Úlfshjarta verður að kvikmynd Sara McMahon skrifar 16. apríl 2013 07:00 Kvikmyndarétturinn að bókinni Úlfshjarta eftir Stefán Mána féll í skaut framleiðslufyrirtækisins Filmus. Fréttablaðið/valli Framleiðslufyrirtækið Filmus keypti nýverið kvikmyndaréttinn að bókinni Úlfshjarta eftir Stefán Mána. Óskar Þór Axelsson mun leikstýra myndinni og skrifa handritið að henni. Hann leikstýrði síðast myndinni Svartur á leik sem var byggð á samnefndri skáldsögu Stefáns Mána. Stefán Máni segir mikið traust ríkja á milli sín og Óskars Þórs enda þekkist þeir orðið vel. „Hann sannaði sig algjörlega síðast og það er frábært að fá tækifæri til að vinna með honum og framleiðandanum aftur. Þetta snýst mikið um traust því héðan í frá stjórna ég engu. Ég fylgist þó með gangi mála, eins og ég gerði með Svartur á leik, og verð þriðja augað,“ segir Stefán Máni. Úlfshjarta er unglingasaga og segir frá Alexander sem er hættur í menntaskóla og vinnur við útkeyrslu. Hann á í sambandi við Védísi og er tilhugsunin um hana það eina sem gerir vinnudagana bærilega. Fljótlega fer Alexander svo að finna fyrir ýmsum breytingum og í ljós kemur að hann er að breytast í varúlf. Í ljósi söguþráðar bókarinnar má ætla að kvikmyndin verði full af tæknibrellum, en Stefán Máni telur það ekki víst. „Ef ég þekki Óskar rétt þá verður það ekki aðalatriðið heldur verður áherslan á persónurnar,“ segir hann að lokum. Menning Mest lesið „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Lífið Greitt úr leyfisvandræðum og tónleikarnir fara fram í kvöld Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Lífið Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Lífið Skellti sér á djammið Lífið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Frelsaði húsgögn Brynhildar Lífið Krakkatían: Fossar, dýr og prinsessur Lífið Fleiri fréttir Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira
Framleiðslufyrirtækið Filmus keypti nýverið kvikmyndaréttinn að bókinni Úlfshjarta eftir Stefán Mána. Óskar Þór Axelsson mun leikstýra myndinni og skrifa handritið að henni. Hann leikstýrði síðast myndinni Svartur á leik sem var byggð á samnefndri skáldsögu Stefáns Mána. Stefán Máni segir mikið traust ríkja á milli sín og Óskars Þórs enda þekkist þeir orðið vel. „Hann sannaði sig algjörlega síðast og það er frábært að fá tækifæri til að vinna með honum og framleiðandanum aftur. Þetta snýst mikið um traust því héðan í frá stjórna ég engu. Ég fylgist þó með gangi mála, eins og ég gerði með Svartur á leik, og verð þriðja augað,“ segir Stefán Máni. Úlfshjarta er unglingasaga og segir frá Alexander sem er hættur í menntaskóla og vinnur við útkeyrslu. Hann á í sambandi við Védísi og er tilhugsunin um hana það eina sem gerir vinnudagana bærilega. Fljótlega fer Alexander svo að finna fyrir ýmsum breytingum og í ljós kemur að hann er að breytast í varúlf. Í ljósi söguþráðar bókarinnar má ætla að kvikmyndin verði full af tæknibrellum, en Stefán Máni telur það ekki víst. „Ef ég þekki Óskar rétt þá verður það ekki aðalatriðið heldur verður áherslan á persónurnar,“ segir hann að lokum.
Menning Mest lesið „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Lífið Greitt úr leyfisvandræðum og tónleikarnir fara fram í kvöld Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Lífið Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Lífið Skellti sér á djammið Lífið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Frelsaði húsgögn Brynhildar Lífið Krakkatían: Fossar, dýr og prinsessur Lífið Fleiri fréttir Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira