Danir eignast borskip sem ráða við Drekann Kristján Már Unnarsson skrifar 10. október 2013 10:59 Hvert skip kostar um 80 milljarða króna. Danska olíufélagið Mærsk Drilling hefur samið um smíði fjögurra risaborskipa fyrir samtals 315 milljarða króna. Skipin verða meðal stærstu borskipa heims en hvert þeirra kostar nærri 80 milljarða króna. Áætlað er að það fyrsta verði afhent fyrir lok þessa árs. Skipin eru í smíðum í Samsung-skipasmíðastöðinni í Suður-Kóreu. Þau verða 228 metra löng og 42 metra breið og geta borað á allt að 3,6 kílómetra hafdýpi og 12 kílómetra niður í hafsbotninn. Dýpi á íslenska Drekasvæðinu er milli 1.000 og 1.500 metrar og ættu skipin því auðveldlega að ráða við Drekann. Borskipin eru hönnuð til að vinna við erfiðustu aðstæður, jafnt á heimskautasvæðum sem í hitabeltinu, í stórsjóum og á miklu hafdýpi. Hvert þeirra verður búið sex 5,5 megavatta þrýstiloftsskrúfum, tengdum gervihnattastaðsetningarkerfi, sem tryggja að þau haldist stöðug við borun á sama punkti í allt að ellefu metra ölduhæð og 26 metra vindhraða á sekúndu. Um borð verður gistirými fyrir 230 manna áhöfn í eins og tveggja manna klefum. Til að skapa sem best starfsumhverfi er svefnrými aðskilið frá vinnu- og tómstundarými en þar verða meðal annars líkamsrækt og kvikmyndasalur. Danir veðja þannig á að mikil þörf verði á næstu árum fyrir olíuboranir á Norðurslóðum, á svæðum eins og Barentshafi og við Grænland. Fyrsta skipinu hefur þegar verið tryggður þriggja ára leigusamningur, við Exxon-Mobil, sem hyggst nota það til borana í Mexíkóflóa frá árinu 2014. Leiguverðið er um 70 milljónir króna á dag. Mest lesið Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Spá hressilegri vaxtalækkun Viðskipti innlent Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Viðskipti innlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Þrjú ráðin til Tryggja Viðskipti innlent Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Viðskipti innlent Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Viðskipti innlent Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Neytendur Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Danska olíufélagið Mærsk Drilling hefur samið um smíði fjögurra risaborskipa fyrir samtals 315 milljarða króna. Skipin verða meðal stærstu borskipa heims en hvert þeirra kostar nærri 80 milljarða króna. Áætlað er að það fyrsta verði afhent fyrir lok þessa árs. Skipin eru í smíðum í Samsung-skipasmíðastöðinni í Suður-Kóreu. Þau verða 228 metra löng og 42 metra breið og geta borað á allt að 3,6 kílómetra hafdýpi og 12 kílómetra niður í hafsbotninn. Dýpi á íslenska Drekasvæðinu er milli 1.000 og 1.500 metrar og ættu skipin því auðveldlega að ráða við Drekann. Borskipin eru hönnuð til að vinna við erfiðustu aðstæður, jafnt á heimskautasvæðum sem í hitabeltinu, í stórsjóum og á miklu hafdýpi. Hvert þeirra verður búið sex 5,5 megavatta þrýstiloftsskrúfum, tengdum gervihnattastaðsetningarkerfi, sem tryggja að þau haldist stöðug við borun á sama punkti í allt að ellefu metra ölduhæð og 26 metra vindhraða á sekúndu. Um borð verður gistirými fyrir 230 manna áhöfn í eins og tveggja manna klefum. Til að skapa sem best starfsumhverfi er svefnrými aðskilið frá vinnu- og tómstundarými en þar verða meðal annars líkamsrækt og kvikmyndasalur. Danir veðja þannig á að mikil þörf verði á næstu árum fyrir olíuboranir á Norðurslóðum, á svæðum eins og Barentshafi og við Grænland. Fyrsta skipinu hefur þegar verið tryggður þriggja ára leigusamningur, við Exxon-Mobil, sem hyggst nota það til borana í Mexíkóflóa frá árinu 2014. Leiguverðið er um 70 milljónir króna á dag.
Mest lesið Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Spá hressilegri vaxtalækkun Viðskipti innlent Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Viðskipti innlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Þrjú ráðin til Tryggja Viðskipti innlent Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Viðskipti innlent Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Viðskipti innlent Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Neytendur Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira