Ásgerður: Frekar löng leið fyrir mig inn í landsliðið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. september 2013 13:15 Ásgerður Stefanía Baldursdóttir með hinum Stjörnustelpunum í landsliðinu. Mynd/Valli Ásgerður Stefanía Baldursdóttir, fyrirliði Íslandsmeistara Stjörnunnar, var valin í landsliðið í fyrsta sinn fyrir leikinn á móti Sviss í kvöld en hún er ein af sex Stjörnustelpum í hópnum. „Það hefur verið frekar löng leið fyrir mig inn í landsliðið og ég er ekki yngsti leikmaðurinn í hópnum," segir Ásgerður Stefanía Baldursdóttir sem er 26 ára gömul en hefur tekið stóran þátt í magnaðri uppbyggingu kvennaliðs Stjörnunnar undanfarin ár. Stjörnuliðið vann alla 18 leiki síns í Pepsi-deild kvenna í sumar og setti nýtt og glæsilegt stigamet. „Það er frábær endir á flottu tímabili að fá að vera með landsliðinu. Þetta var frábært tímabil hjá okkur í Stjörnunni og ágætt að enda hér," sagði Ásgerður Stefanía Baldursdóttir. „Við vorum fimm á EM þannig að það er ekkert nýtt að Stjörnustelpur séu að vinna sér sæti í landsliðinu," segir Ásgerður Stefanía Baldursdóttir en tvær Stjörnukonur komu nú inn í liðið en ein missti sæti sitt. Var það eitthvað mál á æfingu? „Það voru engar æfingar hjá okkur eftir valið," sagði Ásgerður í léttum tón en bætti strax við: „Við erum í þessu allar saman og samgleðjumst með hverri annarri," sagði Ásgerður. „Láki var með einhverja fyrirsögn um að það ættu fleiri Stjörnustelpur að vera í landsliðinu en ég held að það hafi ekki verið margir að hlusta á hann frekar en fyrri daginn," segir Ásgerður um þá kröfu Stjörnuþjálfarans Þorláks Árnasonar að Stjarnan ætti að vera með fleiri landsliðskonur. Ásgerður kemur inn í landsliðið á tímamótum því Freyr Alexandersson tók við liðinu á dögunum. „Þetta hefur verið svipað og ég bjóst við. Ég vissi að Freyr væri skipulagður og góður þjálfari og hann hefur ekki komið mér á óvart í því," sagði Ásgerður um reynsluna af fyrstu landsliðsæfingunum. Ásgerður spilar gríðarlega mikilvægt hlutverk á miðju Stjörnunnar en það taka ekki allir eftir framlagi hennar til liðsins. Hún vinnur fyrir liðsfélagana og heldur hlutunum gangandi. „Það eru einhverjir í liðinu sem taka eftir því og þjálfarinn væntanlega. Ég er ekki mikið að pæla í því að fá ekki hrós utan frá því ég fær nógu mikið hrós frá liðsfélögunum og þeim sem koma að Stjörnunni," segir Ásgerður. „Ég er með þrjá eða fjóra kjúklinga við hliðina á mér og einhver þarf að stjórna þeim. Ég læt þær alveg heyra það," sagði Ásgerður að lokum. Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Fótbolti Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Handbolti LIV-stjörnur þekkjast ekki boð PGA-manna Golf Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu Fótbolti Fleiri fréttir Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Sjá meira
Ásgerður Stefanía Baldursdóttir, fyrirliði Íslandsmeistara Stjörnunnar, var valin í landsliðið í fyrsta sinn fyrir leikinn á móti Sviss í kvöld en hún er ein af sex Stjörnustelpum í hópnum. „Það hefur verið frekar löng leið fyrir mig inn í landsliðið og ég er ekki yngsti leikmaðurinn í hópnum," segir Ásgerður Stefanía Baldursdóttir sem er 26 ára gömul en hefur tekið stóran þátt í magnaðri uppbyggingu kvennaliðs Stjörnunnar undanfarin ár. Stjörnuliðið vann alla 18 leiki síns í Pepsi-deild kvenna í sumar og setti nýtt og glæsilegt stigamet. „Það er frábær endir á flottu tímabili að fá að vera með landsliðinu. Þetta var frábært tímabil hjá okkur í Stjörnunni og ágætt að enda hér," sagði Ásgerður Stefanía Baldursdóttir. „Við vorum fimm á EM þannig að það er ekkert nýtt að Stjörnustelpur séu að vinna sér sæti í landsliðinu," segir Ásgerður Stefanía Baldursdóttir en tvær Stjörnukonur komu nú inn í liðið en ein missti sæti sitt. Var það eitthvað mál á æfingu? „Það voru engar æfingar hjá okkur eftir valið," sagði Ásgerður í léttum tón en bætti strax við: „Við erum í þessu allar saman og samgleðjumst með hverri annarri," sagði Ásgerður. „Láki var með einhverja fyrirsögn um að það ættu fleiri Stjörnustelpur að vera í landsliðinu en ég held að það hafi ekki verið margir að hlusta á hann frekar en fyrri daginn," segir Ásgerður um þá kröfu Stjörnuþjálfarans Þorláks Árnasonar að Stjarnan ætti að vera með fleiri landsliðskonur. Ásgerður kemur inn í landsliðið á tímamótum því Freyr Alexandersson tók við liðinu á dögunum. „Þetta hefur verið svipað og ég bjóst við. Ég vissi að Freyr væri skipulagður og góður þjálfari og hann hefur ekki komið mér á óvart í því," sagði Ásgerður um reynsluna af fyrstu landsliðsæfingunum. Ásgerður spilar gríðarlega mikilvægt hlutverk á miðju Stjörnunnar en það taka ekki allir eftir framlagi hennar til liðsins. Hún vinnur fyrir liðsfélagana og heldur hlutunum gangandi. „Það eru einhverjir í liðinu sem taka eftir því og þjálfarinn væntanlega. Ég er ekki mikið að pæla í því að fá ekki hrós utan frá því ég fær nógu mikið hrós frá liðsfélögunum og þeim sem koma að Stjörnunni," segir Ásgerður. „Ég er með þrjá eða fjóra kjúklinga við hliðina á mér og einhver þarf að stjórna þeim. Ég læt þær alveg heyra það," sagði Ásgerður að lokum.
Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Fótbolti Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Handbolti LIV-stjörnur þekkjast ekki boð PGA-manna Golf Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu Fótbolti Fleiri fréttir Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Sjá meira