Óstaðfest hvort Friðrik fór til Paragvæ Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar 30. desember 2013 19:32 Íslenska lögreglan fékk í dag send öll gögn sem liggja fyrir hjá Interpol í Paragvæ um hvarf Friðriks Kristjánssonar, þrítugs manns sem ekkert hefur spurst til síðan í apríl. Bróðir Friðriks segir hvarfið hafa haft djúpstæð áhrif á fjölskylduna. Óljóst hvar hann hvarf Fréttastofa ræddi í dag við Moniku Costa, yfirmann rannsóknardeildar Interpol í Paragvæ. Hún segir að lögreglan vinni í málinu en ekki sé hægt að staðfesta hvort Friðrik hafi farið til Brasilíu og síðan til Paragvæ þar sem landamæraeftirlitið getur ekki staðfest ferðir þeirra. Það sé því óljóst hvar hann hvarf. Öll gögn í málinu send til Íslands Monika segir að Interpol hafi í morgun sent lögreglunni á Íslandi öll gögn í máli Friðriks. Karl Steinar Valsson, yfirmaður fíkniefnadeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, hefur haft mál Friðriks á sínum snærum og fór til Paragvæ í sumar til þess að reyna afla upplýsinga um hvarfið. Karl sagði í samtali við fréttastofu í gær að íslenska lögreglan hefði lagt sig alla fram við að fá upplýsingar um málið en að ferðin hafi lítinn árangur borið. Jólin erfið fyrir fjölskylduna Bróðir Friðriks, Kristján Einar Kristjánsson, segir fjölskylduna hafa þungar áhyggjur af afdrifum Friðriks. Þau hafa lýst eftir honum með margvíslegum hætti og vinnur fjölskyldan náið með lögreglunni. Kristján segir jólin hafa verið erfið. Fjölskyldan mun þó að gera allt sem í þeirra valdi stendur til að halda leitinni áfram á nýju ári. „Við höldum í vonina um að fá einhverjar góðar fréttir. Maður hættir aldrei að leita að fjölskyldumeðlim," segir Kristján. Hvarf Friðriks Kristjánssonar Mest lesið Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Dularfull brotlending nærri Area 51 Erlent Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Innlent „Minnir á saltveðrið mikla“ Innlent Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Innlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent Fleiri fréttir Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir fimmtán ára stúlku Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega Sjá meira
Íslenska lögreglan fékk í dag send öll gögn sem liggja fyrir hjá Interpol í Paragvæ um hvarf Friðriks Kristjánssonar, þrítugs manns sem ekkert hefur spurst til síðan í apríl. Bróðir Friðriks segir hvarfið hafa haft djúpstæð áhrif á fjölskylduna. Óljóst hvar hann hvarf Fréttastofa ræddi í dag við Moniku Costa, yfirmann rannsóknardeildar Interpol í Paragvæ. Hún segir að lögreglan vinni í málinu en ekki sé hægt að staðfesta hvort Friðrik hafi farið til Brasilíu og síðan til Paragvæ þar sem landamæraeftirlitið getur ekki staðfest ferðir þeirra. Það sé því óljóst hvar hann hvarf. Öll gögn í málinu send til Íslands Monika segir að Interpol hafi í morgun sent lögreglunni á Íslandi öll gögn í máli Friðriks. Karl Steinar Valsson, yfirmaður fíkniefnadeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, hefur haft mál Friðriks á sínum snærum og fór til Paragvæ í sumar til þess að reyna afla upplýsinga um hvarfið. Karl sagði í samtali við fréttastofu í gær að íslenska lögreglan hefði lagt sig alla fram við að fá upplýsingar um málið en að ferðin hafi lítinn árangur borið. Jólin erfið fyrir fjölskylduna Bróðir Friðriks, Kristján Einar Kristjánsson, segir fjölskylduna hafa þungar áhyggjur af afdrifum Friðriks. Þau hafa lýst eftir honum með margvíslegum hætti og vinnur fjölskyldan náið með lögreglunni. Kristján segir jólin hafa verið erfið. Fjölskyldan mun þó að gera allt sem í þeirra valdi stendur til að halda leitinni áfram á nýju ári. „Við höldum í vonina um að fá einhverjar góðar fréttir. Maður hættir aldrei að leita að fjölskyldumeðlim," segir Kristján.
Hvarf Friðriks Kristjánssonar Mest lesið Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Dularfull brotlending nærri Area 51 Erlent Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Innlent „Minnir á saltveðrið mikla“ Innlent Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Innlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent Fleiri fréttir Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir fimmtán ára stúlku Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega Sjá meira