Enn ein áin í útboð Karl Lúðvíksson skrifar 5. nóvember 2013 09:54 Það hefur verið mikið að gerast í útboðsmálum laxveiðiánna í haust og margar góðar veiðiár hafa verið að skipta um leigutaka en veiðimenn bíða bara eftir því að sjá hvað gerist með verðið. Þær ár sem hafa verið í útboðsferli í haust eru t.d. Víðidalsá, Ytri Rangá, Brynjudalsá, Dunká, Laxá í Refasveit, Mýrarkvísl, Eldvatn, Laugardalsá og nú síðast Skjálfandafljót. Nokkrir leigutakar hafa líka framlengt í sínum samningum og má þar nefna t.d. Grímsá sem er hjá Hreggnasa og Langá hjá SVFR. Það sem veiðimenn bíða eftir núna er að sjá hvernig verðin þróast hjá nýjum leigutökum en það er nokkuð víst að verðin þurfa að lækka eitthvað í flestum ánum til að veiðimenn mæti á bakkann en síðasta sumar var fyrir marga eitt það þyngsta í sölu veiðileyfa sem menn muna eftir og sumar árnar sem þykja með þeim betri voru hálftómar holl eftir holl. Veiðin á liðnu sumri var frábær og mörg metin féllu. Það á líklega eftir að hjálpa mikið til við veiðileyfasöluna enda er erfitt sem dæmi að fá leyfi, eða bara ekki hægt, í Stóru Laxá eftir Verslunarmannahelgi en áin skilaði metveiði í sumar sem erfitt verður að jafna. Veiðimenn eru almennt bjartsýnir vegna komandi sumars enda sýna tölurnar að niðursveiflurnar koma sem betur fer sjaldan og þá má reikna með góðu veiðisumri 2014...skulum við vona. Stangveiði Mest lesið Ný glær flotlína frá Airflo Veiði 104 sm stórlax á land í Stóru Laxá Veiði Góð uppskrift að bleikju Veiði Gæs marineruð í jólabjór eða malti Veiði Góðar göngur í árnar á Vesturlandi Veiði Fjólmennt við Þingvallavatn í dag Veiði Rjúpnaveiðin byrjar á morgun Veiði Fölsuðu tölur um laxalús Veiði Laxinn mættur í Stóru Laxá Veiði Fyrsti laxinn kominn úr Eystri Rangá Veiði
Það hefur verið mikið að gerast í útboðsmálum laxveiðiánna í haust og margar góðar veiðiár hafa verið að skipta um leigutaka en veiðimenn bíða bara eftir því að sjá hvað gerist með verðið. Þær ár sem hafa verið í útboðsferli í haust eru t.d. Víðidalsá, Ytri Rangá, Brynjudalsá, Dunká, Laxá í Refasveit, Mýrarkvísl, Eldvatn, Laugardalsá og nú síðast Skjálfandafljót. Nokkrir leigutakar hafa líka framlengt í sínum samningum og má þar nefna t.d. Grímsá sem er hjá Hreggnasa og Langá hjá SVFR. Það sem veiðimenn bíða eftir núna er að sjá hvernig verðin þróast hjá nýjum leigutökum en það er nokkuð víst að verðin þurfa að lækka eitthvað í flestum ánum til að veiðimenn mæti á bakkann en síðasta sumar var fyrir marga eitt það þyngsta í sölu veiðileyfa sem menn muna eftir og sumar árnar sem þykja með þeim betri voru hálftómar holl eftir holl. Veiðin á liðnu sumri var frábær og mörg metin féllu. Það á líklega eftir að hjálpa mikið til við veiðileyfasöluna enda er erfitt sem dæmi að fá leyfi, eða bara ekki hægt, í Stóru Laxá eftir Verslunarmannahelgi en áin skilaði metveiði í sumar sem erfitt verður að jafna. Veiðimenn eru almennt bjartsýnir vegna komandi sumars enda sýna tölurnar að niðursveiflurnar koma sem betur fer sjaldan og þá má reikna með góðu veiðisumri 2014...skulum við vona.
Stangveiði Mest lesið Ný glær flotlína frá Airflo Veiði 104 sm stórlax á land í Stóru Laxá Veiði Góð uppskrift að bleikju Veiði Gæs marineruð í jólabjór eða malti Veiði Góðar göngur í árnar á Vesturlandi Veiði Fjólmennt við Þingvallavatn í dag Veiði Rjúpnaveiðin byrjar á morgun Veiði Fölsuðu tölur um laxalús Veiði Laxinn mættur í Stóru Laxá Veiði Fyrsti laxinn kominn úr Eystri Rangá Veiði