Íslenski boltinn

Framkvæmdarstjóri Leiknis hvetur Völsung til að gefa lokaleikinn

Stefán Árni Pálsson skrifar
Mynd/Már Höskuldsson
Ótrúleg staða er kominn upp í 1. deild karla í knattspyrnu og spennan í toppbaráttunni er með ólíkindum.

Eitt stig skilur að efsta sætið og hið fjórða en liðin fjögur geta í raun öll ennþá unnið 1. deildina í ár og farið upp í Pepsi-deildina.

Heil umferð fer fram næstkomandi laugardag og þar mætast:

14:00    Selfoss - KF    Selfossvöllur                   

14:00    Tindastóll - BÍ/Bolungarvík                   

14:00    Grindavík - KA    

14:00    Völsungur - Haukar             

14:00    Leiknir R. - Fjölnir                       

14:00    Þróttur R. - Víkingur R.

Botnlið Völsungs tapaði skelfilega gegn Víkingum 16-0 um helgina en úrslitin setja Víkinga í frábær mál varðandi markatölu en markatala er gríðarlega mikilvæg þegar kemur að lokaumferðinni.

Þórður Einarsson,  framkvæmdastjóri Leiknis, hvetur Völsung til að gefa leikinn gegn Haukum á laugardaginn á Twittersíðu sinni.

Þar vísar hann í 39. grein knattspyrnulaganna en þar segir að ef lið mæti ekki til leiks mun það tapa leiknum 3-0. Komi svo að markamismunur ráði sætaniðurröðun í deildinni munu mörk í leikjum félagsins sem mætti ekki til leiks ekki teljast með.

Ef Völsungur mætir því ekki til leiks á laugardaginn mun stórsigur Víkinga ekki teljast með þegar kemur að sætaniðurröðun deildarinnar, frekar en önnur mörk liða gegn Völsungi í sumar.

Staðan í deildinni:

  1. Fjölnir         21 12  4  5  35:23  40

  2. Víkingur R.  21 11  6  4  54:27  39

  3. Grindavík    21 12  3  6  49:31  39

  4. Haukar       21 11  6  4  42:29  39

  5. BÍ/Bolungarv 21 12  1  8  45:39  37

  6. KA           21  9  5  7  37:29  32

  7. Leiknir R.   21  9  5  7  35:28  32

  8. Selfoss      21  8  3 10  42:35  27

  9. Tindastóll   21  6  7  8  29:38  25

 10. Þróttur      21  7  2 12  25:34  23

 11. KF           21  4  6 11  22:39  18

 12. Völsungur    21  0  2 19  15:78   2








Fleiri fréttir

Sjá meira


×