Kanna hvort Ísland hafi verið samstarfsaðili NSA Samúel Karl Ólason skrifar 31. október 2013 14:51 Ögmundur Jónasson segir ekki ótrúlegt að njósnum hafi verið beitt almennt. Mynd/Anton Brink Ögmundur Jónasson þingmaður Vinstri Grænna bar upp fyrirspurn á Alþingi í morgun varðandi njósnanir Þjóðaröryggisstofnunnar Bandaríkjanna eða NSA og hvort íslensk stjórnvöld hefðu formlega krafist svara hvort njósnað hafi verið hér á Íslandi. Stjórnskipunar og eftirlitsnefnd Alþingis tók þá ákvörðun í morgun að kanna hvað til sé í þeim upplýsingum sem fram hafa komið um að Ísland hafi tekið þátt í gagnasöfnun NSA. „Það sem ég vildi ganga úr skugga um er hvort stjórnvöld hefðu óskað formlega eftir upplýsingum gagnvart íslenskum stjórnmálamönnum. Í svari forsætisráðherra kom fram að óskað hefði verið svörum formlega,“ segir Ögmundur. „Á fundi stjórnskipunar og eftirlitsnefndar í morgun var tekin ákvörðun um að nefndin kannaði það sem komið hefur fram um að Ísland hafi verið í hópi 23 þjóða sem hafi unnið í nánu samstarfi við NSA um gagnaöflun hér á landi. Með öðrum orðið verið í samstarfi um njósnir. Okkur ber skylda til að rannsaka þetta sérstaklega.“ Í næstu viku mun nefndin funda aftur um málið og verða fulltrúar stjórnsýslunnar úr innanríkisráðuneyti og utanríkisráðuneyti kallaðir á fundinn. Aðspurður hvort hann teldi líklegt að njósnir hefðu átt sér stað á Íslandi segir Ögmundur: „Það er ekki ótrúlegt að sama kerfi hafi verið beitt almennt. Ég sagði í máli mínu í morgun að vonandi værum við að upplifa sögulega tíma sem skráðir væru á spjöld sögunnar. Ég sagði vonandi vegna þess að vonandi yrði það ekki viðvarandi ástand. Að heimsveldi eða almennt ríkisvald beitti sér fyrir njósnum af þessu taki.“ „Þetta er grafalvarlegt mál og við höfum óskað eftir utandagskrárumræðu um það í næstu viku og forsætisráðherra hefur fallist á það. Þannig sköpum við vettvang til að ræða þetta svo íslendingar geti fylgst með umræðunni.“ Tengdar fréttir Íslendingar krefjast svara um njósnir Bandaríkjanna Íslensk stjórnvöld hafa formlega óskað eftir svörum frá stjórnvöldum í Bandaríkjunum hvort njósnir hafi verið stundaðar hér á landi, gegn stjórnmálamönnum og almenningi. 31. október 2013 11:27 Mest lesið Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Níu gistu fangageymslur í nótt Innlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Fleiri fréttir Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Sjá meira
Ögmundur Jónasson þingmaður Vinstri Grænna bar upp fyrirspurn á Alþingi í morgun varðandi njósnanir Þjóðaröryggisstofnunnar Bandaríkjanna eða NSA og hvort íslensk stjórnvöld hefðu formlega krafist svara hvort njósnað hafi verið hér á Íslandi. Stjórnskipunar og eftirlitsnefnd Alþingis tók þá ákvörðun í morgun að kanna hvað til sé í þeim upplýsingum sem fram hafa komið um að Ísland hafi tekið þátt í gagnasöfnun NSA. „Það sem ég vildi ganga úr skugga um er hvort stjórnvöld hefðu óskað formlega eftir upplýsingum gagnvart íslenskum stjórnmálamönnum. Í svari forsætisráðherra kom fram að óskað hefði verið svörum formlega,“ segir Ögmundur. „Á fundi stjórnskipunar og eftirlitsnefndar í morgun var tekin ákvörðun um að nefndin kannaði það sem komið hefur fram um að Ísland hafi verið í hópi 23 þjóða sem hafi unnið í nánu samstarfi við NSA um gagnaöflun hér á landi. Með öðrum orðið verið í samstarfi um njósnir. Okkur ber skylda til að rannsaka þetta sérstaklega.“ Í næstu viku mun nefndin funda aftur um málið og verða fulltrúar stjórnsýslunnar úr innanríkisráðuneyti og utanríkisráðuneyti kallaðir á fundinn. Aðspurður hvort hann teldi líklegt að njósnir hefðu átt sér stað á Íslandi segir Ögmundur: „Það er ekki ótrúlegt að sama kerfi hafi verið beitt almennt. Ég sagði í máli mínu í morgun að vonandi værum við að upplifa sögulega tíma sem skráðir væru á spjöld sögunnar. Ég sagði vonandi vegna þess að vonandi yrði það ekki viðvarandi ástand. Að heimsveldi eða almennt ríkisvald beitti sér fyrir njósnum af þessu taki.“ „Þetta er grafalvarlegt mál og við höfum óskað eftir utandagskrárumræðu um það í næstu viku og forsætisráðherra hefur fallist á það. Þannig sköpum við vettvang til að ræða þetta svo íslendingar geti fylgst með umræðunni.“
Tengdar fréttir Íslendingar krefjast svara um njósnir Bandaríkjanna Íslensk stjórnvöld hafa formlega óskað eftir svörum frá stjórnvöldum í Bandaríkjunum hvort njósnir hafi verið stundaðar hér á landi, gegn stjórnmálamönnum og almenningi. 31. október 2013 11:27 Mest lesið Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Níu gistu fangageymslur í nótt Innlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Fleiri fréttir Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Sjá meira
Íslendingar krefjast svara um njósnir Bandaríkjanna Íslensk stjórnvöld hafa formlega óskað eftir svörum frá stjórnvöldum í Bandaríkjunum hvort njósnir hafi verið stundaðar hér á landi, gegn stjórnmálamönnum og almenningi. 31. október 2013 11:27