Forstjóri Vodafone: Fyrirtækið rúið trausti Jón Júlíus Karlsson skrifar 1. desember 2013 20:00 Fyrirtækið er rúið trausti, segir forstjóri Vodafone. Hann segir mistök hafa valdið því að viðkvæm gögn um viðskiptavini Vodafone hafi verið geymd lengur en lög geri ráð fyrir. Starfsmenn Vodafone fengu upplýsingar um leka persónuupplýsinga viðskiptavina frá fjölmiðlamönnum. Vodafone hélt blaðamannafund síðdegis í dag vegna innbrots á vefsíðu fyrirtækisins aðfaranótt laugardags. Um 80 þúsund sms-skeyti sem send voru af heimasíðu Vodafone voru meðal þeirra gagna sem tölvuhakkari frá Tyrklandi náði að hrifsa af síðunni og einnig upplýsingar um lykilorð viðskiptavina sem voru ódulkóðuð. Margir hafa aðgang að þessum skjölum en á síðunni Deildu.net hafa nærri einstaklingar hlaðið gögnunum niður. Ómar Svavarsson, forstjóri Vodafone, viðurkennir að fyrirtækið hafi brotið lög með að geyma gögn í lengri tíma en sex mánuði. „Þetta er mikill áfellisdómur fyrir félagið sem byggir á trausti. Við höfum upplýst Póst- og fjarskiptastofnun og framhaldið kemur svo í ljós. Þetta eru mistök af okkar hálfu og okkur þykir það leitt. Við búumst við að Póst- og fjarskiptastofnun og eftirlitsaðiliar muni óska eftir skýringum,“ segir Ómar. Forstjórinn neitar að fyrirtækið hafi reynt að fela málið. Fyrirtækið sendi frá sér yfirlýsingu á laugardagsmorgun þar sem fullyrt var að hakkarinn hefði ekki yfir gögn með persónupplýsingum viðskiptavina. Annað kom á daginn. Ómar heldur því fram að fjölmiðlamenn bent þeim á lekann skömmu fyrir hádegi. „Það er ekki fyrr en fjölmiðlamenn og aðilar á markaði fara að senda okkur upplýsingar að við áttum okkur á alvarleika málsins. Þá verður okkur ljóst að það er búið að stela gögnum,“ segir Ómar. Margir viðskiptavinir eru reiðir vegna málsins. „Við höfum fengið uppsagnir og ákveðinn hópur er okkur reiður og ég skil það. Vinnan sem er framundan hjá mér og mínu teymi er að ávinna okkur traust á ný.“ Vodafone-innbrotið Mest lesið Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Innlent Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Innlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Erlent Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Erlent Fleiri fréttir Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Sjá meira
Fyrirtækið er rúið trausti, segir forstjóri Vodafone. Hann segir mistök hafa valdið því að viðkvæm gögn um viðskiptavini Vodafone hafi verið geymd lengur en lög geri ráð fyrir. Starfsmenn Vodafone fengu upplýsingar um leka persónuupplýsinga viðskiptavina frá fjölmiðlamönnum. Vodafone hélt blaðamannafund síðdegis í dag vegna innbrots á vefsíðu fyrirtækisins aðfaranótt laugardags. Um 80 þúsund sms-skeyti sem send voru af heimasíðu Vodafone voru meðal þeirra gagna sem tölvuhakkari frá Tyrklandi náði að hrifsa af síðunni og einnig upplýsingar um lykilorð viðskiptavina sem voru ódulkóðuð. Margir hafa aðgang að þessum skjölum en á síðunni Deildu.net hafa nærri einstaklingar hlaðið gögnunum niður. Ómar Svavarsson, forstjóri Vodafone, viðurkennir að fyrirtækið hafi brotið lög með að geyma gögn í lengri tíma en sex mánuði. „Þetta er mikill áfellisdómur fyrir félagið sem byggir á trausti. Við höfum upplýst Póst- og fjarskiptastofnun og framhaldið kemur svo í ljós. Þetta eru mistök af okkar hálfu og okkur þykir það leitt. Við búumst við að Póst- og fjarskiptastofnun og eftirlitsaðiliar muni óska eftir skýringum,“ segir Ómar. Forstjórinn neitar að fyrirtækið hafi reynt að fela málið. Fyrirtækið sendi frá sér yfirlýsingu á laugardagsmorgun þar sem fullyrt var að hakkarinn hefði ekki yfir gögn með persónupplýsingum viðskiptavina. Annað kom á daginn. Ómar heldur því fram að fjölmiðlamenn bent þeim á lekann skömmu fyrir hádegi. „Það er ekki fyrr en fjölmiðlamenn og aðilar á markaði fara að senda okkur upplýsingar að við áttum okkur á alvarleika málsins. Þá verður okkur ljóst að það er búið að stela gögnum,“ segir Ómar. Margir viðskiptavinir eru reiðir vegna málsins. „Við höfum fengið uppsagnir og ákveðinn hópur er okkur reiður og ég skil það. Vinnan sem er framundan hjá mér og mínu teymi er að ávinna okkur traust á ný.“
Vodafone-innbrotið Mest lesið Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Innlent Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Innlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Erlent Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Erlent Fleiri fréttir Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Sjá meira