Ríkharður: Maður verður að vera trúr sínum prinsippum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. október 2013 06:30 Ríkharður Daðason. Mynd/Daníel Ríkharður Daðason ákvað í gær að hætta að þjálfa Fram í Pepsi-deildinni en hann tók við liðinu í sumar og gerði liðið að bikarmeisturum. Ríkharður fékk tilboð frá stjórn Fram en að hans mati fóru ekki saman markmið og metnaður hans og stjórnarinnar. „Auðvitað er ákveðin eftirsjá en ef að maður treystir sér ekki til að fara lengra á þeim forsendum sem gefnar eru upp þá er þetta niðurstaðan," sagði Ríkharður og hann segir félagið vera frekar að rifa seglin en hitt. " Ef að það er einhvern tímann staður og stund til að spýta í lófana, taka smá „sjénsa“ og gefa sér færi á að ná að komast aftur upp á meðal þeirra bestu þá er það þegar þú kemst í Evrópukeppni," segir Ríkharður. Ríkharður gerði Fram að bikarmeisturum í ágúst og talaði þá um að hann vildi halda áfram. „Ég var spurður að því þegar við urðum að bikarmeistarar. Þá hefði maður getað hugsað sér framhald en það var ekki í boði þá. Mér finnst að félagið hafi sóað dálitlum tíma síðan 17. ágúst og ekki gengið frá ákveðnum málum. Það spilar að einhverju leyti inn í ákvörðunina," segir Ríkharður. „Auðun Helga orðaði þetta ágætlega einhvers staðar að markmið og metnaður fara ekki alveg saman milli stjórnarinnar og okkar. Mér finnst það vera vel orðað hjá honum," segir Ríkharður en hann segir að launaliðurinn í samningnum hafi ekki verið vandamálið. „Ég sagði strax við Sverri (Einarsson formann) að ef að við náum saman um markmið og stefnu þá náum við klárlega saman um launalið. Mér fannst óþarfi að vera að tala um það. Að sama skapi vil ég heldur ekki vera að hnýta í Fram. Þetta er mitt uppeldisfélag og mér þykir vænt um Fram og mun alla tíð þykja vænt um Fram," segir Ríkharður. „Það er mikill söknuður að segja skilið við þetta starf en að sama skapi verður maður að vera trúr sínum prinsippum. Ég er mjög þakklátur stjórn Fram fyrir að hafa hringt í sumar og veitt mér tækifærið til þess að prófa þetta," segir Ríkharður og bætti við: „Við erum stoltir af því að hafa ásamt leikmannahóp og þeim sem komu að félaginu skilað fyrsta stóra titli félagsins í yfir tuttugu ár." Pepsi Max-deild karla Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Handbolti Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Fótbolti Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Handbolti Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Handbolti Fleiri fréttir Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Sjá meira
Ríkharður Daðason ákvað í gær að hætta að þjálfa Fram í Pepsi-deildinni en hann tók við liðinu í sumar og gerði liðið að bikarmeisturum. Ríkharður fékk tilboð frá stjórn Fram en að hans mati fóru ekki saman markmið og metnaður hans og stjórnarinnar. „Auðvitað er ákveðin eftirsjá en ef að maður treystir sér ekki til að fara lengra á þeim forsendum sem gefnar eru upp þá er þetta niðurstaðan," sagði Ríkharður og hann segir félagið vera frekar að rifa seglin en hitt. " Ef að það er einhvern tímann staður og stund til að spýta í lófana, taka smá „sjénsa“ og gefa sér færi á að ná að komast aftur upp á meðal þeirra bestu þá er það þegar þú kemst í Evrópukeppni," segir Ríkharður. Ríkharður gerði Fram að bikarmeisturum í ágúst og talaði þá um að hann vildi halda áfram. „Ég var spurður að því þegar við urðum að bikarmeistarar. Þá hefði maður getað hugsað sér framhald en það var ekki í boði þá. Mér finnst að félagið hafi sóað dálitlum tíma síðan 17. ágúst og ekki gengið frá ákveðnum málum. Það spilar að einhverju leyti inn í ákvörðunina," segir Ríkharður. „Auðun Helga orðaði þetta ágætlega einhvers staðar að markmið og metnaður fara ekki alveg saman milli stjórnarinnar og okkar. Mér finnst það vera vel orðað hjá honum," segir Ríkharður en hann segir að launaliðurinn í samningnum hafi ekki verið vandamálið. „Ég sagði strax við Sverri (Einarsson formann) að ef að við náum saman um markmið og stefnu þá náum við klárlega saman um launalið. Mér fannst óþarfi að vera að tala um það. Að sama skapi vil ég heldur ekki vera að hnýta í Fram. Þetta er mitt uppeldisfélag og mér þykir vænt um Fram og mun alla tíð þykja vænt um Fram," segir Ríkharður. „Það er mikill söknuður að segja skilið við þetta starf en að sama skapi verður maður að vera trúr sínum prinsippum. Ég er mjög þakklátur stjórn Fram fyrir að hafa hringt í sumar og veitt mér tækifærið til þess að prófa þetta," segir Ríkharður og bætti við: „Við erum stoltir af því að hafa ásamt leikmannahóp og þeim sem komu að félaginu skilað fyrsta stóra titli félagsins í yfir tuttugu ár."
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Handbolti Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Fótbolti Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Handbolti Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Handbolti Fleiri fréttir Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Sjá meira