Ríkharður: Maður verður að vera trúr sínum prinsippum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. október 2013 06:30 Ríkharður Daðason. Mynd/Daníel Ríkharður Daðason ákvað í gær að hætta að þjálfa Fram í Pepsi-deildinni en hann tók við liðinu í sumar og gerði liðið að bikarmeisturum. Ríkharður fékk tilboð frá stjórn Fram en að hans mati fóru ekki saman markmið og metnaður hans og stjórnarinnar. „Auðvitað er ákveðin eftirsjá en ef að maður treystir sér ekki til að fara lengra á þeim forsendum sem gefnar eru upp þá er þetta niðurstaðan," sagði Ríkharður og hann segir félagið vera frekar að rifa seglin en hitt. " Ef að það er einhvern tímann staður og stund til að spýta í lófana, taka smá „sjénsa“ og gefa sér færi á að ná að komast aftur upp á meðal þeirra bestu þá er það þegar þú kemst í Evrópukeppni," segir Ríkharður. Ríkharður gerði Fram að bikarmeisturum í ágúst og talaði þá um að hann vildi halda áfram. „Ég var spurður að því þegar við urðum að bikarmeistarar. Þá hefði maður getað hugsað sér framhald en það var ekki í boði þá. Mér finnst að félagið hafi sóað dálitlum tíma síðan 17. ágúst og ekki gengið frá ákveðnum málum. Það spilar að einhverju leyti inn í ákvörðunina," segir Ríkharður. „Auðun Helga orðaði þetta ágætlega einhvers staðar að markmið og metnaður fara ekki alveg saman milli stjórnarinnar og okkar. Mér finnst það vera vel orðað hjá honum," segir Ríkharður en hann segir að launaliðurinn í samningnum hafi ekki verið vandamálið. „Ég sagði strax við Sverri (Einarsson formann) að ef að við náum saman um markmið og stefnu þá náum við klárlega saman um launalið. Mér fannst óþarfi að vera að tala um það. Að sama skapi vil ég heldur ekki vera að hnýta í Fram. Þetta er mitt uppeldisfélag og mér þykir vænt um Fram og mun alla tíð þykja vænt um Fram," segir Ríkharður. „Það er mikill söknuður að segja skilið við þetta starf en að sama skapi verður maður að vera trúr sínum prinsippum. Ég er mjög þakklátur stjórn Fram fyrir að hafa hringt í sumar og veitt mér tækifærið til þess að prófa þetta," segir Ríkharður og bætti við: „Við erum stoltir af því að hafa ásamt leikmannahóp og þeim sem komu að félaginu skilað fyrsta stóra titli félagsins í yfir tuttugu ár." Pepsi Max-deild karla Mest lesið Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Íslenski boltinn Ósáttur Ólafur á förum Íslenski boltinn Kidd kominn í eigendahóp Everton Enski boltinn „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ Körfubolti „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ Íslenski boltinn „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Íslenski boltinn „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Handbolti Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Íslenski boltinn „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Körfubolti „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Ósáttur Ólafur á förum Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Sjáðu hetjumark Höskuldar, kvartettinn í Kaplakrika og öll hin frá því í gær Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar „Ég fer bara sáttur á koddann“ Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Uppgjörið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” Sjá meira
Ríkharður Daðason ákvað í gær að hætta að þjálfa Fram í Pepsi-deildinni en hann tók við liðinu í sumar og gerði liðið að bikarmeisturum. Ríkharður fékk tilboð frá stjórn Fram en að hans mati fóru ekki saman markmið og metnaður hans og stjórnarinnar. „Auðvitað er ákveðin eftirsjá en ef að maður treystir sér ekki til að fara lengra á þeim forsendum sem gefnar eru upp þá er þetta niðurstaðan," sagði Ríkharður og hann segir félagið vera frekar að rifa seglin en hitt. " Ef að það er einhvern tímann staður og stund til að spýta í lófana, taka smá „sjénsa“ og gefa sér færi á að ná að komast aftur upp á meðal þeirra bestu þá er það þegar þú kemst í Evrópukeppni," segir Ríkharður. Ríkharður gerði Fram að bikarmeisturum í ágúst og talaði þá um að hann vildi halda áfram. „Ég var spurður að því þegar við urðum að bikarmeistarar. Þá hefði maður getað hugsað sér framhald en það var ekki í boði þá. Mér finnst að félagið hafi sóað dálitlum tíma síðan 17. ágúst og ekki gengið frá ákveðnum málum. Það spilar að einhverju leyti inn í ákvörðunina," segir Ríkharður. „Auðun Helga orðaði þetta ágætlega einhvers staðar að markmið og metnaður fara ekki alveg saman milli stjórnarinnar og okkar. Mér finnst það vera vel orðað hjá honum," segir Ríkharður en hann segir að launaliðurinn í samningnum hafi ekki verið vandamálið. „Ég sagði strax við Sverri (Einarsson formann) að ef að við náum saman um markmið og stefnu þá náum við klárlega saman um launalið. Mér fannst óþarfi að vera að tala um það. Að sama skapi vil ég heldur ekki vera að hnýta í Fram. Þetta er mitt uppeldisfélag og mér þykir vænt um Fram og mun alla tíð þykja vænt um Fram," segir Ríkharður. „Það er mikill söknuður að segja skilið við þetta starf en að sama skapi verður maður að vera trúr sínum prinsippum. Ég er mjög þakklátur stjórn Fram fyrir að hafa hringt í sumar og veitt mér tækifærið til þess að prófa þetta," segir Ríkharður og bætti við: „Við erum stoltir af því að hafa ásamt leikmannahóp og þeim sem komu að félaginu skilað fyrsta stóra titli félagsins í yfir tuttugu ár."
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Íslenski boltinn Ósáttur Ólafur á förum Íslenski boltinn Kidd kominn í eigendahóp Everton Enski boltinn „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ Körfubolti „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ Íslenski boltinn „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Íslenski boltinn „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Handbolti Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Íslenski boltinn „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Körfubolti „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Ósáttur Ólafur á förum Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Sjáðu hetjumark Höskuldar, kvartettinn í Kaplakrika og öll hin frá því í gær Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar „Ég fer bara sáttur á koddann“ Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Uppgjörið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” Sjá meira