Tekur upp nýja mynd á Vestfjörðum í sumar Álfrún Pálsdóttir skrifar 2. apríl 2013 12:00 Hafsteinn Gunnar Sigurðsson tekur upp aðra mynd sína í fullri lengd í sumar. Björn Thors og Helgi Björnsson fara með aðalhlutverkin. "Við erum á lokasprettinum í fjármögnunarferlinu sem ég hef fulla trú á að klárist fljótt,“ segir leikstjórinn Hafsteinn Gunnar Sigurðsson sem stefnir á tökur á nýrri mynd í byrjun sumars. Huldar Breiðfjörð á heiðurinn af handriti myndarinnar sem hefur ekki ennþá fengið endanlegt nafn. Myndin fjallar um ungan mann sem býr litlum smábæ á Vestfjörðum og fær föður sinn sem hann þekkir lítið í heimsókn. Með hlutverk feðganna fara þeir Björn Thors og Helgi Björnsson. "Við stefnum á að hefja tökur í lok maí,“ segir Hafsteinn Gunnar, sem var staddur á flugvelli í París þegar Fréttablaðið náði af honum tali þar sem hann var á leiðinni með kvikmynd sína Á annan veg á kvikmyndahátíð í Suður-Frakklandi. Hafsteinn segir tón myndarinnar svipa til Á annan veg. Í þessari mynd verða þó fleiri leikarar. Hafsteinn kann greinilega vel við sig á Vestfjörðum en þar var Á annan veg einnig tekin upp á sínum tíma. "Já, það er gott að vera þar en ég býst við því að við verðum þar við tökur í allt sumar. Þessi er svipuð myndinni Á annan veg að því leytinu til að þetta er svona dramakómedía,“ segir Hafsteinn. Framleiðendur myndarinnar eru þeir Þórir Snær Sigurjónsson og Sindri Kjartansson. Á annan veg var fyrsta kvikmynd Hafsteins í fullri lengd og fékk afar góðar viðtökur, hér heima sem og á erlendum kvikmyndahátíðum. Búið er að endurgera myndina í Hollywood undir heitinu Prince Avalanche þar sem Paul Rudd og Emile Hirsch fara með aðalhlutverkin. Menning Mest lesið Pamela slær á sögusagnirnar Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Blondie verður stjarnan á RIFF um helgina Lífið Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Lífið Hætti að þurfa að ryksuga upp hárin eftir hverja sturtu Lífið samstarf Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Fleiri fréttir Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira
"Við erum á lokasprettinum í fjármögnunarferlinu sem ég hef fulla trú á að klárist fljótt,“ segir leikstjórinn Hafsteinn Gunnar Sigurðsson sem stefnir á tökur á nýrri mynd í byrjun sumars. Huldar Breiðfjörð á heiðurinn af handriti myndarinnar sem hefur ekki ennþá fengið endanlegt nafn. Myndin fjallar um ungan mann sem býr litlum smábæ á Vestfjörðum og fær föður sinn sem hann þekkir lítið í heimsókn. Með hlutverk feðganna fara þeir Björn Thors og Helgi Björnsson. "Við stefnum á að hefja tökur í lok maí,“ segir Hafsteinn Gunnar, sem var staddur á flugvelli í París þegar Fréttablaðið náði af honum tali þar sem hann var á leiðinni með kvikmynd sína Á annan veg á kvikmyndahátíð í Suður-Frakklandi. Hafsteinn segir tón myndarinnar svipa til Á annan veg. Í þessari mynd verða þó fleiri leikarar. Hafsteinn kann greinilega vel við sig á Vestfjörðum en þar var Á annan veg einnig tekin upp á sínum tíma. "Já, það er gott að vera þar en ég býst við því að við verðum þar við tökur í allt sumar. Þessi er svipuð myndinni Á annan veg að því leytinu til að þetta er svona dramakómedía,“ segir Hafsteinn. Framleiðendur myndarinnar eru þeir Þórir Snær Sigurjónsson og Sindri Kjartansson. Á annan veg var fyrsta kvikmynd Hafsteins í fullri lengd og fékk afar góðar viðtökur, hér heima sem og á erlendum kvikmyndahátíðum. Búið er að endurgera myndina í Hollywood undir heitinu Prince Avalanche þar sem Paul Rudd og Emile Hirsch fara með aðalhlutverkin.
Menning Mest lesið Pamela slær á sögusagnirnar Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Blondie verður stjarnan á RIFF um helgina Lífið Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Lífið Hætti að þurfa að ryksuga upp hárin eftir hverja sturtu Lífið samstarf Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Fleiri fréttir Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira