Spánverjar elska Arnald Jakob Bjarnar skrifar 28. október 2013 16:35 Spánverjar kunna vel að meta Arnald. Skuggasund eftir Arnald Indriðason er komin út á Spáni og fyrir helgi birtist fyrsti dómurinn í stórblaðinu El Mundo. Og ekkert vantar uppá ánægju ritdómarans Paco Camarassa sem skrifar meðal annars: „Arnaldur Indriðason færir okkur í bókinni tvíþætta rannsókn á glæpum sem eðlishvöt lesandans segir honum að hljóti að vera tengdir. En söguþráðurinn skiptir okkur ekki öllu máli á meðan að Arnaldur beitir sinni vanalegu frásagnasnilld í persónusköpun, á meðan að hann sekkur okkur í óttaþrungið daglegt líf venjulegs fólks sem verður hluti af rannsókninni.“ Og áfram heldur Camarassa: „Sestu í uppáhalds hægindastólinn í hæfilegri þögn, með eða án tónlistar, opnaðu vel þýddar síður Skuggasunds og búðu þig undir að njóta viðstöðulaust, án blóðtauma, raðmorðingja, né róstusamra geðsjúklinga. Bókin framkallar ánægju með hnitmiðuðum texta, íhugulum lýsingum, samkennd lesandans með höfundi sem þrátt fyrir að skrifa um sitt nánasta umhverfi vekur áhuga á öllum landsvæðum.“ Spánverjar virðast þannig hafa sérstakt dálæti á Arnaldi en hann hlaut í síðasta mánuði RBA-bókmenntaverðlaunin spænsku, einmitt fyrir Skuggasund. Menning Mest lesið „Guð og karlmenn elska mig“ Lífið Helgi í Góu minnist Pattýjar og ljóstrar upp um fjölskylduleyndarmál Lífið Hárprúður Eiður heillar Lífið Sagði nei takk við Durex en já við Netflix Lífið Stjörnulífið: „Hógværasti maður á jörðinni“ Lífið Kóngurinn með kveðju til Íslendinga Lífið Júlíana Sara tekur við af Ásu Ninnu í Bakaríinu Lífið Hljóp annað maraþon á tánum og minntist Bríetar Irmu Lífið Unnur Birna og Daði eru nýtt par Lífið Lára og lyfjaprinsinn gáfu dótturinni nafn Lífið Fleiri fréttir Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira
Skuggasund eftir Arnald Indriðason er komin út á Spáni og fyrir helgi birtist fyrsti dómurinn í stórblaðinu El Mundo. Og ekkert vantar uppá ánægju ritdómarans Paco Camarassa sem skrifar meðal annars: „Arnaldur Indriðason færir okkur í bókinni tvíþætta rannsókn á glæpum sem eðlishvöt lesandans segir honum að hljóti að vera tengdir. En söguþráðurinn skiptir okkur ekki öllu máli á meðan að Arnaldur beitir sinni vanalegu frásagnasnilld í persónusköpun, á meðan að hann sekkur okkur í óttaþrungið daglegt líf venjulegs fólks sem verður hluti af rannsókninni.“ Og áfram heldur Camarassa: „Sestu í uppáhalds hægindastólinn í hæfilegri þögn, með eða án tónlistar, opnaðu vel þýddar síður Skuggasunds og búðu þig undir að njóta viðstöðulaust, án blóðtauma, raðmorðingja, né róstusamra geðsjúklinga. Bókin framkallar ánægju með hnitmiðuðum texta, íhugulum lýsingum, samkennd lesandans með höfundi sem þrátt fyrir að skrifa um sitt nánasta umhverfi vekur áhuga á öllum landsvæðum.“ Spánverjar virðast þannig hafa sérstakt dálæti á Arnaldi en hann hlaut í síðasta mánuði RBA-bókmenntaverðlaunin spænsku, einmitt fyrir Skuggasund.
Menning Mest lesið „Guð og karlmenn elska mig“ Lífið Helgi í Góu minnist Pattýjar og ljóstrar upp um fjölskylduleyndarmál Lífið Hárprúður Eiður heillar Lífið Sagði nei takk við Durex en já við Netflix Lífið Stjörnulífið: „Hógværasti maður á jörðinni“ Lífið Kóngurinn með kveðju til Íslendinga Lífið Júlíana Sara tekur við af Ásu Ninnu í Bakaríinu Lífið Hljóp annað maraþon á tánum og minntist Bríetar Irmu Lífið Unnur Birna og Daði eru nýtt par Lífið Lára og lyfjaprinsinn gáfu dótturinni nafn Lífið Fleiri fréttir Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira