Dansa snjódans á hverju kvöldi Álfrún Pálsdóttir skrifar 9. mars 2013 06:00 Davíð Óskar Ólafsson og Ragnar Bragason er farið að lengja eftir að geta klárað tökur á málmhaus en snjóleysi á suðurlandi setur strik í reikninginn. „Þetta er búið að vera frekar pirrandi og komið á það stig að við erum farnir að dansa snjódansinn hérna á hverju kvöldi,“ segir Davíð Óskar Ólafsson hjá framleiðslufyritækinu Mystery sem heldur utan um myndina Málmhaus. Málmhaus er nýjasta mynd leikstjórans Ragnars Bragasonar, en tökur á henni hófust seint á síðasta ári undir Eyjafjöllum. Tökuliðið hefur hins vegar verið í biðstöðu síðan um áramótin, þar sem snjóleysi á Suðurlandi hefur sett strik í reikninginn á tökunum. Þrír tökudagar eru eftir og segist Davíð aldrei hafa fylgst jafn vel með veðurspánni og undanfarnar vikur. „Okkur vantar að klára þessa þrjá tökudaga til að koma myndinni í fyrsta klipp, þannig að við erum að verða frekar óþolinmóðir. Við erum í daglegu sambandi við bónda undir Eyjafjöllum sem segir okkur hvernig veðrið er þar, en þegar snjóaði hér mikið í vikunni féll ekki eitt einasta snjókorn hjá þeim,“ segir Davíð, sem heldur þó í vonina um að geta klárað í næstu viku. „Margir þurfa að hverfa frá í önnur verkefni bráðum og við verðum að hafa skilning á því. Það er pirrandi að geta ekki stjórnað veðrinu en svona er þetta.“ Áætluð frumsýning á Málmhaus er í október, en með aðalhlutverk fara Ingvar E. Sigurðsson, Halldóra Geirharðsdóttir og Þorbjörg Helga Dýrfjörð. Menning Mest lesið „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Lífið Tökur á Disneymynd, óttalaus rotta eða eru allir vinir í Vesturbænum? Lífið Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Lífið Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs Lífið Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Lífið Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Menning Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Lífið Ný svefnlína sem hjálpar þér að sofna, sofa og vakna hress! Lífið samstarf Hætti að þurfa að ryksuga upp hárin eftir hverja sturtu Lífið samstarf Kaupir fjórða húsið við sömu götu Lífið Fleiri fréttir Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira
„Þetta er búið að vera frekar pirrandi og komið á það stig að við erum farnir að dansa snjódansinn hérna á hverju kvöldi,“ segir Davíð Óskar Ólafsson hjá framleiðslufyritækinu Mystery sem heldur utan um myndina Málmhaus. Málmhaus er nýjasta mynd leikstjórans Ragnars Bragasonar, en tökur á henni hófust seint á síðasta ári undir Eyjafjöllum. Tökuliðið hefur hins vegar verið í biðstöðu síðan um áramótin, þar sem snjóleysi á Suðurlandi hefur sett strik í reikninginn á tökunum. Þrír tökudagar eru eftir og segist Davíð aldrei hafa fylgst jafn vel með veðurspánni og undanfarnar vikur. „Okkur vantar að klára þessa þrjá tökudaga til að koma myndinni í fyrsta klipp, þannig að við erum að verða frekar óþolinmóðir. Við erum í daglegu sambandi við bónda undir Eyjafjöllum sem segir okkur hvernig veðrið er þar, en þegar snjóaði hér mikið í vikunni féll ekki eitt einasta snjókorn hjá þeim,“ segir Davíð, sem heldur þó í vonina um að geta klárað í næstu viku. „Margir þurfa að hverfa frá í önnur verkefni bráðum og við verðum að hafa skilning á því. Það er pirrandi að geta ekki stjórnað veðrinu en svona er þetta.“ Áætluð frumsýning á Málmhaus er í október, en með aðalhlutverk fara Ingvar E. Sigurðsson, Halldóra Geirharðsdóttir og Þorbjörg Helga Dýrfjörð.
Menning Mest lesið „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Lífið Tökur á Disneymynd, óttalaus rotta eða eru allir vinir í Vesturbænum? Lífið Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Lífið Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs Lífið Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Lífið Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Menning Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Lífið Ný svefnlína sem hjálpar þér að sofna, sofa og vakna hress! Lífið samstarf Hætti að þurfa að ryksuga upp hárin eftir hverja sturtu Lífið samstarf Kaupir fjórða húsið við sömu götu Lífið Fleiri fréttir Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira