Seldi Adam Sandler handrit að bíómynd Álfrún Pálsdóttir skrifar 24. janúar 2013 07:00 Adam Sandler hefur keypt kvikmyndahandrit Gests Vals Svanssonar en samningar voru undirritaðir í gær. Vinnuheiti myndarinnar er The Last Orgasm og er fyrsta kvikmynd Gests í fullri lengd. Fréttablaðið/anton „Það má segja að ég byrji á toppnum enda er þetta draumur að rætast," segir kvikmyndagerðamaðurinn Gestur Valur Svansson sem hefur selt sína fyrstu bíómynd í fullri lengd til Hollywood. Það er enginn annar en gamanleikarinn Adam Sandler sem keypti handritið af Gesti en samningar voru undirritaðir í gær. Myndin ber vinnuheitið The Last Orgasm, en samkvæmt samningum má Gestur ekki tjá sig nánar um söguþráð myndarinnar. Hann náði fyrst sambandi við Sandler fyrir þremur árum. „Til að gera langa sögu stutta þá komst ég yfir tölvupóstfangið hans Sandlers gegnum þriðja aðila árið 2010 og við byrjuðum að standa í tölvupóstsamskiptum," segir Gestur. Hann hitti svo leikarann er hann var í Los Angeles vorið 2010 að heimsækja vin sinn, danska leikarann Casper Christiansen úr Klovn-þáttunum. „Ég fór á fundinn ásamt Casper, en báðir vorum við með þrjár hugmyndir hvor til að kynna fyrir Sandler. Sá fundur gekk ágætlega en honum leist best á eina hugmynd hjá mér sem hann bað mig um að þróa áfram." Gestur þróaði hugmyndina meðfram öðrum verkefnum og fékk svo póst frá Sandler í haust. „Hann spurði hvernig gengi og ég bara dreif mig í að klára og sendi svokallaða handritsbók, eða 15 til 20 blaðsíðna handrit, til hans. Ég fékk viðbrögð um leið þar sem hann var yfir sig hrifinn og bað mig um að koma strax út," segir Gestur sem fór út í byrjun desember þar sem samningar voru teiknaðir upp. Gestur sér sjálfur um að skrifa handritið ásamt einhverjum meðhöfundum frá Hollywood, svo hann mun sitja sveittur við lyklaborðið næstu mánuði. Gestur hefur fengið vinnuaðstöðu hjá Casper í Kaupmannahöfn. „Ég er með svo mikinn athyglisbrest að ég verð að vinna eftir markvissu plani og láta halda mér við efnið. Ég er mjög sáttur við samninginn og mitt hlutfall þó að ég vilji ekki nefna neinar upphæðir. Aðalatriðið er að myndin falli í góðan jarðveg, enda er þetta gríðarlegt tækifæri fyrir mig að komast að í þessum stóra kvikmyndaheimi," segir Gestur. Hann sér þó ekki fyrir sér að setjast að í Hollywood í framhaldinu. „Nei, það er alltof stórt og mikið. Í mesta lagi myndi ég flytja til Danmerkur." Menning Mest lesið „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Lífið Tökur á Disneymynd, óttalaus rotta eða eru allir vinir í Vesturbænum? Lífið Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Lífið Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs Lífið Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Lífið Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Menning Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Lífið Ný svefnlína sem hjálpar þér að sofna, sofa og vakna hress! Lífið samstarf Hætti að þurfa að ryksuga upp hárin eftir hverja sturtu Lífið samstarf Kaupir fjórða húsið við sömu götu Lífið Fleiri fréttir Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira
„Það má segja að ég byrji á toppnum enda er þetta draumur að rætast," segir kvikmyndagerðamaðurinn Gestur Valur Svansson sem hefur selt sína fyrstu bíómynd í fullri lengd til Hollywood. Það er enginn annar en gamanleikarinn Adam Sandler sem keypti handritið af Gesti en samningar voru undirritaðir í gær. Myndin ber vinnuheitið The Last Orgasm, en samkvæmt samningum má Gestur ekki tjá sig nánar um söguþráð myndarinnar. Hann náði fyrst sambandi við Sandler fyrir þremur árum. „Til að gera langa sögu stutta þá komst ég yfir tölvupóstfangið hans Sandlers gegnum þriðja aðila árið 2010 og við byrjuðum að standa í tölvupóstsamskiptum," segir Gestur. Hann hitti svo leikarann er hann var í Los Angeles vorið 2010 að heimsækja vin sinn, danska leikarann Casper Christiansen úr Klovn-þáttunum. „Ég fór á fundinn ásamt Casper, en báðir vorum við með þrjár hugmyndir hvor til að kynna fyrir Sandler. Sá fundur gekk ágætlega en honum leist best á eina hugmynd hjá mér sem hann bað mig um að þróa áfram." Gestur þróaði hugmyndina meðfram öðrum verkefnum og fékk svo póst frá Sandler í haust. „Hann spurði hvernig gengi og ég bara dreif mig í að klára og sendi svokallaða handritsbók, eða 15 til 20 blaðsíðna handrit, til hans. Ég fékk viðbrögð um leið þar sem hann var yfir sig hrifinn og bað mig um að koma strax út," segir Gestur sem fór út í byrjun desember þar sem samningar voru teiknaðir upp. Gestur sér sjálfur um að skrifa handritið ásamt einhverjum meðhöfundum frá Hollywood, svo hann mun sitja sveittur við lyklaborðið næstu mánuði. Gestur hefur fengið vinnuaðstöðu hjá Casper í Kaupmannahöfn. „Ég er með svo mikinn athyglisbrest að ég verð að vinna eftir markvissu plani og láta halda mér við efnið. Ég er mjög sáttur við samninginn og mitt hlutfall þó að ég vilji ekki nefna neinar upphæðir. Aðalatriðið er að myndin falli í góðan jarðveg, enda er þetta gríðarlegt tækifæri fyrir mig að komast að í þessum stóra kvikmyndaheimi," segir Gestur. Hann sér þó ekki fyrir sér að setjast að í Hollywood í framhaldinu. „Nei, það er alltof stórt og mikið. Í mesta lagi myndi ég flytja til Danmerkur."
Menning Mest lesið „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Lífið Tökur á Disneymynd, óttalaus rotta eða eru allir vinir í Vesturbænum? Lífið Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Lífið Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs Lífið Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Lífið Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Menning Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Lífið Ný svefnlína sem hjálpar þér að sofna, sofa og vakna hress! Lífið samstarf Hætti að þurfa að ryksuga upp hárin eftir hverja sturtu Lífið samstarf Kaupir fjórða húsið við sömu götu Lífið Fleiri fréttir Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira