Viðstödd sýningar í Mexíkó Freyr Bjarnason skrifar 6. mars 2013 06:00 Ísold Uggadóttir verður viðstödd sýningu myndar sinnar Útrás Reykjavík í Mexíkó. Mynd/Valli Norrænu löndin eru heiðursgestir á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Guadalajara í Mexíkó sem hófst síðastliðinn föstudag og stendur yfir fram á laugardag. Á hátíðinni eru 64 norrænar kvikmyndir sýndar, þar af sex íslenskar: Brim, Djúpið, Eldfjall, Reykjavík Rotterdam, Svartur á leik og stuttmyndin Útrás Reykjavík í leikstjórn Ísoldar Uggadóttur. Baltasar Kormákur og Ísold verða viðstödd sýningar á sínum myndum, ásamt forstöðumanni Kvikmyndamiðstöðvar Íslands. Mynd Ísoldar verður sýnd í kvöld og annað kvöld. „Það er vissulega mikill heiður að sýna á þessari virtustu kvikmyndahátíð rómönsku Ameríku. Markmiðið með hátíðinni er auðvitað að vekja athygli á skandinavískum myndum, sem annars myndu líklega aldrei koma fyrir sjónir áhorfenda í Mexíkó og Suður-Ameríku. Hver veit nema einhver vilji kaupa Útrás Reykjavík. Það yrði ekki verra," segir Ísold um þátttöku stuttmyndar sinnar í hátíðinni. Næst heldur myndin til Washington DC þar sem hún verður sýnd á menningarhátíðinni Nordic Cool um næstu helgi. Samanlagt hefur myndin verið sýnd á um 30 hátíðum. „Annars tel ég að þessu kvikmyndahátíðaflakki fari senn að ljúka, enda orðin bráðum tvö ár síðan Útrás Reykjavík var fyrst frumsýnd. Fókusinn er því allur kominn á næsta verkefni sem ég er að undirbúa," segir hún. Menning Mest lesið „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Lífið Tökur á Disneymynd, óttalaus rotta eða eru allir vinir í Vesturbænum? Lífið Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Lífið Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs Lífið Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Lífið Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Menning Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Lífið Ný svefnlína sem hjálpar þér að sofna, sofa og vakna hress! Lífið samstarf Hætti að þurfa að ryksuga upp hárin eftir hverja sturtu Lífið samstarf Kaupir fjórða húsið við sömu götu Lífið Fleiri fréttir Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira
Norrænu löndin eru heiðursgestir á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Guadalajara í Mexíkó sem hófst síðastliðinn föstudag og stendur yfir fram á laugardag. Á hátíðinni eru 64 norrænar kvikmyndir sýndar, þar af sex íslenskar: Brim, Djúpið, Eldfjall, Reykjavík Rotterdam, Svartur á leik og stuttmyndin Útrás Reykjavík í leikstjórn Ísoldar Uggadóttur. Baltasar Kormákur og Ísold verða viðstödd sýningar á sínum myndum, ásamt forstöðumanni Kvikmyndamiðstöðvar Íslands. Mynd Ísoldar verður sýnd í kvöld og annað kvöld. „Það er vissulega mikill heiður að sýna á þessari virtustu kvikmyndahátíð rómönsku Ameríku. Markmiðið með hátíðinni er auðvitað að vekja athygli á skandinavískum myndum, sem annars myndu líklega aldrei koma fyrir sjónir áhorfenda í Mexíkó og Suður-Ameríku. Hver veit nema einhver vilji kaupa Útrás Reykjavík. Það yrði ekki verra," segir Ísold um þátttöku stuttmyndar sinnar í hátíðinni. Næst heldur myndin til Washington DC þar sem hún verður sýnd á menningarhátíðinni Nordic Cool um næstu helgi. Samanlagt hefur myndin verið sýnd á um 30 hátíðum. „Annars tel ég að þessu kvikmyndahátíðaflakki fari senn að ljúka, enda orðin bráðum tvö ár síðan Útrás Reykjavík var fyrst frumsýnd. Fókusinn er því allur kominn á næsta verkefni sem ég er að undirbúa," segir hún.
Menning Mest lesið „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Lífið Tökur á Disneymynd, óttalaus rotta eða eru allir vinir í Vesturbænum? Lífið Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Lífið Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs Lífið Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Lífið Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Menning Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Lífið Ný svefnlína sem hjálpar þér að sofna, sofa og vakna hress! Lífið samstarf Hætti að þurfa að ryksuga upp hárin eftir hverja sturtu Lífið samstarf Kaupir fjórða húsið við sömu götu Lífið Fleiri fréttir Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira