Fjallar um ást og dauða 14. apríl 2013 14:30 "Það er einhver eilífð á þessum stað sem passar akkúrat verkinu,“ segir Sigtryggur sem er hér við Dillonshús ásamt sambýliskonu sinni og aðalleikkonu verksins, Svandísi Dóru. Mynd/Stefán „Ég er að fjalla um heillandi viðfangsefni, ástina og dauðann og það er, held ég, meiri fegurð í þessu verki en þeim sem ég hef gert áður,“ segir Sigtryggur Magnason leikskáld um nýjasta verk sitt, Nú er himneska sumarið komið. Umfjöllunarefnið er ást langömmu hans og langafa sem náði út yfir gröf og dauða. Hún lést úr berklum 28 ára að aldri en nokkru eftir andlát hennar byrjaði hönd hans að hreyfast og skrifa, þar sem hann sat við borð og fyrstu orðin voru ástarorð til hans að handan. „Þetta er svo stór saga í eðli sínu að ég vissi ekki hvernig ég ætti að finna henni farveg. Sumir mundu segja: Þetta er kvikmynd. Aðrir: Þetta er skáldsaga – en flestar mínar hugmyndir leita í leikhús. Það tók mig hins vegar talsverðan tíma að fjarlægja mig sögunni og búa til listaverk úr henni,“ segir Sigtryggur. Hann ólst upp í húsi langafa síns og langömmu í Reykjahverfi í Suður-Þingeyjarsýslu og því er hann ánægður með að fá að sýna leikritið í Dillonshúsi sem tilheyri gömlum tíma. „Það er einhver eilífð á þessum stað sem passar akkúrat verkinu. Í því er ung kona sem flýr erfiðleikana í sínu ástalífi í þá kyrrstöðu sem ríkir hjá afa hennar. Hann hefur einangrað sig og hún ekki hitt hann í tuttugu og tvö ár.“ Þetta er fimmta leikverk Sigtryggs og hann hefur áður sýnt á óhefðbundnum stöðum, til dæmis heima hjá sér og á strippklúbbi. „Það sem er gaman við að sýna á skrítnum stöðum er að þá fær maður svo hugrakka áhorfendur,“ segir hann. „Það er jú visst öryggi í því að setjast í sitt númeraða sæti í leikhúsi en þegar fólk er í svona mikilli nálægð við leikarana er það ekki bara að taka inn verkið sjálft heldur miklu meira og mörk leiks og veruleika verða óljós.“ Hann reiknar með að um þrjátíu áhorfendur rúmist í stofunni í Dillonshúsi og hlær þegar því er slegið fram að þá standi sýningar í nokkur ár. „Það fer eftir hvernig gengur. Við stefnum á sex sýningar núna á einni viku.“ Leikstjóri verksins er Una Þorleifsdóttir og með hlutverkin fara Hjalti Rögnvaldsson og Svandís Dóra Einarsdóttir, sambýliskona Sigtryggs. Búningar eru eftir Agnieszku Baranowsku og höfundurinn ber lof á allt þetta fólk. Nú er himneska sumarið komið tekur um það bil eina og hálfa klukkustund í sýningu. Miðapantanir eru á himneska@gmail.com og nánari upplýsingar eru á Facebook-síðu sýningarinnar. Menning Mest lesið „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Lífið Tökur á Disneymynd, óttalaus rotta eða eru allir vinir í Vesturbænum? Lífið Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Lífið Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs Lífið Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Lífið Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Menning Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Lífið Ný svefnlína sem hjálpar þér að sofna, sofa og vakna hress! Lífið samstarf Hætti að þurfa að ryksuga upp hárin eftir hverja sturtu Lífið samstarf Kaupir fjórða húsið við sömu götu Lífið Fleiri fréttir Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira
„Ég er að fjalla um heillandi viðfangsefni, ástina og dauðann og það er, held ég, meiri fegurð í þessu verki en þeim sem ég hef gert áður,“ segir Sigtryggur Magnason leikskáld um nýjasta verk sitt, Nú er himneska sumarið komið. Umfjöllunarefnið er ást langömmu hans og langafa sem náði út yfir gröf og dauða. Hún lést úr berklum 28 ára að aldri en nokkru eftir andlát hennar byrjaði hönd hans að hreyfast og skrifa, þar sem hann sat við borð og fyrstu orðin voru ástarorð til hans að handan. „Þetta er svo stór saga í eðli sínu að ég vissi ekki hvernig ég ætti að finna henni farveg. Sumir mundu segja: Þetta er kvikmynd. Aðrir: Þetta er skáldsaga – en flestar mínar hugmyndir leita í leikhús. Það tók mig hins vegar talsverðan tíma að fjarlægja mig sögunni og búa til listaverk úr henni,“ segir Sigtryggur. Hann ólst upp í húsi langafa síns og langömmu í Reykjahverfi í Suður-Þingeyjarsýslu og því er hann ánægður með að fá að sýna leikritið í Dillonshúsi sem tilheyri gömlum tíma. „Það er einhver eilífð á þessum stað sem passar akkúrat verkinu. Í því er ung kona sem flýr erfiðleikana í sínu ástalífi í þá kyrrstöðu sem ríkir hjá afa hennar. Hann hefur einangrað sig og hún ekki hitt hann í tuttugu og tvö ár.“ Þetta er fimmta leikverk Sigtryggs og hann hefur áður sýnt á óhefðbundnum stöðum, til dæmis heima hjá sér og á strippklúbbi. „Það sem er gaman við að sýna á skrítnum stöðum er að þá fær maður svo hugrakka áhorfendur,“ segir hann. „Það er jú visst öryggi í því að setjast í sitt númeraða sæti í leikhúsi en þegar fólk er í svona mikilli nálægð við leikarana er það ekki bara að taka inn verkið sjálft heldur miklu meira og mörk leiks og veruleika verða óljós.“ Hann reiknar með að um þrjátíu áhorfendur rúmist í stofunni í Dillonshúsi og hlær þegar því er slegið fram að þá standi sýningar í nokkur ár. „Það fer eftir hvernig gengur. Við stefnum á sex sýningar núna á einni viku.“ Leikstjóri verksins er Una Þorleifsdóttir og með hlutverkin fara Hjalti Rögnvaldsson og Svandís Dóra Einarsdóttir, sambýliskona Sigtryggs. Búningar eru eftir Agnieszku Baranowsku og höfundurinn ber lof á allt þetta fólk. Nú er himneska sumarið komið tekur um það bil eina og hálfa klukkustund í sýningu. Miðapantanir eru á himneska@gmail.com og nánari upplýsingar eru á Facebook-síðu sýningarinnar.
Menning Mest lesið „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Lífið Tökur á Disneymynd, óttalaus rotta eða eru allir vinir í Vesturbænum? Lífið Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Lífið Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs Lífið Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Lífið Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Menning Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Lífið Ný svefnlína sem hjálpar þér að sofna, sofa og vakna hress! Lífið samstarf Hætti að þurfa að ryksuga upp hárin eftir hverja sturtu Lífið samstarf Kaupir fjórða húsið við sömu götu Lífið Fleiri fréttir Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira