Eiður Smári táraðist í sjónvarpsviðtali: Minn síðasti landsleikur Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. nóvember 2013 21:33 Eiður Smári Guðjohnsen. Mynd/Daníel Eiður Smári Guðjohnsen táraðist í viðtali í útsendingu sjónvarpsins eftir tapleikinn á móti Króatíu. Hann tilkynnti síðan í lok viðtalsins að hann hafi líklega spilað sinn síðasta landsleiks í Zagreb í kvöld. „Í heildina lítið, því miður, náðum við ekki að spila nógu vel í kvöld. Vorum ragir framan af að taka boltann niður og spila á milli. mikið af háum boltum fram sem við náðum ekki að vinna. Spilaðist ekki nægilega vel, alla vega ekki eins og við ætluðum okkur," sagði Eiður Smári í viðtali við Hauk Harðarson, íþróttafréttamann hjá Sjónvarpinu. „Svo kemur rauða spjaldið og við náum að halda ró okkar fram að hálfleik. En annað markið var rothögg og drepur okkur í raun. Hefði staðan verið 1-0 hefði þetta alltaf verið mögulegt en miðað við hvernig leikurinn þróaðist var erfitt að brjóta þá á bak aftur og skora tvö," sagði Eiður Smári. „Fyrri leikurinn tók líklega of mikla orku af okkur, að spila manni færri í rúmar 45 mínútur hefur tekið sinn toll. Svekkelsið er mikið. menn leyfðu sér að dreyma, eins og allir landsmenn gerðu kannski. Eftir mesta svekkelsið ættum við að reyna að halda upp á þann áfanga sem við náðum. Við náðum að gleðja fólkið og skapa smá spennu í kringum landsliðið," sagði Eiður Smári. Haukur spurði síðan Eið Smára um framhaldið í landsliðinu og þá tóku við dramatískar sekúndur þar sem markahæsti leikmaður Íslands frá upphafi réð ekki við tilfinningar sínar, brotnaði niður og táraðist. „Ég er ansi hræddur að þetta hafi verið minn síðasti landsleikur," sagði Eiður Smári síðan og fékk síðan faðmlag að launum frá Hauki. Dramatísk og söguleg stund.Hér má horfa á viðtalið við Eið Smára. Fótbolti Íslenski boltinn HM 2014 í Brasilíu Mest lesið Íslenska amman heimsmeistari fimmta árið í röð Sport Myndin af Beckham með Shaq og Yao Ming ekki úr gervigreind Fótbolti Vilja fjölskyldusvæði og að áfengi sé ekki selt í sjoppum fyrir börn Sport „Ég held að hann verði að skoða þetta“ Fótbolti Sæmundur heimsmeistari aftur Sport Heimsmeistarinn skiptir mjög óvænt um grein Sport Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Körfubolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Körfubolti Mbappé kemur ekki til Íslands Fótbolti Fleiri fréttir Noregur - Ísrael | Mikil undiralda en Norðmenn í góðri stöðu Glódís Perla kom inn í byrjunarliðið og Bayern vann toppslaginn Tindastóll - FHL | Besta deildin kvödd Valur - Breiðablik | Nýkrýndir meistarar mæta á Hlíðarenda FH - Víkingur | FH-ingar vilja tryggja sér annað sætið Liverpool-maðurinn missir líka af leiknum á móti Íslandi Ekki alvarleg meiðsli hjá Mbappé Myndin af Beckham með Shaq og Yao Ming ekki úr gervigreind Rooney er ósammála Gerrard Myndasyrpa eftir nístingssárt tap gegn Úkraínu Mbappé kemur ekki til Íslands „Ég held að hann verði að skoða þetta“ „Langt síðan ég var svona reiður og svekktur eftir leik“ „Svekkjandi að missa af næsta leik“ „Virkilega galið tap“ „Við vorum bara flottir í kvöld“ Baulað á þjálfarann og Svíar á botninum „Mjög barnalegir og gefum mörk“ Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Uppgjörið: Ísland - Úkraína 3-5 | Óhamingjunni varð allt að vopni Frakkar mæta með fullt hús stiga til Reykjavíkur Reiður yfir mistökum Mikaels: „Negldu þessu helvíti í burtu“ Mörk Íslands og Úkraínu: Tvö undir lokin frá gestunum Ungu strákarnir okkar sóttu stig til Sviss Mikil gleði á Ölveri og Arnar steig á stokk Kraftur Sævars muni smita stuðningsmenn Sævar Atli í byrjunarliðinu í fyrsta skipti í rúm tvö ár Skoraði sigurmarkið gegn Liverpool og svo tvö fyrir landsliðið Haaland og Glasner bestir í september Lykilmenn fjarverandi hjá Úkraínu Sjá meira
Eiður Smári Guðjohnsen táraðist í viðtali í útsendingu sjónvarpsins eftir tapleikinn á móti Króatíu. Hann tilkynnti síðan í lok viðtalsins að hann hafi líklega spilað sinn síðasta landsleiks í Zagreb í kvöld. „Í heildina lítið, því miður, náðum við ekki að spila nógu vel í kvöld. Vorum ragir framan af að taka boltann niður og spila á milli. mikið af háum boltum fram sem við náðum ekki að vinna. Spilaðist ekki nægilega vel, alla vega ekki eins og við ætluðum okkur," sagði Eiður Smári í viðtali við Hauk Harðarson, íþróttafréttamann hjá Sjónvarpinu. „Svo kemur rauða spjaldið og við náum að halda ró okkar fram að hálfleik. En annað markið var rothögg og drepur okkur í raun. Hefði staðan verið 1-0 hefði þetta alltaf verið mögulegt en miðað við hvernig leikurinn þróaðist var erfitt að brjóta þá á bak aftur og skora tvö," sagði Eiður Smári. „Fyrri leikurinn tók líklega of mikla orku af okkur, að spila manni færri í rúmar 45 mínútur hefur tekið sinn toll. Svekkelsið er mikið. menn leyfðu sér að dreyma, eins og allir landsmenn gerðu kannski. Eftir mesta svekkelsið ættum við að reyna að halda upp á þann áfanga sem við náðum. Við náðum að gleðja fólkið og skapa smá spennu í kringum landsliðið," sagði Eiður Smári. Haukur spurði síðan Eið Smára um framhaldið í landsliðinu og þá tóku við dramatískar sekúndur þar sem markahæsti leikmaður Íslands frá upphafi réð ekki við tilfinningar sínar, brotnaði niður og táraðist. „Ég er ansi hræddur að þetta hafi verið minn síðasti landsleikur," sagði Eiður Smári síðan og fékk síðan faðmlag að launum frá Hauki. Dramatísk og söguleg stund.Hér má horfa á viðtalið við Eið Smára.
Fótbolti Íslenski boltinn HM 2014 í Brasilíu Mest lesið Íslenska amman heimsmeistari fimmta árið í röð Sport Myndin af Beckham með Shaq og Yao Ming ekki úr gervigreind Fótbolti Vilja fjölskyldusvæði og að áfengi sé ekki selt í sjoppum fyrir börn Sport „Ég held að hann verði að skoða þetta“ Fótbolti Sæmundur heimsmeistari aftur Sport Heimsmeistarinn skiptir mjög óvænt um grein Sport Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Körfubolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Körfubolti Mbappé kemur ekki til Íslands Fótbolti Fleiri fréttir Noregur - Ísrael | Mikil undiralda en Norðmenn í góðri stöðu Glódís Perla kom inn í byrjunarliðið og Bayern vann toppslaginn Tindastóll - FHL | Besta deildin kvödd Valur - Breiðablik | Nýkrýndir meistarar mæta á Hlíðarenda FH - Víkingur | FH-ingar vilja tryggja sér annað sætið Liverpool-maðurinn missir líka af leiknum á móti Íslandi Ekki alvarleg meiðsli hjá Mbappé Myndin af Beckham með Shaq og Yao Ming ekki úr gervigreind Rooney er ósammála Gerrard Myndasyrpa eftir nístingssárt tap gegn Úkraínu Mbappé kemur ekki til Íslands „Ég held að hann verði að skoða þetta“ „Langt síðan ég var svona reiður og svekktur eftir leik“ „Svekkjandi að missa af næsta leik“ „Virkilega galið tap“ „Við vorum bara flottir í kvöld“ Baulað á þjálfarann og Svíar á botninum „Mjög barnalegir og gefum mörk“ Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Uppgjörið: Ísland - Úkraína 3-5 | Óhamingjunni varð allt að vopni Frakkar mæta með fullt hús stiga til Reykjavíkur Reiður yfir mistökum Mikaels: „Negldu þessu helvíti í burtu“ Mörk Íslands og Úkraínu: Tvö undir lokin frá gestunum Ungu strákarnir okkar sóttu stig til Sviss Mikil gleði á Ölveri og Arnar steig á stokk Kraftur Sævars muni smita stuðningsmenn Sævar Atli í byrjunarliðinu í fyrsta skipti í rúm tvö ár Skoraði sigurmarkið gegn Liverpool og svo tvö fyrir landsliðið Haaland og Glasner bestir í september Lykilmenn fjarverandi hjá Úkraínu Sjá meira