Ég gef aldrei eftir Eiríkur Stefán Ásgeirsson í Ljubljana skrifar 22. mars 2013 08:00 Ari Freyr er bakvörður í íslenska landsliðinu en hefur spilað sem varnartengiliður í Svíþjóð í mörg ár. Mynd/E.Stefán Ísland mætir í kvöld Slóveníu hér í Ljubljana en leikurinn er liður í undankeppni HM 2014. Strákarnir eru í ágætum málum eftir fyrstu fjóra leikina en þurfa á jákvæðum úrslitum að halda í kvöld til að halda í við hin liðin í toppbaráttu riðilsins. Slóvenar eru þó með sterkt lið sem mætir til leiks í kvöld með nýjan þjálfara og væntingar um betri tíð en verið hefur undanfarin misseri. Lærisveinar Lars Lagerbäck ætla sér sigur í kvöld en þeirra fyrsta hlutverk verður að verjast. Þar mun mikið mæða á Ara Frey Skúlasyni sem hefur fest sig í sessi í stöðu vinstri bakvarðar, sem lengi hefur verið vandræðastaða í íslenska landsliðinu. Þrátt fyrir ungan aldur hefur hinn 25 ára Ari Freyr spilað sem atvinnumaður í Svíþjóð í næstum sjö ár og lengst af hjá GIF Sundsvall. Hann hélt ungur að árum til Heerenveen í Hollandi þar sem hann var í tvö ár áður en hann sneri aftur til Íslands árið 2006 og spilaði hálft tímabil með Val. Þeir knattspyrnuáhugamenn á Íslandi sem ekki fá tækifæri til að fylgjast náið með sænska boltanum hafa því fengið fá tækifæri til að sjá Ara Frey spila. Það var í raun ekki fyrr en Lars Lagerbäck tók hann inn í landsliðið fyrir rúmu ári að Íslendingar fengu tækifæri til að sjá hann spila á ný. „Þetta er ekki í fyrsta sinn sem menn koma í landsliðið og spila úr sinni stöðu," sagði Ari Freyr í samtali við Fréttablaðið á hóteli íslenska landsliðsins í Ljubljana. „Ég var kannski ekki sá besti í upphafi en þetta hefur batnað hjá mér. Lars hefur verið duglegur að hjálpa mér og segja mér til og mér finnst ég í það minnsta hafa staðið undir þeim væntingum sem þjálfararnir gera til mín." Ari átti einn A-landsleik að baki áður en Lagerbäck tók við liðinu. Það var í æfingaleik gegn Íran árið 2009. Telur Ari að hann væri í landsliðinu nú ef þjálfari þess væri ekki sænskur? „Það er stóra spurningin. Það hefur örugglega hjálpað til að hann þekkir vel til félagsins míns og fylgist vel með sænsku úrvalsdeildinni," segir Ari. „En ég hafði líka átt tvö mjög góð tímabil í röð og það hlýtur að hafa einhvern þátt í þessu." Ari Freyr spilar sem varnartengiliður hjá Sundsvall og segist njóta sín best í þeirri stöðu. „Ég er fyrst og fremst vinnusamur leikmaður en vil líka vera mikið í boltanum. Ég er dæmigerður íslenskur knattspyrnumaður að því leyti að ég gef aldrei eftir. Ég tel mig fínan spilandi leikmann þegar ég fæ að vera í minni stöðu," segir hann. „Hlutverkið mitt með landsliðinu er svo allt öðruvísi og er mjög krefjandi. Við eigum líka marga leikmenn sem eru í frábærum liðum og þeir krefjast mikils af manni á æfingum. Maður þarf að standa undir þeim væntingum líka," segir Ari. Fótbolti Íslenski boltinn HM 2014 í Brasilíu Mest lesið Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Körfubolti Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Fótbolti Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Fótbolti Rúnar þakkar fyrir stuðning eftir mikið sjokk Fótbolti Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ Fótbolti Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð Körfubolti Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Handbolti Járngirðingar í kringum leikmannahótel Ísraela í Osló Fótbolti „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Körfubolti Lárus í vinnu hjá danska landsliðinu Körfubolti Fleiri fréttir „Tímarnir hafa einfaldlega breyst“ hjá þýska landsliðinu Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ „Þetta er mikilvægasti leikurinn í riðlinum“ Isak segist vera tilbúinn í níutíu mínútur Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Hallgrímur framlengir við KA Mbappé nýtur betur lífsins í Madrid: „Þetta er ekki árás á Frakkland“ Fæddist með gat á hjartanu Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Járngirðingar í kringum leikmannahótel Ísraela í Osló Kviknaði í húsi Vinícius Júnior Rúnar þakkar fyrir stuðning eftir mikið sjokk Tuchel með fast skot á stuðningsmenn: „Það var algjör þögn á leikvangnum“ Fram gæti orðið stórveldi í íslenskri kvennaknattspyrnu innan örfárra ára Höjlund sjóðheitur og Danir færðust nær HM Alsír tuttugasta þjóðin inn á HM Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-1 | Ósáttir Akureyringar enduðu ofar Grétar Rafn gæti gert Gerrard að stjóra Rangers Barcelona spilar í Miami: „Ég er ekki hrifinn af þessu“ „Ætti að bera meiri virðingu fyrir peningunum sem hann þénar“ Svakalega slysalegt klobbamark í undankeppni HM „Klúðraði þessum frægu vítum en er ógeðslega sterkur“ Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga „Getum eyðilagt drauma Úkraínu á morgun“ Svona var blaðamannafundur KSÍ fyrir leikinn gegn Úkraínu Gæti lamast eftir árekstur við auglýsingaskilti Dæmdu Valsmann í leikbann en drógu það síðan til baka „Ekki alltaf hægt að tala vel um mann“ Utan vallar: Var Helgi Guðjóns að eiga Steina Gísla sumar? Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Sjá meira
Ísland mætir í kvöld Slóveníu hér í Ljubljana en leikurinn er liður í undankeppni HM 2014. Strákarnir eru í ágætum málum eftir fyrstu fjóra leikina en þurfa á jákvæðum úrslitum að halda í kvöld til að halda í við hin liðin í toppbaráttu riðilsins. Slóvenar eru þó með sterkt lið sem mætir til leiks í kvöld með nýjan þjálfara og væntingar um betri tíð en verið hefur undanfarin misseri. Lærisveinar Lars Lagerbäck ætla sér sigur í kvöld en þeirra fyrsta hlutverk verður að verjast. Þar mun mikið mæða á Ara Frey Skúlasyni sem hefur fest sig í sessi í stöðu vinstri bakvarðar, sem lengi hefur verið vandræðastaða í íslenska landsliðinu. Þrátt fyrir ungan aldur hefur hinn 25 ára Ari Freyr spilað sem atvinnumaður í Svíþjóð í næstum sjö ár og lengst af hjá GIF Sundsvall. Hann hélt ungur að árum til Heerenveen í Hollandi þar sem hann var í tvö ár áður en hann sneri aftur til Íslands árið 2006 og spilaði hálft tímabil með Val. Þeir knattspyrnuáhugamenn á Íslandi sem ekki fá tækifæri til að fylgjast náið með sænska boltanum hafa því fengið fá tækifæri til að sjá Ara Frey spila. Það var í raun ekki fyrr en Lars Lagerbäck tók hann inn í landsliðið fyrir rúmu ári að Íslendingar fengu tækifæri til að sjá hann spila á ný. „Þetta er ekki í fyrsta sinn sem menn koma í landsliðið og spila úr sinni stöðu," sagði Ari Freyr í samtali við Fréttablaðið á hóteli íslenska landsliðsins í Ljubljana. „Ég var kannski ekki sá besti í upphafi en þetta hefur batnað hjá mér. Lars hefur verið duglegur að hjálpa mér og segja mér til og mér finnst ég í það minnsta hafa staðið undir þeim væntingum sem þjálfararnir gera til mín." Ari átti einn A-landsleik að baki áður en Lagerbäck tók við liðinu. Það var í æfingaleik gegn Íran árið 2009. Telur Ari að hann væri í landsliðinu nú ef þjálfari þess væri ekki sænskur? „Það er stóra spurningin. Það hefur örugglega hjálpað til að hann þekkir vel til félagsins míns og fylgist vel með sænsku úrvalsdeildinni," segir Ari. „En ég hafði líka átt tvö mjög góð tímabil í röð og það hlýtur að hafa einhvern þátt í þessu." Ari Freyr spilar sem varnartengiliður hjá Sundsvall og segist njóta sín best í þeirri stöðu. „Ég er fyrst og fremst vinnusamur leikmaður en vil líka vera mikið í boltanum. Ég er dæmigerður íslenskur knattspyrnumaður að því leyti að ég gef aldrei eftir. Ég tel mig fínan spilandi leikmann þegar ég fæ að vera í minni stöðu," segir hann. „Hlutverkið mitt með landsliðinu er svo allt öðruvísi og er mjög krefjandi. Við eigum líka marga leikmenn sem eru í frábærum liðum og þeir krefjast mikils af manni á æfingum. Maður þarf að standa undir þeim væntingum líka," segir Ari.
Fótbolti Íslenski boltinn HM 2014 í Brasilíu Mest lesið Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Körfubolti Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Fótbolti Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Fótbolti Rúnar þakkar fyrir stuðning eftir mikið sjokk Fótbolti Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ Fótbolti Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð Körfubolti Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Handbolti Járngirðingar í kringum leikmannahótel Ísraela í Osló Fótbolti „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Körfubolti Lárus í vinnu hjá danska landsliðinu Körfubolti Fleiri fréttir „Tímarnir hafa einfaldlega breyst“ hjá þýska landsliðinu Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ „Þetta er mikilvægasti leikurinn í riðlinum“ Isak segist vera tilbúinn í níutíu mínútur Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Hallgrímur framlengir við KA Mbappé nýtur betur lífsins í Madrid: „Þetta er ekki árás á Frakkland“ Fæddist með gat á hjartanu Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Járngirðingar í kringum leikmannahótel Ísraela í Osló Kviknaði í húsi Vinícius Júnior Rúnar þakkar fyrir stuðning eftir mikið sjokk Tuchel með fast skot á stuðningsmenn: „Það var algjör þögn á leikvangnum“ Fram gæti orðið stórveldi í íslenskri kvennaknattspyrnu innan örfárra ára Höjlund sjóðheitur og Danir færðust nær HM Alsír tuttugasta þjóðin inn á HM Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-1 | Ósáttir Akureyringar enduðu ofar Grétar Rafn gæti gert Gerrard að stjóra Rangers Barcelona spilar í Miami: „Ég er ekki hrifinn af þessu“ „Ætti að bera meiri virðingu fyrir peningunum sem hann þénar“ Svakalega slysalegt klobbamark í undankeppni HM „Klúðraði þessum frægu vítum en er ógeðslega sterkur“ Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga „Getum eyðilagt drauma Úkraínu á morgun“ Svona var blaðamannafundur KSÍ fyrir leikinn gegn Úkraínu Gæti lamast eftir árekstur við auglýsingaskilti Dæmdu Valsmann í leikbann en drógu það síðan til baka „Ekki alltaf hægt að tala vel um mann“ Utan vallar: Var Helgi Guðjóns að eiga Steina Gísla sumar? Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Sjá meira