Þegar George Weah skaut Val út úr Evrópu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 17. desember 2013 12:45 Nordicphotos/AFP Valsmenn veittu frönsku meisturunum í AS Monaco svo sannarlega verðuga keppni í 1. umferð Evrópukeppni Meistaraliða árið 1988. Valsmenn höfðu á að skipa frábæru liði og gerðu sér lítið fyrir og unnu 1-0 sigur í fyrri leiknum á Laugardalsvelli. Atli Eðvaldsson, sem lék sem afturliggjandi framherji í leiknum, skoraði sigurmarkið á 56. mínútu eftir fyrirgjöf frá Val Valssyni. „Heppnin var með okkur,“ sagði Arsene Wenger, þjálfari Monaco, sem þótti sitt lið sleppa vel frá Laugardalsvelli með eins marks tap. Enski landsliðsmaðurinn Glenn Hoddle sagði Valsliðið hafa minnt sig á lið Wimbledon á Englandi. „Við hefðum samt vel getað tapað 3-0,“ sagði Hoddle um Valsliðið sem þótti sitt lið sleppa vel frá Laugardalsvelli með eins marks tap. Enski landsliðsmaðurinn Glenn Hoddle sagði Valsliðið hafa minnt sig á lið Wimbledon á Englandi. Meðal leikmanna Monaco í leiknum voru frönsku landsliðsmennirnir Manuel Amoros, Patrick Battiston auk Hoddle og þekkts framherja sem átti eftir að gera gæfumuninn fyrir franska liðið í síðari leiknum. Í síðari leiknum í Frakklandi var það markvörður Valsmanna, Guðmundur H. Baldursson, sem varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark á 15. mínútu. Guðmundi mistókst að grípa hornspyrnu, reyndi svo að spyrna knettinum frá en ekki vildi betur til en svo að boltinn fór af stönginni og í netið. Sigurmarkið var þó af dýrari gerðinni. Líberíumaður nokkur að nafni George Weah tók þá boltann niður af mikilli snilld við miðjuhringinn. Skipti engum toga heldur hljóp hann rakleiðis í átt að marki og lét svo vaða af löngu færi. Í markhorninu hafnaði boltinn með þvílíkum krafti að Guðmundur í markinu átti ekki möguleika. „Ég lék á tvo menn og leit þá upp og sá möguleikann á að skjóta. Ég hitti boltann vel og það er reglulega gaman að skora svona mark. Vörn Vals er erfið viðureignar og vel skipulögð,“ sagði Weah í leikslok. Valsmenn féllu því úr leik 2-1 samanlagt. Markið frá Weah má sjá í stuttri samantekt úr leiknum hér að ofan. Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Fótbolti Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Handbolti LIV-stjörnur þekkjast ekki boð PGA-manna Golf Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu Fótbolti Fleiri fréttir Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Sjá meira
Valsmenn veittu frönsku meisturunum í AS Monaco svo sannarlega verðuga keppni í 1. umferð Evrópukeppni Meistaraliða árið 1988. Valsmenn höfðu á að skipa frábæru liði og gerðu sér lítið fyrir og unnu 1-0 sigur í fyrri leiknum á Laugardalsvelli. Atli Eðvaldsson, sem lék sem afturliggjandi framherji í leiknum, skoraði sigurmarkið á 56. mínútu eftir fyrirgjöf frá Val Valssyni. „Heppnin var með okkur,“ sagði Arsene Wenger, þjálfari Monaco, sem þótti sitt lið sleppa vel frá Laugardalsvelli með eins marks tap. Enski landsliðsmaðurinn Glenn Hoddle sagði Valsliðið hafa minnt sig á lið Wimbledon á Englandi. „Við hefðum samt vel getað tapað 3-0,“ sagði Hoddle um Valsliðið sem þótti sitt lið sleppa vel frá Laugardalsvelli með eins marks tap. Enski landsliðsmaðurinn Glenn Hoddle sagði Valsliðið hafa minnt sig á lið Wimbledon á Englandi. Meðal leikmanna Monaco í leiknum voru frönsku landsliðsmennirnir Manuel Amoros, Patrick Battiston auk Hoddle og þekkts framherja sem átti eftir að gera gæfumuninn fyrir franska liðið í síðari leiknum. Í síðari leiknum í Frakklandi var það markvörður Valsmanna, Guðmundur H. Baldursson, sem varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark á 15. mínútu. Guðmundi mistókst að grípa hornspyrnu, reyndi svo að spyrna knettinum frá en ekki vildi betur til en svo að boltinn fór af stönginni og í netið. Sigurmarkið var þó af dýrari gerðinni. Líberíumaður nokkur að nafni George Weah tók þá boltann niður af mikilli snilld við miðjuhringinn. Skipti engum toga heldur hljóp hann rakleiðis í átt að marki og lét svo vaða af löngu færi. Í markhorninu hafnaði boltinn með þvílíkum krafti að Guðmundur í markinu átti ekki möguleika. „Ég lék á tvo menn og leit þá upp og sá möguleikann á að skjóta. Ég hitti boltann vel og það er reglulega gaman að skora svona mark. Vörn Vals er erfið viðureignar og vel skipulögð,“ sagði Weah í leikslok. Valsmenn féllu því úr leik 2-1 samanlagt. Markið frá Weah má sjá í stuttri samantekt úr leiknum hér að ofan.
Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Fótbolti Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Handbolti LIV-stjörnur þekkjast ekki boð PGA-manna Golf Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu Fótbolti Fleiri fréttir Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Sjá meira