Heilluð af fangelsum Álfrún Pálsdóttir skrifar 1. febrúar 2013 08:00 Þóra Tómasdóttir og Arnar Ásgeirsson fjalla um sköpun fanga í útvarpsþættinum Inni en Bárður R. Jónsson er gestur fyrsta þáttarins. fRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN „Ég hef alltaf verið mjög heilluð af fangelsum," segir Þóra Tómasdóttir, ritstjóri tímaritsins Nýs lífs og umsjónarmaður útvarpsþáttanna Inni ásamt myndlistarmanninum Arnari Ásgeirssyni. Þættirnir Inni fjalla um þá sköpun sem hefur átt sér stað í íslenskum fangelsum gegnum tíðina og vekja þeir athygli á því hvernig fangarnir hafa tjáð sig í listformi á meðan þeir sitja inni. „Við tökum afbrotin og glæpina til hliðar og ræðum um ástandið að vera innilokaður og þörfina fyrir að skapa eitthvað. Það hefur alltaf verið sköpun í fangelsum þó að við höfum kannski lítið vitað af því." Í fyrsta þættinum, sem er í dag klukkan 13, er greint frá sögu Bárðar R. Jónssonar, þýðanda Ríkissjónvarpsins. Hann sat inni á Litla-Hrauni fyrir þrjátíu árum og strauk. Það var upphafið að betrun Bárðar en er hann náðist aftur, eftir nokkurra daga sukk í Reykjavík, var hann settur í einangrun. „Þar gerði hann merkilega uppgötvun og ákvað að snúa við blaðinu. Hann bað um að fá að afplána restina af dómnum í einangrun og fékk þar með næði til að skrifa og skapa. Hann hefur verið edrú í mörg ár og kemur í þáttinn með muni og ljóð sem hann gerði er hann sat inni." Einnig verður fjallað um hljómsveitina Fjötra frá Litla-Hrauni, sem var mynduð í fangelsinu á níunda áratuginum af meðal annars Rúnari Þór Péturssyni tónlistarmanni og Sævari Ciesielski, og verður hlustað á plötu þeirra Rimlarokk. „Í formála plötunnar kemur þessi setning fram „listin dafnar aldrei betur en í einrúmi" en hún fangar hinn rauða þráð þáttanna." Menning Mest lesið „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Lífið Tökur á Disneymynd, óttalaus rotta eða eru allir vinir í Vesturbænum? Lífið Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Lífið Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs Lífið Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Lífið Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Menning Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Lífið Ný svefnlína sem hjálpar þér að sofna, sofa og vakna hress! Lífið samstarf Hætti að þurfa að ryksuga upp hárin eftir hverja sturtu Lífið samstarf Kaupir fjórða húsið við sömu götu Lífið Fleiri fréttir Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira
„Ég hef alltaf verið mjög heilluð af fangelsum," segir Þóra Tómasdóttir, ritstjóri tímaritsins Nýs lífs og umsjónarmaður útvarpsþáttanna Inni ásamt myndlistarmanninum Arnari Ásgeirssyni. Þættirnir Inni fjalla um þá sköpun sem hefur átt sér stað í íslenskum fangelsum gegnum tíðina og vekja þeir athygli á því hvernig fangarnir hafa tjáð sig í listformi á meðan þeir sitja inni. „Við tökum afbrotin og glæpina til hliðar og ræðum um ástandið að vera innilokaður og þörfina fyrir að skapa eitthvað. Það hefur alltaf verið sköpun í fangelsum þó að við höfum kannski lítið vitað af því." Í fyrsta þættinum, sem er í dag klukkan 13, er greint frá sögu Bárðar R. Jónssonar, þýðanda Ríkissjónvarpsins. Hann sat inni á Litla-Hrauni fyrir þrjátíu árum og strauk. Það var upphafið að betrun Bárðar en er hann náðist aftur, eftir nokkurra daga sukk í Reykjavík, var hann settur í einangrun. „Þar gerði hann merkilega uppgötvun og ákvað að snúa við blaðinu. Hann bað um að fá að afplána restina af dómnum í einangrun og fékk þar með næði til að skrifa og skapa. Hann hefur verið edrú í mörg ár og kemur í þáttinn með muni og ljóð sem hann gerði er hann sat inni." Einnig verður fjallað um hljómsveitina Fjötra frá Litla-Hrauni, sem var mynduð í fangelsinu á níunda áratuginum af meðal annars Rúnari Þór Péturssyni tónlistarmanni og Sævari Ciesielski, og verður hlustað á plötu þeirra Rimlarokk. „Í formála plötunnar kemur þessi setning fram „listin dafnar aldrei betur en í einrúmi" en hún fangar hinn rauða þráð þáttanna."
Menning Mest lesið „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Lífið Tökur á Disneymynd, óttalaus rotta eða eru allir vinir í Vesturbænum? Lífið Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Lífið Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs Lífið Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Lífið Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Menning Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Lífið Ný svefnlína sem hjálpar þér að sofna, sofa og vakna hress! Lífið samstarf Hætti að þurfa að ryksuga upp hárin eftir hverja sturtu Lífið samstarf Kaupir fjórða húsið við sömu götu Lífið Fleiri fréttir Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira