Keppa í snjóskúlptúrakeppni í BNA Sara McMahon skrifar 10. janúar 2013 16:00 Hálfdan Pedersen og Sara Jónsdóttir Fréttablaðið/GVA Hálfdan Pedersen og Sara Jónsdóttir eru meðlimir í Snjóhöggvurum Íslands. Þrátt fyrir litla reynslu munu þau taka þátt í snjóskúlptúrakeppni í Colorado. „Síðla sumars á síðasta ári var ég að fljúga frá Ísafirði til Reykjavíkur og var að fletta í gegnum blaðið Ský þegar ég rek augun í litla klausu þar sem verið er að kynna keppnina. Í lok hennar voru áhugasamir hvattir til að sækja um með því að senda tölvupóst. Ég tók mynd af klausunni og nefndi við Söru hvort við ættum ekki að sækja um í gríni," segir Hálfdan Pedersen, leikmynda- og innanhússhönnuður, sem keppir í International Snow Sculpture Championship í Colorado í lok mánaðarins. Hann er hluti af fyrsta snjóhöggvaraliði landsins, Snjóhöggvarar Íslands, ásamt Söru Jónsdóttur framleiðanda, Jóhönnu Friðriku leikkonu, Stefáni Melsteð kokki og Helenu Jónsdóttur sálfræðingi. Eftir að hafa séð auglýsinguna sendi Hálfdan fyrirspurn á skipuleggjendur hátíðarinnar þar sem hann kynnti sig og hópinn og spurði hvaða hæfniskröfur þeir gerðu til keppenda. „Þeir skrifuðu til baka og sögðust endilega vilja fá íslenskt lið í keppnina. Við sendum síðan inn skriflega umsókn ásamt skissu af verki," segir Hálfdan. Sextán lið frá jafnmörgum löndum taka þátt í keppninni sem gengur út á að skapa listaverk úr snjóklumpi sem er rúmir þrír metrar að hæð og vegur tuttugu tonn. Sum liðanna búa yfir mikilli reynslu og segja Sara og Hálfdán að það bæði hvetji þau áfram og dragi úr þeim mátt. „Sum verkanna eru hrikalega falleg og flókin en svo eru önnur einfaldari. Við erum að stinga okkur í djúpu laugina með hausinn fyrst, en þetta verður rosalega gaman," segir Hálfdan. Sara bætir við: „Annaðhvort vinnum við, eða töpum með „stæl"." Hægt er að nálgast nánari upplýsingar um hópinn og keppnina hér. Menning Mest lesið „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Lífið Tökur á Disneymynd, óttalaus rotta eða eru allir vinir í Vesturbænum? Lífið Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Lífið Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs Lífið Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Lífið Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Menning Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Lífið Ný svefnlína sem hjálpar þér að sofna, sofa og vakna hress! Lífið samstarf Hætti að þurfa að ryksuga upp hárin eftir hverja sturtu Lífið samstarf Kaupir fjórða húsið við sömu götu Lífið Fleiri fréttir Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira
Hálfdan Pedersen og Sara Jónsdóttir eru meðlimir í Snjóhöggvurum Íslands. Þrátt fyrir litla reynslu munu þau taka þátt í snjóskúlptúrakeppni í Colorado. „Síðla sumars á síðasta ári var ég að fljúga frá Ísafirði til Reykjavíkur og var að fletta í gegnum blaðið Ský þegar ég rek augun í litla klausu þar sem verið er að kynna keppnina. Í lok hennar voru áhugasamir hvattir til að sækja um með því að senda tölvupóst. Ég tók mynd af klausunni og nefndi við Söru hvort við ættum ekki að sækja um í gríni," segir Hálfdan Pedersen, leikmynda- og innanhússhönnuður, sem keppir í International Snow Sculpture Championship í Colorado í lok mánaðarins. Hann er hluti af fyrsta snjóhöggvaraliði landsins, Snjóhöggvarar Íslands, ásamt Söru Jónsdóttur framleiðanda, Jóhönnu Friðriku leikkonu, Stefáni Melsteð kokki og Helenu Jónsdóttur sálfræðingi. Eftir að hafa séð auglýsinguna sendi Hálfdan fyrirspurn á skipuleggjendur hátíðarinnar þar sem hann kynnti sig og hópinn og spurði hvaða hæfniskröfur þeir gerðu til keppenda. „Þeir skrifuðu til baka og sögðust endilega vilja fá íslenskt lið í keppnina. Við sendum síðan inn skriflega umsókn ásamt skissu af verki," segir Hálfdan. Sextán lið frá jafnmörgum löndum taka þátt í keppninni sem gengur út á að skapa listaverk úr snjóklumpi sem er rúmir þrír metrar að hæð og vegur tuttugu tonn. Sum liðanna búa yfir mikilli reynslu og segja Sara og Hálfdán að það bæði hvetji þau áfram og dragi úr þeim mátt. „Sum verkanna eru hrikalega falleg og flókin en svo eru önnur einfaldari. Við erum að stinga okkur í djúpu laugina með hausinn fyrst, en þetta verður rosalega gaman," segir Hálfdan. Sara bætir við: „Annaðhvort vinnum við, eða töpum með „stæl"." Hægt er að nálgast nánari upplýsingar um hópinn og keppnina hér.
Menning Mest lesið „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Lífið Tökur á Disneymynd, óttalaus rotta eða eru allir vinir í Vesturbænum? Lífið Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Lífið Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs Lífið Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Lífið Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Menning Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Lífið Ný svefnlína sem hjálpar þér að sofna, sofa og vakna hress! Lífið samstarf Hætti að þurfa að ryksuga upp hárin eftir hverja sturtu Lífið samstarf Kaupir fjórða húsið við sömu götu Lífið Fleiri fréttir Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira