Glódís Perla: Þær fóru nokkrar að svindla hjá þeim Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 31. október 2013 17:02 Glódís Perla Viggósdóttir var allt í einu orðin reynsluboltinn í miðri vörn íslenska liðsins þegar liðið vann 2-1 sigur á Serbíu í dag í undankeppni HM 2015. Glódís lék við hlið Katrínar Jónsdóttur í síðasta landsleik, leikjahæstu landsliðskonu Íslands frá upphafi, en var að þessu sinni með nýliðann Önnu Björk Kristjánsdóttur við hlið sér. Glódís var sátt eftir leik. „Ég var gríðarlega sátt við liðið okkar og þá sérstaklega í fyrri hálfleik þegar við náðum að gera allt sem við ætluðum að gera. Við ætluðum að vera brjálaðar, berjast og pressa á þær og ekki leyfa þeim að spila sinn leik. Við náðum að gera það rosalega vel," sagði Glódís Perla Viggósdóttir í viðtali við Hilmar Þór Guðmundsson, starfsmann KSÍ eftir leik. „Við ætluðum að leyfa þeim að gefa fyrstu sendinguna en svo pressa á þær hundrað prósent allar saman," sagði Glódís. „Í fyrri hálfleik náðu þær aldrei upp almennilegu spili eða skoti. Í seinni hálfleik duttum við til baka og þær náðu að spila aðeins framhjá okkur. Þær fóru nokkrar að svindla hjá þeim þarna frammi og þá varð þetta auðveldara fyrir þær en um leið erfiðara fyrir okkur," sagði Glódís. „Ég var smá stressuð þegar þær skoruðu en var samt alveg viss um að við myndum klára þetta," sagði Glódís Perla en það smá sjá allt viðtalið með því að smella hér fyrir ofan. Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Dahlmeier látin en ómögulegt að ná líki hennar af fjallinu Sport Ólympíumeistari stórslösuð eftir grjóthrun Sport Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Handbolti Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Enski boltinn Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik Körfubolti Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Fótbolti UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Fótbolti Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Enski boltinn Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Enski boltinn Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum Fótbolti Fleiri fréttir Andri Fannar til Tyrklands Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Þrettán íslenskir dómarar að dæma í Evrópu í vikunni Félix sá fjórði dýrasti samanlagt Halldór óttast ekki að fá annan skell Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Dregið í riðla á HM í Las Vegas Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Katla mögulega á leið til Ítalíu Byrjaði ekki einn leik á EM en var samt valin í lið mótsins FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Eddie Howe segir að Newcastle hafi ekki enn fengið tilboð í Isak Jóhannes skrifar undir hjá Kolding „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Sjá meira
Glódís Perla Viggósdóttir var allt í einu orðin reynsluboltinn í miðri vörn íslenska liðsins þegar liðið vann 2-1 sigur á Serbíu í dag í undankeppni HM 2015. Glódís lék við hlið Katrínar Jónsdóttur í síðasta landsleik, leikjahæstu landsliðskonu Íslands frá upphafi, en var að þessu sinni með nýliðann Önnu Björk Kristjánsdóttur við hlið sér. Glódís var sátt eftir leik. „Ég var gríðarlega sátt við liðið okkar og þá sérstaklega í fyrri hálfleik þegar við náðum að gera allt sem við ætluðum að gera. Við ætluðum að vera brjálaðar, berjast og pressa á þær og ekki leyfa þeim að spila sinn leik. Við náðum að gera það rosalega vel," sagði Glódís Perla Viggósdóttir í viðtali við Hilmar Þór Guðmundsson, starfsmann KSÍ eftir leik. „Við ætluðum að leyfa þeim að gefa fyrstu sendinguna en svo pressa á þær hundrað prósent allar saman," sagði Glódís. „Í fyrri hálfleik náðu þær aldrei upp almennilegu spili eða skoti. Í seinni hálfleik duttum við til baka og þær náðu að spila aðeins framhjá okkur. Þær fóru nokkrar að svindla hjá þeim þarna frammi og þá varð þetta auðveldara fyrir þær en um leið erfiðara fyrir okkur," sagði Glódís. „Ég var smá stressuð þegar þær skoruðu en var samt alveg viss um að við myndum klára þetta," sagði Glódís Perla en það smá sjá allt viðtalið með því að smella hér fyrir ofan.
Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Dahlmeier látin en ómögulegt að ná líki hennar af fjallinu Sport Ólympíumeistari stórslösuð eftir grjóthrun Sport Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Handbolti Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Enski boltinn Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik Körfubolti Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Fótbolti UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Fótbolti Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Enski boltinn Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Enski boltinn Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum Fótbolti Fleiri fréttir Andri Fannar til Tyrklands Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Þrettán íslenskir dómarar að dæma í Evrópu í vikunni Félix sá fjórði dýrasti samanlagt Halldór óttast ekki að fá annan skell Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Dregið í riðla á HM í Las Vegas Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Katla mögulega á leið til Ítalíu Byrjaði ekki einn leik á EM en var samt valin í lið mótsins FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Eddie Howe segir að Newcastle hafi ekki enn fengið tilboð í Isak Jóhannes skrifar undir hjá Kolding „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Sjá meira