Fótbolti

Þýska úrvalsdeildin jafnvel sú besta í heiminum

Franck Ribery.
Franck Ribery.
Forráðamenn þýska félagsins Bayern München eru ekki þekktir fyrir að spara stóru orðin nú hefur leikmaður liðsins, Franck Ribery, einnig komið með sterka fullyrðingu.

Þýsku félögin Bayern og Dortmund hafa átt góðu gengi að fagna í Evrópukeppnum síðustu ár og mættust í úrslitaleik Meistaradeildarinnar.

"Gæði þýsku deildarinnar hafa aukist mikið síðustu ár. Bundesligan er klárlega ein besta deild heims ef ekki sú allra besta," sagði Ribery kokhraustur.

"Lítið bara á Eintracht Frankfurt sem var að vinna Bordeux í Evrópudeildinni. Frankfurt er í 16. sæti í Bundesligunni. Þetta sýnir og sannar hversu sterk deildin er hjá okkur og lið þaðan eru yfirburðalið í Evrópudeildinni."

Á lista UEFA yfir sterkustu deildarnar er Bundesligan í þriðja sæti á eftir spænsku og ensku úrvalsdeildunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×