Með augu sín á kórónu Arnaldar Freyr Bjarnason skrifar 15. mars 2013 06:00 Glæpasagnahöfundurinn gaf út sína fjórðu bók, Rof, fyrir síðustu jól. „Það er skemmtilegt að maður fái athygli frá svona manni eins og Barry. Það er bara jákvætt,“ segir glæpasagnahöfundurinn Ragnar Jónasson. Barry Forshaw, einn helsti sérfræðingur Breta í norrænum glæpabókmenntum, fjallar um bækur Ragnars í heilum kafla í nýrri bók sinni, Nordic Noir: The Pocket Essential Guide to Scandinavian Crime Fiction, Film and TV, sem er að koma út í Bretlandi. Í bók sinni fjallar Forshaw um merkustu glæpasagnahöfunda Norðurlanda. Í kaflanum um Ragnar setur hann spurningarmerki við stöðu Arnaldar Indriðasonar sem glæpasagnakóngsins á Íslandi. „Áttar Arnaldur konungur sig á hinni auknu samkeppni? Ungur og efnilegur náungi liggur í leyni og hefur auga á kórónunni. Íslendingurinn Ragnar Jónasson er að verða þekktur í Bretlandi eftir tíðar heimsóknir sínar þangað,“ skrifar hann. Aðspurður segist Ragnar ekki vilja bera sig saman við einn eða neinn. Sjálfur sé hann hann mikill aðdáandi Arnaldar. „Maður vill bara skrifa sínar eigin bækur.“ Ragnar er á leiðinni á glæpasagnaráðstefnu í Colorado í Bandaríkjunum í næstu viku. Þar tekur hann þátt í tveimur pallborðsumræðum um hefðbundnar- og erlendar glæpasögur. Hann hefur þýtt fjórtán glæpasögur Agöthu Christie og mun flytja erindi um þær, ásamt því að tala um eigin bækur. Hann fer á aðra glæpasagnaráðstefnu í Bristol á Englandi í sumar þar sem Agatha Christie og Arthur Conan Doyle, höfundur Sherlock Holmes, verða borin saman. „Ég mun tala máli Agöthu,“ segir Ragnar, sem hætti að þýða bækur Agöthu eftir að hann byrjaði sjálfur að skrifa. Menning Mest lesið „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Lífið Tökur á Disneymynd, óttalaus rotta eða eru allir vinir í Vesturbænum? Lífið Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Lífið Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs Lífið Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Lífið Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Menning Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Lífið Ný svefnlína sem hjálpar þér að sofna, sofa og vakna hress! Lífið samstarf Hætti að þurfa að ryksuga upp hárin eftir hverja sturtu Lífið samstarf Kaupir fjórða húsið við sömu götu Lífið Fleiri fréttir Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira
„Það er skemmtilegt að maður fái athygli frá svona manni eins og Barry. Það er bara jákvætt,“ segir glæpasagnahöfundurinn Ragnar Jónasson. Barry Forshaw, einn helsti sérfræðingur Breta í norrænum glæpabókmenntum, fjallar um bækur Ragnars í heilum kafla í nýrri bók sinni, Nordic Noir: The Pocket Essential Guide to Scandinavian Crime Fiction, Film and TV, sem er að koma út í Bretlandi. Í bók sinni fjallar Forshaw um merkustu glæpasagnahöfunda Norðurlanda. Í kaflanum um Ragnar setur hann spurningarmerki við stöðu Arnaldar Indriðasonar sem glæpasagnakóngsins á Íslandi. „Áttar Arnaldur konungur sig á hinni auknu samkeppni? Ungur og efnilegur náungi liggur í leyni og hefur auga á kórónunni. Íslendingurinn Ragnar Jónasson er að verða þekktur í Bretlandi eftir tíðar heimsóknir sínar þangað,“ skrifar hann. Aðspurður segist Ragnar ekki vilja bera sig saman við einn eða neinn. Sjálfur sé hann hann mikill aðdáandi Arnaldar. „Maður vill bara skrifa sínar eigin bækur.“ Ragnar er á leiðinni á glæpasagnaráðstefnu í Colorado í Bandaríkjunum í næstu viku. Þar tekur hann þátt í tveimur pallborðsumræðum um hefðbundnar- og erlendar glæpasögur. Hann hefur þýtt fjórtán glæpasögur Agöthu Christie og mun flytja erindi um þær, ásamt því að tala um eigin bækur. Hann fer á aðra glæpasagnaráðstefnu í Bristol á Englandi í sumar þar sem Agatha Christie og Arthur Conan Doyle, höfundur Sherlock Holmes, verða borin saman. „Ég mun tala máli Agöthu,“ segir Ragnar, sem hætti að þýða bækur Agöthu eftir að hann byrjaði sjálfur að skrifa.
Menning Mest lesið „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Lífið Tökur á Disneymynd, óttalaus rotta eða eru allir vinir í Vesturbænum? Lífið Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Lífið Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs Lífið Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Lífið Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Menning Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Lífið Ný svefnlína sem hjálpar þér að sofna, sofa og vakna hress! Lífið samstarf Hætti að þurfa að ryksuga upp hárin eftir hverja sturtu Lífið samstarf Kaupir fjórða húsið við sömu götu Lífið Fleiri fréttir Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira