Mjög góðar viðtökur á Sundance Freyr Bjarnason skrifar 22. janúar 2013 07:00 Hafsteinn Gunnar Sigurðsson ásamt Paul Rudd (annar frá vinstri), leikstjóranum David Gordon Green (lengst til hægri) og eins af aðstandendum myndarinnar. Kvikmyndin Prince Avalanche, sem er endurgerð myndarinnar Á annan veg, fékk mjög góðar viðtökur þegar hún var frumsýnd á Sundance-hátíðinni í Utah á sunnudaginn. Mikill áhugi er meðal dreifingaraðila á að sýna myndina víða um heim og uppselt er á allar sýningar hennar á Sundance. Viðstaddir frumsýninguna voru Hafsteinn Gunnar Sigurðsson, leikstjóri Á annan veg, og fjórir íslenskir framleiðendur myndarinnar. Einnig voru þar staddir David Gordon Green, leikstjóri endurgerðarinnar, og Hollywood-stjörnurnar Paul Rudd og Emile Hirsch sem leika aðalhlutverkin. Framleiðendur Prince Avalanche voru einnig viðstaddir sýninguna, þar á meðal Danny McBride, aðalleikari sjónvarpsþáttanna vinsælu Eastbound And Down. Prince Avalanche hefur fengið góða dóma í hinum virtu kvikmyndatímaritum Variety og Hollywood Reporter. Í dómi Variety segir að hin yndislega lágstemmda Á annan veg hafi verið víkkuð út og sé jafnvel enn skemmtilegri í þessari endurgerð. Samleikur Rudd og Hirsch sé góður og myndin sé ánægjuleg karakterstúdía. Blandan af gríni og alvöru ætti að tryggja myndinni góða dóma og þá aðsókn sem hún á skilið. Í Hollywood Reporter segir að leikstjórinn David Gordon Green hafi tekið sér hlé frá stærri verkefnum og snúið aftur í ræturnar með þessari afar vel gerðu mynd um skrítið tvíeyki sem veltir fyrir sér ýmsum tilvistarlegum spurningum. Menning Mest lesið Pamela slær á sögusagnirnar Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Blondie verður stjarnan á RIFF um helgina Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Lífið Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Lífið Hætti að þurfa að ryksuga upp hárin eftir hverja sturtu Lífið samstarf Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Fleiri fréttir Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira
Kvikmyndin Prince Avalanche, sem er endurgerð myndarinnar Á annan veg, fékk mjög góðar viðtökur þegar hún var frumsýnd á Sundance-hátíðinni í Utah á sunnudaginn. Mikill áhugi er meðal dreifingaraðila á að sýna myndina víða um heim og uppselt er á allar sýningar hennar á Sundance. Viðstaddir frumsýninguna voru Hafsteinn Gunnar Sigurðsson, leikstjóri Á annan veg, og fjórir íslenskir framleiðendur myndarinnar. Einnig voru þar staddir David Gordon Green, leikstjóri endurgerðarinnar, og Hollywood-stjörnurnar Paul Rudd og Emile Hirsch sem leika aðalhlutverkin. Framleiðendur Prince Avalanche voru einnig viðstaddir sýninguna, þar á meðal Danny McBride, aðalleikari sjónvarpsþáttanna vinsælu Eastbound And Down. Prince Avalanche hefur fengið góða dóma í hinum virtu kvikmyndatímaritum Variety og Hollywood Reporter. Í dómi Variety segir að hin yndislega lágstemmda Á annan veg hafi verið víkkuð út og sé jafnvel enn skemmtilegri í þessari endurgerð. Samleikur Rudd og Hirsch sé góður og myndin sé ánægjuleg karakterstúdía. Blandan af gríni og alvöru ætti að tryggja myndinni góða dóma og þá aðsókn sem hún á skilið. Í Hollywood Reporter segir að leikstjórinn David Gordon Green hafi tekið sér hlé frá stærri verkefnum og snúið aftur í ræturnar með þessari afar vel gerðu mynd um skrítið tvíeyki sem veltir fyrir sér ýmsum tilvistarlegum spurningum.
Menning Mest lesið Pamela slær á sögusagnirnar Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Blondie verður stjarnan á RIFF um helgina Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Lífið Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Lífið Hætti að þurfa að ryksuga upp hárin eftir hverja sturtu Lífið samstarf Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Fleiri fréttir Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira