Dóttirin Franziska Una í einu hlutverkanna Álfrún Pálsdóttir skrifar 10. apríl 2013 13:30 Dagur Kári og Franziska Una. Mynd/Stefán „Þetta hefur gengið mjög vel og við stefnum á að klára í vikunni," segir leikstjórinn Dagur Kári Pétursson, sem þessa dagana er að ljúka tökum á nýrri mynd hér á landi. Myndin ber vinnuheitið Fleygur en það er Baltasar Kormákur sem framleiðir myndina. Með aðalhlutverk fer Gunnar Jónsson, ásamt þeim Sigurjóni Kjartanssyni, Ilmi Kristjánsdóttur, Arnari Jónssyni og Margréti Helgu Jóhannsdóttur. Þegar Fréttablaðið náði tali af Degi Kára var hann í langþráðu og dagslöngu fríi frá tökum en þær fara fram víðs vegar á höfuðborgarsvæðinu þessa dagana. Dagur Kári skrifaði sjálfur handritið að myndinni. „Þetta er svona karakterstúdía. Gunnar leikur Fúsa, fertugan mann sem býr enn þá hjá móður sinni og heldur fast í tengslin við bernskuna. Röð atburða gerir það svo að verkum að hann þarf að stíga út fyrir þægindarammann." Í einu hlutverkanna er dóttir Dags Kára, Franziska Una Dagsdóttir, sem er átta ára gömul og að stíga sín fyrstu skref á hvíta tjaldinu. Dagur segir hana hafa staðið sig með prýði í tökunum. „Ég hafði hana í huga í hlutverkið þegar ég skrifaði handritið en hún sótti samt um það eins og aðrir og bar af í prufunum. Það var mjög kósí að hafa hana á tökustað enda er maður oft mikið fjarverandi frá fjölskyldunni þegar maður er í tökum. Hún á framtíðina fyrir sér í þessu eins og mörgu." Áætluð frumsýning á myndinni er í lok þess árs. Menning Mest lesið „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Lífið Tökur á Disneymynd, óttalaus rotta eða eru allir vinir í Vesturbænum? Lífið Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Lífið Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs Lífið Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Lífið Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Menning Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Lífið Ný svefnlína sem hjálpar þér að sofna, sofa og vakna hress! Lífið samstarf Hætti að þurfa að ryksuga upp hárin eftir hverja sturtu Lífið samstarf Kaupir fjórða húsið við sömu götu Lífið Fleiri fréttir Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira
„Þetta hefur gengið mjög vel og við stefnum á að klára í vikunni," segir leikstjórinn Dagur Kári Pétursson, sem þessa dagana er að ljúka tökum á nýrri mynd hér á landi. Myndin ber vinnuheitið Fleygur en það er Baltasar Kormákur sem framleiðir myndina. Með aðalhlutverk fer Gunnar Jónsson, ásamt þeim Sigurjóni Kjartanssyni, Ilmi Kristjánsdóttur, Arnari Jónssyni og Margréti Helgu Jóhannsdóttur. Þegar Fréttablaðið náði tali af Degi Kára var hann í langþráðu og dagslöngu fríi frá tökum en þær fara fram víðs vegar á höfuðborgarsvæðinu þessa dagana. Dagur Kári skrifaði sjálfur handritið að myndinni. „Þetta er svona karakterstúdía. Gunnar leikur Fúsa, fertugan mann sem býr enn þá hjá móður sinni og heldur fast í tengslin við bernskuna. Röð atburða gerir það svo að verkum að hann þarf að stíga út fyrir þægindarammann." Í einu hlutverkanna er dóttir Dags Kára, Franziska Una Dagsdóttir, sem er átta ára gömul og að stíga sín fyrstu skref á hvíta tjaldinu. Dagur segir hana hafa staðið sig með prýði í tökunum. „Ég hafði hana í huga í hlutverkið þegar ég skrifaði handritið en hún sótti samt um það eins og aðrir og bar af í prufunum. Það var mjög kósí að hafa hana á tökustað enda er maður oft mikið fjarverandi frá fjölskyldunni þegar maður er í tökum. Hún á framtíðina fyrir sér í þessu eins og mörgu." Áætluð frumsýning á myndinni er í lok þess árs.
Menning Mest lesið „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Lífið Tökur á Disneymynd, óttalaus rotta eða eru allir vinir í Vesturbænum? Lífið Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Lífið Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs Lífið Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Lífið Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Menning Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Lífið Ný svefnlína sem hjálpar þér að sofna, sofa og vakna hress! Lífið samstarf Hætti að þurfa að ryksuga upp hárin eftir hverja sturtu Lífið samstarf Kaupir fjórða húsið við sömu götu Lífið Fleiri fréttir Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira