Fótbolti

Ramona Bachmann tryggði Sviss sigur í Danmörku

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Ramona Bachmann.
Ramona Bachmann. Mynd/NordicPhotos/Getty
Sviss er með fullt hús og sex stiga forskot á toppi íslenska riðilsins í undankeppni HM 2015 eftir 1-0 sigur á Danmörku í Vejle í Danmörku í kvöld.

Ramona Bachmann hélt fram að leiða svissneska landsliðið í átt að HM 2015 en hún skoraði eina mark leiksins á 26. mínútu eftir sendingu frá Löru Dickenmann.

Bachmann hefur þar með skorað í öllum þremur leikjunum samtals fjögur mörk en hún átti frábæran leik þegar Sviss vann Íslands á Laugardalsvellinum.

Bachmann er liðsfélagi Þóru B. Helgadóttur og Söru Bjarkar Gunnarsdóttur hjá LdB FC Malmö en liðið varð sænskur meistari á dögunum.

Sviss hefur níu stig eða sex stigum meira en Ísrael og Ísland sem koma í næstu sætum.

Danir eru þar með aðeins með eitt stig eftir tvo fyrstu leiki sína í riðlinum en liðið náði aðeins 1-1 jafntefli í Serbíu um síðustu helgi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×