Bíó og sjónvarp

Fyrsta sýnishornið úr Noah

Russell Crowe leikur aðahlutverkið í myndinni.
Russell Crowe leikur aðahlutverkið í myndinni.
Hér er hægt að bera augum fyrstu stikluna úr kvikmyndinni Noah, sem er nýjasta myndin úr smiðju leikstjórans Darren Aronofsky. Hann hefur áður leikstýrt myndum á borð við The Fountain og Requiem for a Dream.

Myndin var tekin upp að hluta til hér á landi, þarsíðasta sumar, en hún skartar leikurum á borð við Emmu Watson, Russell Crowe, Jennifer Connelly og Anthony Hopkins. Myndin er byggð á sögunni um Örkina hans Nóa.

Mikil leynd ríkti yfir verkefninu hér á landi, en framleiðslufyrirtækið True North aðstoðaði við tökur myndarinnar og fjöldi Íslendinga starfaði við tökurnar.

Þannig skrifuðu hátt í fjögur hundruð manns hér á landi undir samning um þagmælsku fyrir tökurnar á Noah.


Sýnishornið fylgir hér að neðan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×