Stoltur faðir framúrskarandi listamanna Tinna Rós Steinsdóttir skrifar 16. apríl 2013 07:00 Jörundur Guðmundsson, forstöðumaður Háskólaútgáfunnar á milli þeirra Guðmundar Jörundssonar fatahönnuðar og Þórðar Jörundssonar tónlistarmanns. „Það eru þrjú ár á milli þeirra bræðra en þeir hafa alltaf verið rosalega nánir. Þeir hafa alltaf verið ótrúlega hugmyndaríkir og leikirnir þeirra í æsku voru hin mestu ævintýri. Ætli það hafi ekki verið þar sem sköpunargáfan kom fyrst fram,“ segir Jörundur Guðmundsson, forstöðumaður Háskólaútgáfunnar og faðir fatahönnuðarins Guðmundar Jörundssonar og tónlistarmannsins Þórðar Jörundssonar. Þeir bræður Guðmundur og Þórður eru báðir meðal vinsælustu listamanna landsins um þessar mundir, hvor í sinni greininni. Fatahönnuðurinn Guðmundur opnaði um helgina fataverslun á Laugaveginum þar sem hann selur hönnun sína undir merkinu Jör og Þórður er gítarleikari í einni vinsælustu hljómsveit landsins um þessar mundir, Retro Stefson. Þeir bræður eiga svo eldri systur Auði, sem er framkvæmdastjóri i8 listagallerísins. „Auður er sjö árum eldri en Gummi og hefur haft mikil áhrif á bræður sína,“ segir Jörundur. Spurður segir Jörundur því ekki auðsvarað hvernig ala eigi upp slíkt hæfileikafólk eins og þau systkin. „Við móðir þeirra [Jakobína Þórðardóttir] höfum bæði mikinn áhuga á listum og hönnun og vorum hæfilega dugleg að halda því að þeim í æsku og styðja þau í því sem þau höfðu áhuga á. Það hefur örugglega haft sitt að segja en svo er þetta líka bara meðfætt held ég,“ segir hann. „Það er bara frábært að sjá þau öll skara fram úr á sínu sviði. Ég er fullur af auðmýkt og stolti í þeirra garð.“ Menning Mest lesið Pamela slær á sögusagnirnar Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Blondie verður stjarnan á RIFF um helgina Lífið Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Lífið Hætti að þurfa að ryksuga upp hárin eftir hverja sturtu Lífið samstarf Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Fleiri fréttir Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira
„Það eru þrjú ár á milli þeirra bræðra en þeir hafa alltaf verið rosalega nánir. Þeir hafa alltaf verið ótrúlega hugmyndaríkir og leikirnir þeirra í æsku voru hin mestu ævintýri. Ætli það hafi ekki verið þar sem sköpunargáfan kom fyrst fram,“ segir Jörundur Guðmundsson, forstöðumaður Háskólaútgáfunnar og faðir fatahönnuðarins Guðmundar Jörundssonar og tónlistarmannsins Þórðar Jörundssonar. Þeir bræður Guðmundur og Þórður eru báðir meðal vinsælustu listamanna landsins um þessar mundir, hvor í sinni greininni. Fatahönnuðurinn Guðmundur opnaði um helgina fataverslun á Laugaveginum þar sem hann selur hönnun sína undir merkinu Jör og Þórður er gítarleikari í einni vinsælustu hljómsveit landsins um þessar mundir, Retro Stefson. Þeir bræður eiga svo eldri systur Auði, sem er framkvæmdastjóri i8 listagallerísins. „Auður er sjö árum eldri en Gummi og hefur haft mikil áhrif á bræður sína,“ segir Jörundur. Spurður segir Jörundur því ekki auðsvarað hvernig ala eigi upp slíkt hæfileikafólk eins og þau systkin. „Við móðir þeirra [Jakobína Þórðardóttir] höfum bæði mikinn áhuga á listum og hönnun og vorum hæfilega dugleg að halda því að þeim í æsku og styðja þau í því sem þau höfðu áhuga á. Það hefur örugglega haft sitt að segja en svo er þetta líka bara meðfætt held ég,“ segir hann. „Það er bara frábært að sjá þau öll skara fram úr á sínu sviði. Ég er fullur af auðmýkt og stolti í þeirra garð.“
Menning Mest lesið Pamela slær á sögusagnirnar Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Blondie verður stjarnan á RIFF um helgina Lífið Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Lífið Hætti að þurfa að ryksuga upp hárin eftir hverja sturtu Lífið samstarf Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Fleiri fréttir Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira