Flókið að leita réttar síns út fyrir landsteinana 5. janúar 2013 08:00 Harpa Fönn Sigurjónsdóttir „Mál á borð við þetta eru að verða algengari og algengari núna,“ segir Harpa Fönn Sigurjónsdóttir, lögfræðingur hagsmunasamtakana Myndstef sem sjá meðal annars um að standa vörð um höfundarétt. Harpa segir þau daglega standa í málum á borð við þetta innanlands en sjaldgæfara sé hins vegar að málin séu alþjóðleg. „Við erum í bandalagi með höfundaréttarsamtökum í hinum Norðurlöndunum en lengra nær það ekki því miður. Það er miklu flóknara að leita réttar síns út fyrir landsteinana,“ segir Harpa og nefnir þá sérstaklega Bandaríkin eins og í tilfelli máls Katrínar. „Það sem við gerum er að aðstoða við að hafa samband við höfundaréttarsamtök í viðkomandi landi. Í Bandaríkjunum er annað réttarkerfi og það getur því verið bæði langt og flókið ferli. Það gæti jafnvel þurft að ráða sér bandarískan lögfræðing sem getur verið ansi kostnaðarsamt.“ Harpa segist þó ekki vilja draga úr því að fólk leiti réttar síns þrátt fyrir að það reynist stundum flókið mál. „Það verður að koma í veg fyrir ólögmæta notkun á efni með því að bregðast við. Í þeim tilvikum þegar um er að ræða augljósan fjárhagslegan tilgang á því að hagnast á verkum myndhöfunda er það alvarlegt brot.“ Mest lesið Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Lífið Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Fleiri fréttir Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Laufey glæsileg í 400 þúsund króna kjól Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Lítið um litadýrð en glamúrinn í hávegum hafður Kynntust í Mílanó og urðu sálarsystur í tískunni Nærfatamódelin sneru aftur eftir sex ára hlé Heitustu skvísur landsins skáluðu fyrir Ástrós Skelltu sér í rússíbana með James Franco á tískusýningu ársins Hvernig náum við fram okkar bestu andlitsdráttum? „Mér leið eins og alvöru prinsessu“ Sjá meira
„Mál á borð við þetta eru að verða algengari og algengari núna,“ segir Harpa Fönn Sigurjónsdóttir, lögfræðingur hagsmunasamtakana Myndstef sem sjá meðal annars um að standa vörð um höfundarétt. Harpa segir þau daglega standa í málum á borð við þetta innanlands en sjaldgæfara sé hins vegar að málin séu alþjóðleg. „Við erum í bandalagi með höfundaréttarsamtökum í hinum Norðurlöndunum en lengra nær það ekki því miður. Það er miklu flóknara að leita réttar síns út fyrir landsteinana,“ segir Harpa og nefnir þá sérstaklega Bandaríkin eins og í tilfelli máls Katrínar. „Það sem við gerum er að aðstoða við að hafa samband við höfundaréttarsamtök í viðkomandi landi. Í Bandaríkjunum er annað réttarkerfi og það getur því verið bæði langt og flókið ferli. Það gæti jafnvel þurft að ráða sér bandarískan lögfræðing sem getur verið ansi kostnaðarsamt.“ Harpa segist þó ekki vilja draga úr því að fólk leiti réttar síns þrátt fyrir að það reynist stundum flókið mál. „Það verður að koma í veg fyrir ólögmæta notkun á efni með því að bregðast við. Í þeim tilvikum þegar um er að ræða augljósan fjárhagslegan tilgang á því að hagnast á verkum myndhöfunda er það alvarlegt brot.“
Mest lesið Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Lífið Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Fleiri fréttir Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Laufey glæsileg í 400 þúsund króna kjól Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Lítið um litadýrð en glamúrinn í hávegum hafður Kynntust í Mílanó og urðu sálarsystur í tískunni Nærfatamódelin sneru aftur eftir sex ára hlé Heitustu skvísur landsins skáluðu fyrir Ástrós Skelltu sér í rússíbana með James Franco á tískusýningu ársins Hvernig náum við fram okkar bestu andlitsdráttum? „Mér leið eins og alvöru prinsessu“ Sjá meira