Íslenski boltinn

Allt er þegar fernt er

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Hrannar Björn Steingrímsson skrifaði í gær undir tveggja ára samning við KA sem leikur í 1. deild.

Hrannar Björn kemur frá völsungi en hann fetar í fótspor þriggja bræðra sína, Guðmundar Óla, Sveinbjörns Más og Hallgríms Mar, sem allir hafa spilað með þeim gulklæddu.

Hrannar Björn var lykilmaður í liði Völsungs er liðið tryggði sér sigur í 2. deild karla sumarið 2012. Liðið féll hins vegar rakleiðis úr 1. deildinni í sumar.

Í spilaranum að ofan má sjá viðtal við Hrannar sem tekið var fyrir heimasíðu KA.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×