin munu ráðast þegar að því kemur. „Ég er sjálfur þeirrar skoðunar að við eigum ekki að ganga í Evrópusambandið og greiddi atkvæði gegn umsókn,“ segir hann. „En við höfum haft það sem hluta af okkar stefnu að opna fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu til að útkljá þetta mál og við munum standa við það.“ Kosningar 2013 Mest lesið Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Fleiri fréttir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Sjá meira
Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur gætu komið til með að stýra lokaspretti aðildarviðræðna að ESB þvert á eigin stefnu, ef flokkarnir verða við stjórn eftir kosningar og þjóðin samþykkir að ljúka viðræðunum í þjóðaratkvæðagreiðslu. Formenn flokkanna segja að það sé sannarlega ekki kjörstaða en með því verði að minnsta kosti komið umboð frá þjóðinni. Eins og staðan er nú í skoðanakönnunum bendir margt til þess að flokkarnir taki upp samstarf eftir kosningar. Eins sagðist meirihluti aðspurðra í síðustu könnun Fréttablaðsins fylgjandi því að aðildarviðræðum yrði lokið með samningi sem svo yrði kosið um. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, segist munu standa við þá stefnu sem mörkuð var á síðasta landsfundi flokksins að aðildarviðræðurnar yrðu stöðvaðar, fari Sjálfstæðisflokkur í ríkisstjórn. „Ég tel rétt að við notum tímann eftir kosningar til að taka saman stöðuna í viðræðunum og jafnframt ræða stöðuna í Evrópu.“ Bjarni segist hafa miðað við að kosið yrði á fyrri hluta komandi kjörtímabils. Tímasetningin velti hins vegar á ýmsu, en sýnt sé þó að Evrópumál séu kjósendum ekki efst í huga. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, segist líta svo á að það sé komið hlé á viðræðum og ekki gerist þörf á að slíta þeim með formlegum hætti, en þráðurinn verði ekki tekinn upp að nýju „nema með umboði frá þjóðinni úr þjóðaratkvæðagreiðslu“. Varðandi tímasetningu þjóðaratkvæðagreiðslu segir Sigmundur að hún gæti jafnvel orðið snemma á næsta kjörtímabili. Bjarni og Sigmundur játa báðir að það væri engin kjörstaða ef þjóðin samþykkti framhald á meðan hugsanlegir stjórnarflokkarnir væru á því að Íslandi væri betur borgið utan ESB. „Það er í sjálfu sér ekki góð staða og vissar flækjur í því ef ríkisstjórn er að framkvæma eitthvað sem hún er ekki hlynnt,“ segir Sigmundur en bætir við að þetta sé afleiðing þess að núverandi stjórn hafi hafið ferlið „á röngum forsendum“. Bjarni segir málin munu ráðast þegar að því kemur. „Ég er sjálfur þeirrar skoðunar að við eigum ekki að ganga í Evrópusambandið og greiddi atkvæði gegn umsókn,“ segir hann. „En við höfum haft það sem hluta af okkar stefnu að opna fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu til að útkljá þetta mál og við munum standa við það.“
Kosningar 2013 Mest lesið Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Fleiri fréttir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Sjá meira