Umfjöllun og myndir: Serbía - Ísland 1-2 | Sætt en tæpt í Serbíu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 31. október 2013 09:41 Mynd/KSÍ/Hilmar Þór Guðmundsson Hvítklæddir leikmenn íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu unnu góðan 2-1 sigur á Serbum í undankeppni HM 2015 í Belgrad í dag. Hilmar Þór Guðmundsson tók myndir fyrir KSÍ og má sjá þessar myndir hér fyrir ofan. Hólmfríður Magnúsdóttir fékk tvö ágæt færi á fyrstu tíu mínútunum áður en Ísland náði forystunni. Margrét Lára Viðarsdóttir, sem bar fyrirliðabandið í dag, komst þá inn í sendingu til baka á markvörð Serba. Margrét Lára, gerði það sem hún gerir best, skoraði og kom Íslandi yfir. Mark númer 71 í 94 landsleikjum hjá Margéti Láru sem lék framarlega á miðjunni í dag. Yfirburðir Íslands í fyrri hálfleiknum voru miklir og áttu Serbarnir ekki skot á mark Þóru Bjargar Helgadóttur í hálfleiknum. Heimakonur björguðu á línu frá Hólmfríði áður en Katrín Ómarsdóttir tvöfaldaði forystuna eftir vel útfærða sókn skömmu fyrir hálfleik. Allt annað var að sjá til Serba í síðari hálfleik og greinilegt að heimakonur ætluðu að selja sig dýrt. Varnarmenn Íslands komust fyrir skot úr teignum á síðustu stundu eftir um stundarfjórðung en áfram hélt sókn Serbanna. Eftir misskilning hjá Önnu Björk Kristjánsdóttur og Þóru Björgu Helgadóttur í marki Íslands stal Ilic boltanum og minnkaði muninn fyrir Serba á 67. mínútu. Um var að ræða fyrsta mark Serba í fimm landsleikjum gegn Íslandi. Í hönd fóru spennuþrungnar 25 mínútur þar sem Ísland komst þó næst því að skora er skot Söru Bjarkar small í stönginni. Serbar fengu nokkrar hornspyrnur en engin dauðafæri. Niðurstaðan 2-1 sigur og þrjú stig til Íslands. Landsliðsþjálfarinn Freyr Alexandersson gerði fimm breytingar á byrjunarliðinu frá því í 2-0 tapinu gegn Sviss. Katrín Jónsdóttir er hætt og Ólína Viðarsdóttir var meidd. Hallbera Gísladóttir fór aftur í stöðu vinstri bakvarðar og Hólmfríður á vinstri kantinn. Þá lék Anna Björk Kristjánsdóttir sinn fyrsta A-landsleik við hlið samherja síns Glódísar Perlu. Sif Atladóttir spilaði einnig nýja stöðu með landsliðinu sem djúpur miðjumaður. Hvort sem það var breytt uppstilling eða betra hugarfar náðust þrjú stig í Serbíu í dag. Liðið hafði yfirburði í fyrri hálfleik en missti tökin í þeim síðari. Leikmenn liðsins geta þó farið brosandi inn í vetrarfrí og hlakkað til verkefnanna í vor. Eftir sigurinn er íslenska liðið komið með þrjú stig í þriðja sæti í riðli 3 að loknum tveimur leikjum. Sviss hefur níu stig á toppnum, Ísrael þrjú eins og Ísland, Danir og Serbar eitt stig og Malta er stigalaus. Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Fótbolti Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Enski boltinn Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Enski boltinn Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Sport Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Enski boltinn Gaf tannlækninum teinanna sína Fótbolti Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Enski boltinn Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Enski boltinn Fleiri fréttir Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Niko markahæstur og Gylfi stoðsendingahæstur í Sambandsdeildinni Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Gaf tannlækninum teinanna sína Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Missti ömmu sína á sama degi og hún vann EM Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ „Heyri í mínum mönnum í FCK“ „Svekktur og stoltur á sama tíma“ „Sleikjum sárin í kvöld“ Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Ólafur og Ásmundur kalla þetta gott með landsliðinu Uppgjörið: Víkingur - Vllaznia 4-2 | Víkingar áfram eftir framlengingu Uppgjörið: Valur - Kauno Zalgiris 1-2 | Valsmenn úr leik KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu Sjá meira
Hvítklæddir leikmenn íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu unnu góðan 2-1 sigur á Serbum í undankeppni HM 2015 í Belgrad í dag. Hilmar Þór Guðmundsson tók myndir fyrir KSÍ og má sjá þessar myndir hér fyrir ofan. Hólmfríður Magnúsdóttir fékk tvö ágæt færi á fyrstu tíu mínútunum áður en Ísland náði forystunni. Margrét Lára Viðarsdóttir, sem bar fyrirliðabandið í dag, komst þá inn í sendingu til baka á markvörð Serba. Margrét Lára, gerði það sem hún gerir best, skoraði og kom Íslandi yfir. Mark númer 71 í 94 landsleikjum hjá Margéti Láru sem lék framarlega á miðjunni í dag. Yfirburðir Íslands í fyrri hálfleiknum voru miklir og áttu Serbarnir ekki skot á mark Þóru Bjargar Helgadóttur í hálfleiknum. Heimakonur björguðu á línu frá Hólmfríði áður en Katrín Ómarsdóttir tvöfaldaði forystuna eftir vel útfærða sókn skömmu fyrir hálfleik. Allt annað var að sjá til Serba í síðari hálfleik og greinilegt að heimakonur ætluðu að selja sig dýrt. Varnarmenn Íslands komust fyrir skot úr teignum á síðustu stundu eftir um stundarfjórðung en áfram hélt sókn Serbanna. Eftir misskilning hjá Önnu Björk Kristjánsdóttur og Þóru Björgu Helgadóttur í marki Íslands stal Ilic boltanum og minnkaði muninn fyrir Serba á 67. mínútu. Um var að ræða fyrsta mark Serba í fimm landsleikjum gegn Íslandi. Í hönd fóru spennuþrungnar 25 mínútur þar sem Ísland komst þó næst því að skora er skot Söru Bjarkar small í stönginni. Serbar fengu nokkrar hornspyrnur en engin dauðafæri. Niðurstaðan 2-1 sigur og þrjú stig til Íslands. Landsliðsþjálfarinn Freyr Alexandersson gerði fimm breytingar á byrjunarliðinu frá því í 2-0 tapinu gegn Sviss. Katrín Jónsdóttir er hætt og Ólína Viðarsdóttir var meidd. Hallbera Gísladóttir fór aftur í stöðu vinstri bakvarðar og Hólmfríður á vinstri kantinn. Þá lék Anna Björk Kristjánsdóttir sinn fyrsta A-landsleik við hlið samherja síns Glódísar Perlu. Sif Atladóttir spilaði einnig nýja stöðu með landsliðinu sem djúpur miðjumaður. Hvort sem það var breytt uppstilling eða betra hugarfar náðust þrjú stig í Serbíu í dag. Liðið hafði yfirburði í fyrri hálfleik en missti tökin í þeim síðari. Leikmenn liðsins geta þó farið brosandi inn í vetrarfrí og hlakkað til verkefnanna í vor. Eftir sigurinn er íslenska liðið komið með þrjú stig í þriðja sæti í riðli 3 að loknum tveimur leikjum. Sviss hefur níu stig á toppnum, Ísrael þrjú eins og Ísland, Danir og Serbar eitt stig og Malta er stigalaus.
Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Fótbolti Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Enski boltinn Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Enski boltinn Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Sport Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Enski boltinn Gaf tannlækninum teinanna sína Fótbolti Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Enski boltinn Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Enski boltinn Fleiri fréttir Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Niko markahæstur og Gylfi stoðsendingahæstur í Sambandsdeildinni Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Gaf tannlækninum teinanna sína Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Missti ömmu sína á sama degi og hún vann EM Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ „Heyri í mínum mönnum í FCK“ „Svekktur og stoltur á sama tíma“ „Sleikjum sárin í kvöld“ Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Ólafur og Ásmundur kalla þetta gott með landsliðinu Uppgjörið: Víkingur - Vllaznia 4-2 | Víkingar áfram eftir framlengingu Uppgjörið: Valur - Kauno Zalgiris 1-2 | Valsmenn úr leik KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu Sjá meira