„Það er skrýtið að þú fáir þessar upplýsingar en ekki ég“ Kristján Hjálmarsson skrifar 22. nóvember 2013 13:56 Ingimar Baldvinsson hjá Hólaborg. „Það er skrýtið að þú fáir þessar upplýsingar en ekki ég,“ segir Ingimar Baldvinsson, eigandi sjúkra- og þjálfunarmiðstöðvarinnar að Hólaborg á Suðurlandi. Matvælastofnun sendi frá sér tilkynningu rétt í þessu um að stofnunin hefði gert ráðstafanir til að bregðast við útbreiðslu á mögulegu smiti frá hestaþjálfunarstöð á Suðurlandi. Erlendur dýralæknir, sem starfar líka sem járningamaður, hefði komið til landsins með notuð járningaáhöld, svuntu og vinnuskó og notað við sjúkrajárningar. Í tilkynningunni fylgir hlekkur á frétt af Eiðfaxa þar sem sagt er frá Steven O´Grady, dýralæknis og járningamanni, sem kom hingað til lands til að hlúa að verðlaunahestinum Blysfara sem hefur verið meiddur á hófa. Í tilkynningunni frá Matvælastofnun segir að héraðsdýralæknir hafi strax kannað hvort ábendingin ætti við rök að styðjast og svo hafi reynst vera. Dýralæknirinn hafi verið farinn af landi brott með sín áhöld. „Að flytja inn notuð áhöld og búnað er alvarlegt brot gegn íslenskum lögum um dýrasjúkdóma og varnir gegn þeim. Stofnunin hefur þegar skrifað hlutaðeigandi aðilum bréf og gert þeim grein fyrir alvarleika málsins,“ segir í tilkynningu frá Matvælastofnun. Jafnframt kemur þar fram að ráðstafanir hafi verið gerða til að hindra útbreiðslu á mögulegu smiti. „Flutningur hrossa frá þjálfunarstöðinni, þar sem áhöldin voru notuð, hefur verið takmarkaður. Allir hestar sem þar eru, hafa verið settir undir aukið eftirlit og kröfur gerðar um sérstakar smitvarnir. Enginn hestur má fara frá þjálfunarstöðinni án samþykkis héraðsdýralæknis og gildir sú ráðstöfun í a.m.k. fjórar vikur eða þar til hægt er með nokkurri vissu að álíta að smit hafi ekki borist í hesta á þjálfunarstöðinni,“ segir í tilkynningunni. Ingimar Baldvinsson, eigandi þjálfunarstöðvarinnar að Hólaborg, kannast við að Grady hafi komið hingað til lands til að kíkja á Blysfara. Hann hafi komið á vegum eiganda Blysfara, Daniel J. Slott sem hafi meðal annars markaðssett íslenska hestinn í Bandaríkjunum. Ingimar kannast hins vegar ekki við að gripið hafi verið til þeirra ráðstafana sem Matvælastofnun tiltekur í tilkynningu sinni, þ.e. að flutningur hrossa frá stöðinni hafi verið takmarkaður og að hestarnir séu undir auknu eftirliti. „Þeir eru augljóslega komnir í aðgerðir sem ég hef ekki fengið að vita um. Það er einhver að reyna að koma höggi á mig,“ segir Ingimar. „Það er ekki búið að takmarka flutninga frá þjálfunarstöðinni enda engin ástæða til.“ Ingimari var augljóslega brugðið í samtali við Vísi en sagðist ætla að hringja í Matvælastofnun og fá nánari upplýsingar. Spurður hvort einhverjir hestar hefðu verið fluttir frá Hólaborg frá því að Grady kom í heimsókn sagði hann svo ekki vera. „Það hafa engin hross verið flutt héðan - hvorki komið né farið," segir Ingimar. Hestar Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Erlent Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Erlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Fleiri fréttir Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Svona var haldið upp á fimmtíu ára afmæli kvennafrídagsins Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Sjá meira
„Það er skrýtið að þú fáir þessar upplýsingar en ekki ég,“ segir Ingimar Baldvinsson, eigandi sjúkra- og þjálfunarmiðstöðvarinnar að Hólaborg á Suðurlandi. Matvælastofnun sendi frá sér tilkynningu rétt í þessu um að stofnunin hefði gert ráðstafanir til að bregðast við útbreiðslu á mögulegu smiti frá hestaþjálfunarstöð á Suðurlandi. Erlendur dýralæknir, sem starfar líka sem járningamaður, hefði komið til landsins með notuð járningaáhöld, svuntu og vinnuskó og notað við sjúkrajárningar. Í tilkynningunni fylgir hlekkur á frétt af Eiðfaxa þar sem sagt er frá Steven O´Grady, dýralæknis og járningamanni, sem kom hingað til lands til að hlúa að verðlaunahestinum Blysfara sem hefur verið meiddur á hófa. Í tilkynningunni frá Matvælastofnun segir að héraðsdýralæknir hafi strax kannað hvort ábendingin ætti við rök að styðjast og svo hafi reynst vera. Dýralæknirinn hafi verið farinn af landi brott með sín áhöld. „Að flytja inn notuð áhöld og búnað er alvarlegt brot gegn íslenskum lögum um dýrasjúkdóma og varnir gegn þeim. Stofnunin hefur þegar skrifað hlutaðeigandi aðilum bréf og gert þeim grein fyrir alvarleika málsins,“ segir í tilkynningu frá Matvælastofnun. Jafnframt kemur þar fram að ráðstafanir hafi verið gerða til að hindra útbreiðslu á mögulegu smiti. „Flutningur hrossa frá þjálfunarstöðinni, þar sem áhöldin voru notuð, hefur verið takmarkaður. Allir hestar sem þar eru, hafa verið settir undir aukið eftirlit og kröfur gerðar um sérstakar smitvarnir. Enginn hestur má fara frá þjálfunarstöðinni án samþykkis héraðsdýralæknis og gildir sú ráðstöfun í a.m.k. fjórar vikur eða þar til hægt er með nokkurri vissu að álíta að smit hafi ekki borist í hesta á þjálfunarstöðinni,“ segir í tilkynningunni. Ingimar Baldvinsson, eigandi þjálfunarstöðvarinnar að Hólaborg, kannast við að Grady hafi komið hingað til lands til að kíkja á Blysfara. Hann hafi komið á vegum eiganda Blysfara, Daniel J. Slott sem hafi meðal annars markaðssett íslenska hestinn í Bandaríkjunum. Ingimar kannast hins vegar ekki við að gripið hafi verið til þeirra ráðstafana sem Matvælastofnun tiltekur í tilkynningu sinni, þ.e. að flutningur hrossa frá stöðinni hafi verið takmarkaður og að hestarnir séu undir auknu eftirliti. „Þeir eru augljóslega komnir í aðgerðir sem ég hef ekki fengið að vita um. Það er einhver að reyna að koma höggi á mig,“ segir Ingimar. „Það er ekki búið að takmarka flutninga frá þjálfunarstöðinni enda engin ástæða til.“ Ingimari var augljóslega brugðið í samtali við Vísi en sagðist ætla að hringja í Matvælastofnun og fá nánari upplýsingar. Spurður hvort einhverjir hestar hefðu verið fluttir frá Hólaborg frá því að Grady kom í heimsókn sagði hann svo ekki vera. „Það hafa engin hross verið flutt héðan - hvorki komið né farið," segir Ingimar.
Hestar Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Erlent Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Erlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Fleiri fréttir Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Svona var haldið upp á fimmtíu ára afmæli kvennafrídagsins Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Sjá meira