Grétar Rafn leggur skóna á hilluna Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 27. september 2013 08:57 Grétar Rafn Steinsson. Mynd/Twitter Landsliðsmaðurinn Grétar Rafn Steinsson hefur gengið frá samningsslitum við tyrkneska félagið Kayserispor. Siglfirðingurinn hefur þó langt í frá slitið tengslin við fótboltann. Grétar Rafn samdi við tyrkneska félagið sumarið 2012 og spilaði fyrstu leikina með liðinu síðustu leikíð. Bakvörðurinn meiddist hins vegar í nóvember og hefur ekkert leikið síðan. Hann segir í viðtali við DV að meiðslin hafi verið þess eðlis að 90 prósent líkur hafi verið á því að ferlinum væri lokið. „En þrátt fyrir það þá gafst maður aldrei upp og möguleikinn á að leika á HM með landsliðinu var eitthvað sem maður notaði sem gulrót, fór tvisvar í líkamsrækt á dag, hitti sérfræðinga og reyndi allt sem maður gat til að komast á HM,“ segir Grétar Rafn í viðtalinu. Eftir því sem tíminn hafi liðið og fleiri sérfræðingar tilkynnt honum að þeir þorðu ekki að skera hann upp hafi vonin dvínað. Nú hafi hann gengið frá sínum málum í Tyrklandi en hvergi nærri hættur viðskiptum af knattspyrnu. Grétar Rafn segir að sér standi til boða að starfa hjá AZ Alkmaar. Hollenska félagið, sem Grétar Rafn spilaði hjá á sínum tíma, tilkynnti honum að það vildi hann til starfa á næsta ári. Ekki liggur fullkomleg ljóst fyrir hvers eðlis starfið sé en Grétar Rafn segist þó ekki ætla að pússa neina skó hjá félaginu. Siglfirðingurinn ætlar að nýta tímann vel þangað til hann mætir til AZ. Hann er á ferð og flugi að kynnast félögum víða um heim. Framundan eru heimsóknir til Liverpool, West Brom, félaga í Kanada og Búlgaríu. Hann vilji læra sem mest svo hann mæti ekki grænn á bak við eyrun til starfa hjá AZ. Grétar Rafn, sem lék 46 sinnum fyrir A-landslið Íslands og skoraði fjögur mörk reiknar ekki með því að starfa í framtíðinni sem knattspyrnustjóri. Heldur ekki sem umboðsmaður en það sé harður bransi.Grétar Rafn á æfingu með íslenska landsliðinu.„Ef þú lítur á íslenska markaðinn þá eru ekki margir leikmenn sem geta haldið bolta á lofti sem ekki eru komnir með umboðsmann. Það eru allir með umboðsmann þó þeir eigi kannski ekki möguleika á því að verða nokkurn tímann atvinnumenn,“ segir Grétar Rafn í viðtalinu við DV. Sjálfur lenti Grétar Rafn í því að umboðsmaður hans hjá Bolton, og einn af hans bestu vinum, reyndist starfa á fölskum forsendum. Fór svo að Bolton neitaði að semja við Grétar Rafn í gegnum viðkomandi mann sem taldi sig verða af tekjumissi fyrir vikið. Eftir að hafa fengið neitun á greiðslu frá Bolton mætti hann ásamt öðrum karlmanni heim til Grétars Rafns og krafði hann um greiðslu. „Ég samþykkti að gera það vegna þess að þeir voru þarna heima hjá mér og þarna kominn maður sem ég hafði aldrei séð áður. Mun stærri í vexti en ég,“ segir Grétar Rafn. Í kjölfarið hafi hann fengið sér öryggisverði til að vera fyrir utan húsið. Skilnaðarmál Grétars Rafns við eiginkonu sína fyrir nokkrum árum varð þess valdandi að hann gaf ekki kost á sér í verkefni með landsliðinu. Hann segist oft hafa komist í klandur hjá félagsliðum sínum fyrir að spila með landsliðinu gegn vilja forráðamanna félaganna, bæði hjá Bolton og í Tyrklandi.Viðtalið í heild sinni má sjá í DV í dag. Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Fótbolti Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Enski boltinn Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Enski boltinn Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Sport Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Enski boltinn Gaf tannlækninum teinanna sína Fótbolti Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Enski boltinn Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Enski boltinn Fleiri fréttir Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur ÍR aftur á toppinn Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Sjá meira
Landsliðsmaðurinn Grétar Rafn Steinsson hefur gengið frá samningsslitum við tyrkneska félagið Kayserispor. Siglfirðingurinn hefur þó langt í frá slitið tengslin við fótboltann. Grétar Rafn samdi við tyrkneska félagið sumarið 2012 og spilaði fyrstu leikina með liðinu síðustu leikíð. Bakvörðurinn meiddist hins vegar í nóvember og hefur ekkert leikið síðan. Hann segir í viðtali við DV að meiðslin hafi verið þess eðlis að 90 prósent líkur hafi verið á því að ferlinum væri lokið. „En þrátt fyrir það þá gafst maður aldrei upp og möguleikinn á að leika á HM með landsliðinu var eitthvað sem maður notaði sem gulrót, fór tvisvar í líkamsrækt á dag, hitti sérfræðinga og reyndi allt sem maður gat til að komast á HM,“ segir Grétar Rafn í viðtalinu. Eftir því sem tíminn hafi liðið og fleiri sérfræðingar tilkynnt honum að þeir þorðu ekki að skera hann upp hafi vonin dvínað. Nú hafi hann gengið frá sínum málum í Tyrklandi en hvergi nærri hættur viðskiptum af knattspyrnu. Grétar Rafn segir að sér standi til boða að starfa hjá AZ Alkmaar. Hollenska félagið, sem Grétar Rafn spilaði hjá á sínum tíma, tilkynnti honum að það vildi hann til starfa á næsta ári. Ekki liggur fullkomleg ljóst fyrir hvers eðlis starfið sé en Grétar Rafn segist þó ekki ætla að pússa neina skó hjá félaginu. Siglfirðingurinn ætlar að nýta tímann vel þangað til hann mætir til AZ. Hann er á ferð og flugi að kynnast félögum víða um heim. Framundan eru heimsóknir til Liverpool, West Brom, félaga í Kanada og Búlgaríu. Hann vilji læra sem mest svo hann mæti ekki grænn á bak við eyrun til starfa hjá AZ. Grétar Rafn, sem lék 46 sinnum fyrir A-landslið Íslands og skoraði fjögur mörk reiknar ekki með því að starfa í framtíðinni sem knattspyrnustjóri. Heldur ekki sem umboðsmaður en það sé harður bransi.Grétar Rafn á æfingu með íslenska landsliðinu.„Ef þú lítur á íslenska markaðinn þá eru ekki margir leikmenn sem geta haldið bolta á lofti sem ekki eru komnir með umboðsmann. Það eru allir með umboðsmann þó þeir eigi kannski ekki möguleika á því að verða nokkurn tímann atvinnumenn,“ segir Grétar Rafn í viðtalinu við DV. Sjálfur lenti Grétar Rafn í því að umboðsmaður hans hjá Bolton, og einn af hans bestu vinum, reyndist starfa á fölskum forsendum. Fór svo að Bolton neitaði að semja við Grétar Rafn í gegnum viðkomandi mann sem taldi sig verða af tekjumissi fyrir vikið. Eftir að hafa fengið neitun á greiðslu frá Bolton mætti hann ásamt öðrum karlmanni heim til Grétars Rafns og krafði hann um greiðslu. „Ég samþykkti að gera það vegna þess að þeir voru þarna heima hjá mér og þarna kominn maður sem ég hafði aldrei séð áður. Mun stærri í vexti en ég,“ segir Grétar Rafn. Í kjölfarið hafi hann fengið sér öryggisverði til að vera fyrir utan húsið. Skilnaðarmál Grétars Rafns við eiginkonu sína fyrir nokkrum árum varð þess valdandi að hann gaf ekki kost á sér í verkefni með landsliðinu. Hann segist oft hafa komist í klandur hjá félagsliðum sínum fyrir að spila með landsliðinu gegn vilja forráðamanna félaganna, bæði hjá Bolton og í Tyrklandi.Viðtalið í heild sinni má sjá í DV í dag.
Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Fótbolti Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Enski boltinn Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Enski boltinn Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Sport Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Enski boltinn Gaf tannlækninum teinanna sína Fótbolti Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Enski boltinn Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Enski boltinn Fleiri fréttir Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur ÍR aftur á toppinn Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Sjá meira