Íslenska ullin heillar tískuheiminn Sara McMahon skrifar 14. mars 2013 06:00 Brynhildur, Þuríður og Guðfinna reka hönnunarfyrirtækið Vík Prjónsdóttur. Mynd/Ari Magg „Hönnunarsafnið í London hafði samband við okkur fyrir um ári síðan og vildi gera eitthvað með okkur. Þau þekktu Eley Kishimoto og þá kom upp sú hugmynd að fá þau til að endurhanna Selshaminn okkar, líkt og Henrik Vibskov hafði gert árið 2008. Fólkið hjá Hönnunarsafninu kom okkur saman og hjónin voru til í þetta, sem okkur þótti mikill heiður,“ segir Guðfinna Mjöll Magnúsdóttir um samstarf Vík Prjónsdóttur og hönnunartvíeykisins Eley Kishimoto. Guðfinna rekur Vík ásamt Brynhildi Pálsdóttur og Þuríði Rós Sigurþórsdóttur, en fyrirtækið hannar einstakar vörur úr íslenskri ull. Samstarfið við Eley Kishimoto hófst í sumar og verður endurhannaði Selshamurinn frumsýndur við hátíðlega athöfn í Þjóðmenningarhúsinu í dag. Að sögn Guðfinnu fengu Eley Kishimoto algjörlega frjálsar hendur við endurhönnun hamsins. „Þau sáu alveg um þetta og okkur fannst mjög gaman að sjá útkomuna. Þau eru fræg fyrir munstrin sín og hafa unnið með þetta íkornamunstur áður. Það tók þó sinn tíma að velja réttu litina og tóna þá til í samstarfi við litunarmeistara Ístex. Það var langt en skemmtilegt ferli,“ segir hún. Hamurinn verður hluti af nýrri haust- og vetrarlínu Eley Kishimoto og viðurkennir Guðfinna að það sé ómetanleg kynning fyrir Vík. „Þau eru vinsæl á Japansmarkaði þannig að þetta verður ágæt kynning fyrir okkur. Og auðvitað mikill heiður.“ Mark Eley og Wakako Kishimoto komu til landsins í gærkvöldi á vegum Hönnunarmars. Þau munu halda fyrirlestur í Þjóðleikhúsinu klukkan 14 í dag og eftir hann verður hamurinn frumsýndur. „Við höfum átt í díalóg með þeim síðustu mánuði en þetta verður í fyrsta sinn sem við hittum þau,“ segir Guðfinna og hlær. Guðfinna, Brynhildur og Þuríður verða með sýningu á nýjustu vörum Víkur í Bókasal Þjóðmenningarhússins í dag. Þær munu einnig halda opinn málfund undir yfirskriftinni Ullin, iðnaðurinn og framtíðin á morgun. HönnunarMars Mest lesið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Króli trúlofaður Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið Fleiri fréttir Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Flott klæddir feðgar Fagurfræði: Hvernig förðum við mismunandi húðtýpur? Hönnunarverðlaunin 2024: Verðlaunuð fyrir Smiðju Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Sjá meira
„Hönnunarsafnið í London hafði samband við okkur fyrir um ári síðan og vildi gera eitthvað með okkur. Þau þekktu Eley Kishimoto og þá kom upp sú hugmynd að fá þau til að endurhanna Selshaminn okkar, líkt og Henrik Vibskov hafði gert árið 2008. Fólkið hjá Hönnunarsafninu kom okkur saman og hjónin voru til í þetta, sem okkur þótti mikill heiður,“ segir Guðfinna Mjöll Magnúsdóttir um samstarf Vík Prjónsdóttur og hönnunartvíeykisins Eley Kishimoto. Guðfinna rekur Vík ásamt Brynhildi Pálsdóttur og Þuríði Rós Sigurþórsdóttur, en fyrirtækið hannar einstakar vörur úr íslenskri ull. Samstarfið við Eley Kishimoto hófst í sumar og verður endurhannaði Selshamurinn frumsýndur við hátíðlega athöfn í Þjóðmenningarhúsinu í dag. Að sögn Guðfinnu fengu Eley Kishimoto algjörlega frjálsar hendur við endurhönnun hamsins. „Þau sáu alveg um þetta og okkur fannst mjög gaman að sjá útkomuna. Þau eru fræg fyrir munstrin sín og hafa unnið með þetta íkornamunstur áður. Það tók þó sinn tíma að velja réttu litina og tóna þá til í samstarfi við litunarmeistara Ístex. Það var langt en skemmtilegt ferli,“ segir hún. Hamurinn verður hluti af nýrri haust- og vetrarlínu Eley Kishimoto og viðurkennir Guðfinna að það sé ómetanleg kynning fyrir Vík. „Þau eru vinsæl á Japansmarkaði þannig að þetta verður ágæt kynning fyrir okkur. Og auðvitað mikill heiður.“ Mark Eley og Wakako Kishimoto komu til landsins í gærkvöldi á vegum Hönnunarmars. Þau munu halda fyrirlestur í Þjóðleikhúsinu klukkan 14 í dag og eftir hann verður hamurinn frumsýndur. „Við höfum átt í díalóg með þeim síðustu mánuði en þetta verður í fyrsta sinn sem við hittum þau,“ segir Guðfinna og hlær. Guðfinna, Brynhildur og Þuríður verða með sýningu á nýjustu vörum Víkur í Bókasal Þjóðmenningarhússins í dag. Þær munu einnig halda opinn málfund undir yfirskriftinni Ullin, iðnaðurinn og framtíðin á morgun.
HönnunarMars Mest lesið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Króli trúlofaður Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið Fleiri fréttir Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Flott klæddir feðgar Fagurfræði: Hvernig förðum við mismunandi húðtýpur? Hönnunarverðlaunin 2024: Verðlaunuð fyrir Smiðju Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Sjá meira