No homo á leið til Cannes Sara McMahon skrifar 6. apríl 2013 17:00 Guðni Líndal Benediktsson fylgir mynd sinni, No homo, út á kvikmyndahátíðina í Cannes. Fréttablaðið/vilhelm Stuttmyndin No homo eftir Guðna Líndal Benediktsson verður sýnd á Short Film Corner á kvikmyndahátíðinni í Cannes í vor. Myndin fjallar um tvo vini og þær breytingar sem verða á vinskapnum þegar annar þeirra kemur út úr skápnum. „Myndin er útskriftarverkefni mitt úr Kvikmyndaskólanum þar sem ég lærði handritaskrif og leikstjórn. Hún fjallar um tvo bestu vini og þegar annar þeirra kemur út úr skápnum bregst hinn undarlega við og ákveður að halda fyrir hann veislu,“ útskýrir Guðni. Hann skrifaði handritið að myndinni, leikstýrði henni og sá um alla eftirvinnslu. Spurður út í titil stuttmyndarinnar segir Guðni að hann sé fenginn úr setningu í myndinni. „Þetta er frasi sem vinir nota stundum þegar þeir sýna hvor öðrum væntumþykju.“ Guðni segir umsóknarferlið hafa verið langt og flókið og að það hafi komið honum skemmtilega á óvart þegar hann fékk boð um þátttöku. Short Film Corner er vettvangur fyrir kaupendur og framleiðendur til að kynnast nýju og hæfileikaríku kvikmyndagerðarfólki. Guðni viðurkennir að þetta sé einstakt tækifæri fyrir ungan kvikmyndagerðarmann líkt og hann til að kynna sig og verk sín. „Öll hótel á svæðinu eru skelfilega dýr á meðan á hátíðinni stendur en ég held að ég fái fría gistingu þannig ég ætti að geta skrapað saman fyrir flugi og uppihaldi,“ segir hann að lokum. Menning Mest lesið „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Lífið Tökur á Disneymynd, óttalaus rotta eða eru allir vinir í Vesturbænum? Lífið Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Lífið Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs Lífið Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Lífið Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Menning Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Lífið Ný svefnlína sem hjálpar þér að sofna, sofa og vakna hress! Lífið samstarf Hætti að þurfa að ryksuga upp hárin eftir hverja sturtu Lífið samstarf Kaupir fjórða húsið við sömu götu Lífið Fleiri fréttir Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira
Stuttmyndin No homo eftir Guðna Líndal Benediktsson verður sýnd á Short Film Corner á kvikmyndahátíðinni í Cannes í vor. Myndin fjallar um tvo vini og þær breytingar sem verða á vinskapnum þegar annar þeirra kemur út úr skápnum. „Myndin er útskriftarverkefni mitt úr Kvikmyndaskólanum þar sem ég lærði handritaskrif og leikstjórn. Hún fjallar um tvo bestu vini og þegar annar þeirra kemur út úr skápnum bregst hinn undarlega við og ákveður að halda fyrir hann veislu,“ útskýrir Guðni. Hann skrifaði handritið að myndinni, leikstýrði henni og sá um alla eftirvinnslu. Spurður út í titil stuttmyndarinnar segir Guðni að hann sé fenginn úr setningu í myndinni. „Þetta er frasi sem vinir nota stundum þegar þeir sýna hvor öðrum væntumþykju.“ Guðni segir umsóknarferlið hafa verið langt og flókið og að það hafi komið honum skemmtilega á óvart þegar hann fékk boð um þátttöku. Short Film Corner er vettvangur fyrir kaupendur og framleiðendur til að kynnast nýju og hæfileikaríku kvikmyndagerðarfólki. Guðni viðurkennir að þetta sé einstakt tækifæri fyrir ungan kvikmyndagerðarmann líkt og hann til að kynna sig og verk sín. „Öll hótel á svæðinu eru skelfilega dýr á meðan á hátíðinni stendur en ég held að ég fái fría gistingu þannig ég ætti að geta skrapað saman fyrir flugi og uppihaldi,“ segir hann að lokum.
Menning Mest lesið „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Lífið Tökur á Disneymynd, óttalaus rotta eða eru allir vinir í Vesturbænum? Lífið Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Lífið Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs Lífið Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Lífið Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Menning Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Lífið Ný svefnlína sem hjálpar þér að sofna, sofa og vakna hress! Lífið samstarf Hætti að þurfa að ryksuga upp hárin eftir hverja sturtu Lífið samstarf Kaupir fjórða húsið við sömu götu Lífið Fleiri fréttir Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira