Jafntefli í Slóveníu í kvöld eru bestu úrslitin fyrir Ísland Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. október 2013 14:15 Landsliðsþjálfarinn Lars Lagerbäck er örugglega með allt á hreinu hvað varðar stöðuna í riðlinum. Mynd/Pjetur Næstsíðasta umferðin í riðli Íslands í undankeppni HM í Brasilíu 2014 fer fram í kvöld og eru öll sex liðin í riðli Íslands í eldlínunni. Ísland mætir botnliði Kýpur á Laugardalsvellinum klukkan 18.45 en stóra spurningin er nú hver séu hagstæðustu úrslitin fyrir Ísland í hinum tveimur leikjum riðilsins. Ísland á enn möguleika á því að vinna riðilinn þótt að sá möguleiki sé svolítið langsóttur. Ísland er fimm stigum á eftir toppliði Sviss en Svisslendingar tryggja sig á HM með því að ná í tvö stig í síðustu tveimur leikjum sínum sem eru á móti Albaníu (á útivelli í kvöld) og á móti Slóveníu (á heimavelli á þriðjudaginn). Vinni Sviss í Albaníu í kvöld þá eru Svisslendingar komnir á HM auk þess að möguleikar Albana væru úr sögunni. Það er því kannski best að fækka um eina þjóð í baráttunni um umspilssætið fyrst að möguleikarnir á efsta sætinu eru hvort sem er svo litlir. Sigur Albana þýddi að þeir væru komnir inn í myndina enda ættu þeir leik eftir á móti botnliði Kýpur. Augu íslenskra knattspyrnuáhugamanna verða hinsvegar á leik Slóveníu og Noregs í Maribor í Slóveníu. Slóvenar eru stigi á eftir Íslandi og einu stigi á undan Noregi. Báðar þjóðir þurfa að leika til sigurs því þær búast væntanlega við því að Íslendingar vinni á sama tíma botnlið Kýpur. Markatala þessara þriggja þjóða er nánast jöfn, Slóvenar eru í plús einum en Ísland og Norðmann standa á sléttu. Ísland bætir vonandi markatölu sína með sigri á Kýpur. Bestu úrslitin fyrir Ísland eru væntanlega jafntefli. Vinni Ísland Kýpur á sama tíma þá væru Norðmenn úr leik með þeim úrslitum og Slóvenar þurftu að vinna topplið Sviss á útivelli í lokaumferðinni á sama tíma og Ísland tapaði í Osló. Fari svo að Ísland og Sviss vinni leiki sína í kvöld á sama tíma og Slóvenía og Noregur gera jafntefli þá væri staðan frábær fyrir Ísland. Sviss væri þá komið á HM en Ísland vantaði aðeins eitt stig til að gulltryggja annað sætið og tapist leikurinn í Osló þyrftu Slóvenar að vinna Sviss til að komast upp fyrir Ísland.Leikir kvöldsins: Ísland - Kýpur Albanía - Sviss Slóvenía - NoregurMöguleg staða fyrir lokaumferðina eftir nokkrum mismundandi úrslitum í kvöld:Sviss og Ísland vinna í kvöld en jafntefli í Slóveníu Sviss 21 stig (Komið á HM) Ísland 16 Slóvenía 13 Noregur 12 (Úr leik) Albanía 10 (Úr leik) Kýpur 4 (Úr leik)Sviss, Ísland og Slóvenía vinna í kvöld Sviss 21 stig (Komið á HM) Ísland 16 Slóvenía 15 Noregur 11 (Úr leik) Albanía 10 (Úr leik) Kýpur 4 (Úr leik)Albanía, Kýpur og Noregur vinna í kvöld Sviss 18 stig (Komið á HM) Noregur 14 Ísland 13 Albanía 13 Slóvenía 12 Kýpur 7 (Úr leik)Sviss, Kýpur og Noregur vinna í kvöld Sviss 21 stig (Komið á HM) Noregur 14 Ísland 13 Slóvenía 12 Albanía 10 (Úr leik) Kýpur 7 (Úr leik)Albanía, Ísland og Slóvenía vinna í kvöld Sviss 18 stig Ísland 16 Slóvenía 15 Noregur 11 Albanía 13 Kýpur 4 (Úr leik)Albanía, Ísland vinna í kvöld en jafntefli í Slóveníu Sviss 18 stig Ísland 16 Slóvenía 13 Noregur 12 Albanía 13 Kýpur 4 (Úr leik) Fótbolti Íslenski boltinn HM 2014 í Brasilíu Mest lesið Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Íslenski boltinn Í beinni: Grindavík - Stjarnan | Heldur spennan áfram í Smáranum? Körfubolti „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Íslenski boltinn Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel Körfubolti „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Handbolti Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Íslenski boltinn Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Enski boltinn Í beinni: Afturelding - Víkingur | Verða gestirnir einir með fullt hús stiga? Íslenski boltinn Í beinni: FH - Fram | Meisturunum sópað út? Handbolti Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu Handbolti Fleiri fréttir Hlynur Freyr tryggði Brommapojkarna stig Kolbeinn vildi rautt á Arnór Ingva í dramatískum sigri Í beinni: Afturelding - Víkingur | Verða gestirnir einir með fullt hús stiga? Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Sjáðu hetjumark Höskuldar, kvartettinn í Kaplakrika og öll hin frá því í gær Hættir eftir langan tíma og Orri fær nýjan þjálfara Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Snýr aftur eftir lungnabólguna Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Öruggt hjá Milan og þrennudraumur Inter úr sögunni Real Madrid pressar á Barcelona en Orri og félagar í vandræðum „Ég fer bara sáttur á koddann“ „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Byrjum ekki leikinn fyrr en eftir 20 mínútur“ „Kærkominn sigur eftir vonbrigðin í fyrstu umferðunum“ „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Ari á skotskónum í dramatískum sigri Elfsborg Meistaradeildarvonir Alberts og félaga vænkast Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild Sjá meira
Næstsíðasta umferðin í riðli Íslands í undankeppni HM í Brasilíu 2014 fer fram í kvöld og eru öll sex liðin í riðli Íslands í eldlínunni. Ísland mætir botnliði Kýpur á Laugardalsvellinum klukkan 18.45 en stóra spurningin er nú hver séu hagstæðustu úrslitin fyrir Ísland í hinum tveimur leikjum riðilsins. Ísland á enn möguleika á því að vinna riðilinn þótt að sá möguleiki sé svolítið langsóttur. Ísland er fimm stigum á eftir toppliði Sviss en Svisslendingar tryggja sig á HM með því að ná í tvö stig í síðustu tveimur leikjum sínum sem eru á móti Albaníu (á útivelli í kvöld) og á móti Slóveníu (á heimavelli á þriðjudaginn). Vinni Sviss í Albaníu í kvöld þá eru Svisslendingar komnir á HM auk þess að möguleikar Albana væru úr sögunni. Það er því kannski best að fækka um eina þjóð í baráttunni um umspilssætið fyrst að möguleikarnir á efsta sætinu eru hvort sem er svo litlir. Sigur Albana þýddi að þeir væru komnir inn í myndina enda ættu þeir leik eftir á móti botnliði Kýpur. Augu íslenskra knattspyrnuáhugamanna verða hinsvegar á leik Slóveníu og Noregs í Maribor í Slóveníu. Slóvenar eru stigi á eftir Íslandi og einu stigi á undan Noregi. Báðar þjóðir þurfa að leika til sigurs því þær búast væntanlega við því að Íslendingar vinni á sama tíma botnlið Kýpur. Markatala þessara þriggja þjóða er nánast jöfn, Slóvenar eru í plús einum en Ísland og Norðmann standa á sléttu. Ísland bætir vonandi markatölu sína með sigri á Kýpur. Bestu úrslitin fyrir Ísland eru væntanlega jafntefli. Vinni Ísland Kýpur á sama tíma þá væru Norðmenn úr leik með þeim úrslitum og Slóvenar þurftu að vinna topplið Sviss á útivelli í lokaumferðinni á sama tíma og Ísland tapaði í Osló. Fari svo að Ísland og Sviss vinni leiki sína í kvöld á sama tíma og Slóvenía og Noregur gera jafntefli þá væri staðan frábær fyrir Ísland. Sviss væri þá komið á HM en Ísland vantaði aðeins eitt stig til að gulltryggja annað sætið og tapist leikurinn í Osló þyrftu Slóvenar að vinna Sviss til að komast upp fyrir Ísland.Leikir kvöldsins: Ísland - Kýpur Albanía - Sviss Slóvenía - NoregurMöguleg staða fyrir lokaumferðina eftir nokkrum mismundandi úrslitum í kvöld:Sviss og Ísland vinna í kvöld en jafntefli í Slóveníu Sviss 21 stig (Komið á HM) Ísland 16 Slóvenía 13 Noregur 12 (Úr leik) Albanía 10 (Úr leik) Kýpur 4 (Úr leik)Sviss, Ísland og Slóvenía vinna í kvöld Sviss 21 stig (Komið á HM) Ísland 16 Slóvenía 15 Noregur 11 (Úr leik) Albanía 10 (Úr leik) Kýpur 4 (Úr leik)Albanía, Kýpur og Noregur vinna í kvöld Sviss 18 stig (Komið á HM) Noregur 14 Ísland 13 Albanía 13 Slóvenía 12 Kýpur 7 (Úr leik)Sviss, Kýpur og Noregur vinna í kvöld Sviss 21 stig (Komið á HM) Noregur 14 Ísland 13 Slóvenía 12 Albanía 10 (Úr leik) Kýpur 7 (Úr leik)Albanía, Ísland og Slóvenía vinna í kvöld Sviss 18 stig Ísland 16 Slóvenía 15 Noregur 11 Albanía 13 Kýpur 4 (Úr leik)Albanía, Ísland vinna í kvöld en jafntefli í Slóveníu Sviss 18 stig Ísland 16 Slóvenía 13 Noregur 12 Albanía 13 Kýpur 4 (Úr leik)
Fótbolti Íslenski boltinn HM 2014 í Brasilíu Mest lesið Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Íslenski boltinn Í beinni: Grindavík - Stjarnan | Heldur spennan áfram í Smáranum? Körfubolti „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Íslenski boltinn Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel Körfubolti „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Handbolti Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Íslenski boltinn Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Enski boltinn Í beinni: Afturelding - Víkingur | Verða gestirnir einir með fullt hús stiga? Íslenski boltinn Í beinni: FH - Fram | Meisturunum sópað út? Handbolti Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu Handbolti Fleiri fréttir Hlynur Freyr tryggði Brommapojkarna stig Kolbeinn vildi rautt á Arnór Ingva í dramatískum sigri Í beinni: Afturelding - Víkingur | Verða gestirnir einir með fullt hús stiga? Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Sjáðu hetjumark Höskuldar, kvartettinn í Kaplakrika og öll hin frá því í gær Hættir eftir langan tíma og Orri fær nýjan þjálfara Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Snýr aftur eftir lungnabólguna Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Öruggt hjá Milan og þrennudraumur Inter úr sögunni Real Madrid pressar á Barcelona en Orri og félagar í vandræðum „Ég fer bara sáttur á koddann“ „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Byrjum ekki leikinn fyrr en eftir 20 mínútur“ „Kærkominn sigur eftir vonbrigðin í fyrstu umferðunum“ „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Ari á skotskónum í dramatískum sigri Elfsborg Meistaradeildarvonir Alberts og félaga vænkast Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild Sjá meira