Íslenski boltinn

Leikmenn fá að reyna sig í nýjum stöðum á móti Sviss

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Freyr Alexandersson.
Freyr Alexandersson. Mynd/Valli
Freyr Alexandersson, nýr þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta, var ekki tilbúinn að gefa mikið upp um leikkerfi eða skipulag íslenska liðsins í fyrsta leiknum undir hans stjórn sem verður á móti Sviss á Laugardalsvellinum á fimmtudaginn.

„Ég get lofað þér því að við erum ekki að fara pakka í vörn. Við þurfum að pressa á ákveðnum stöðum og verðum með lausnir á þessu," sagði Freyr aðspurður um hvernig hann ætlar að stoppa stórskotalið Sviss sem skoraði 9 mörk í leik á móti Serbíu um síðustu helgi.

„Ég er að reyna að nýta það að þær svissnesku vita ekki hvað ég er að hugsa. Ég þarf að nota það vopn og gef því ekki mikið upp leikfræði eða skipulag á þessari stundu," sagði Freyr. Hann var þó tilbúin að leka því að leikmenn í liðinu fái að reyna sig í nýjum stöðum í leiknum.

„Stelpurnar eru ótrúlega jákvæðar og mjög einbeittar. Ég er búin að reyna að hafa fundina stutta þannig að við séum ekki að taka þetta allt á lokadegi. Við ætlum að taka þetta í skrefum og þær eru opnar fyrir öllu og tilbúnar að spyrja. Þær vilja læra og þetta er frábær hópur," sagði Freyr.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×