Kælan mikla vann sjötta Ljóðaslammið Freyr Bjarnason skrifar 14. febrúar 2013 06:00 Kælan mikla bar sigur úr býtum í Ljóðaslammi Borgarbókasafnsins.fréttablaðið/Valli Hljómsveitin Kælan mikla vann keppnina Ljóðaslamm Borgarbókasafnsins sem var haldin í sjötta sinn á Safnanótt síðastliðinn föstudag. Hljómsveitina skipa Sólveig Matthildur Kristjánsdóttir, Laufey Soffía Þórsdóttir og Margrét Rósa Dóru- Harrysdóttir. Þær eru átján og nítján ára og stunda nám við Fjölbrautaskólann í Breiðholti og Menntaskólann í Hamrahlíð. Að sögn söngvarans Laufeyjar Soffíu var Kælan mikla stofnuð í kringum keppnina. "Sólveig er mjög mikið í því að semja. Við vorum að leika okkur að spila saman og hún var búin að skrá sig í keppnina en vissi ekki hvað hún ætlaði að gera. Okkur fannst það koma vel út að flytja ljóðin hennar saman,“ segir hún. "Það getur vel verið að við höldum áfram að semja við ljóðin hennar eftir þetta.“ Aðspurð segir Laufey Soffía sigurinn hafa komið þeim á óvart. "Já, þetta var rosalega skemmtilegt.“ Ljóðaslammið hefur verið fastur liður í dagskrá Vetrarhátíðar frá árinu 2008. Þar keppir ungt fólk á aldrinum 15-25 ára í orðlist með frjálsri aðferð, þar sem áhersla er ekki síður lögð á flutninginn en orðið sjálft. Þemað í ár var bilun og alls voru atriðin sjö sem tóku þátt. Siguratriði Laufeyjar, Sólveigar og Margrétar var ljóðabræðingurinn Ætli það sé óhollt að láta sig dreyma? Þar söng Laufey texta Sólveigar um svarta svani, líkamnaða þrúgun og drottningardraumóra við trommu- og bassaundirleik stalla sinna. Í sigurlaun fengu þær miðbæjarkort sem gildir sem inneign í verslunum í miðbænum. Menning Mest lesið Pamela slær á sögusagnirnar Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Blondie verður stjarnan á RIFF um helgina Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Lífið Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Lífið Hætti að þurfa að ryksuga upp hárin eftir hverja sturtu Lífið samstarf Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Fleiri fréttir Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira
Hljómsveitin Kælan mikla vann keppnina Ljóðaslamm Borgarbókasafnsins sem var haldin í sjötta sinn á Safnanótt síðastliðinn föstudag. Hljómsveitina skipa Sólveig Matthildur Kristjánsdóttir, Laufey Soffía Þórsdóttir og Margrét Rósa Dóru- Harrysdóttir. Þær eru átján og nítján ára og stunda nám við Fjölbrautaskólann í Breiðholti og Menntaskólann í Hamrahlíð. Að sögn söngvarans Laufeyjar Soffíu var Kælan mikla stofnuð í kringum keppnina. "Sólveig er mjög mikið í því að semja. Við vorum að leika okkur að spila saman og hún var búin að skrá sig í keppnina en vissi ekki hvað hún ætlaði að gera. Okkur fannst það koma vel út að flytja ljóðin hennar saman,“ segir hún. "Það getur vel verið að við höldum áfram að semja við ljóðin hennar eftir þetta.“ Aðspurð segir Laufey Soffía sigurinn hafa komið þeim á óvart. "Já, þetta var rosalega skemmtilegt.“ Ljóðaslammið hefur verið fastur liður í dagskrá Vetrarhátíðar frá árinu 2008. Þar keppir ungt fólk á aldrinum 15-25 ára í orðlist með frjálsri aðferð, þar sem áhersla er ekki síður lögð á flutninginn en orðið sjálft. Þemað í ár var bilun og alls voru atriðin sjö sem tóku þátt. Siguratriði Laufeyjar, Sólveigar og Margrétar var ljóðabræðingurinn Ætli það sé óhollt að láta sig dreyma? Þar söng Laufey texta Sólveigar um svarta svani, líkamnaða þrúgun og drottningardraumóra við trommu- og bassaundirleik stalla sinna. Í sigurlaun fengu þær miðbæjarkort sem gildir sem inneign í verslunum í miðbænum.
Menning Mest lesið Pamela slær á sögusagnirnar Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Blondie verður stjarnan á RIFF um helgina Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Lífið Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Lífið Hætti að þurfa að ryksuga upp hárin eftir hverja sturtu Lífið samstarf Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Fleiri fréttir Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira