Bloggari gagnrýndur fyrir vídeófærslu 4. september 2013 16:00 Garance Doré ásamt kærasta sínum, bloggaranum Scott Schuman. Nordicphotos/getty Tískubloggarinn Garance Doré hefur hlotið nokkra gagnrýni fyrir vídeóbloggfærslu þar sem hún og vinkonur hennar sjást ræða sín á milli hvort þær eigi að snæða eftirrétt á meðan á tískuvikunni í New York stendur. Sumir lesendur bloggsins brugðust ókvæða við og spurðu Doré hvernig henni dytti í hug að ýta undir það að konur neiti sér um mat. „Ég vildi sýna nákvæmlega hvernig vinkonur tala, ekki þessa brengluðu mynd sem dregin er upp af konum í fjölmiðlum,“ útskýrði Doré, sem gefur lítið fyrir gagnrýnina. „Í dag þykir frábært að heyra grannvaxna stúlku greina frá því að hún elski að borða hamborgara í öll mál, og mér líkar sú þróun illa. Þetta er einfaldlega ekki satt. Ef einhver borðar borgara og kökur í öll mál, mun sá hinn sami þyngjast. Ég held við hljótum öll að geta sæst á það,“ ritar Doré og þakkar um leið leikkonunni og handritshöfundinum Lenu Dunham fyrir sjónvarpsþáttinn Girls, en bloggaranum þykja þeir þættir sýna konur í réttu ljósi. „Það er svo auðvelt að fá leikkonu til að borða eins og unglingur á skjánum (Húrra. Hún borðar. Hún er alveg eins og ég! Ég samsama mig henni! Mér líður vel!) en sýna um leið grannvaxinn líkama hennar. Þegar ég borða bollakökur alla daga þá passa ég ekki lengur í gallabuxurnar mínar. Það er svo auðvelt að gleyma því að það er verið að sýna okkur ævintýri,“ ritar Doré jafnframt. Færsluna má lesa í heild sinni hér. Mest lesið Saga sagði já við Sturlu Lífið Illa vegið að íslenskum bjór Lífið Glænýtt par á glænýju ári Lífið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning „Ég þekki mann sem að móðgast yfir dagskránni á RÚV“ Lífið Atli Steinn genginn í það heilaga Lífið Lúxusíbúð Kára og Erlu til Bandaríkjamanna Lífið Arnarsson mætti rétt fyrir árslok Lífið Sagði barni að halda kjafti Lífið Fólk tjáir sig um skaupið Lífið Fleiri fréttir Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Sjá meira
Tískubloggarinn Garance Doré hefur hlotið nokkra gagnrýni fyrir vídeóbloggfærslu þar sem hún og vinkonur hennar sjást ræða sín á milli hvort þær eigi að snæða eftirrétt á meðan á tískuvikunni í New York stendur. Sumir lesendur bloggsins brugðust ókvæða við og spurðu Doré hvernig henni dytti í hug að ýta undir það að konur neiti sér um mat. „Ég vildi sýna nákvæmlega hvernig vinkonur tala, ekki þessa brengluðu mynd sem dregin er upp af konum í fjölmiðlum,“ útskýrði Doré, sem gefur lítið fyrir gagnrýnina. „Í dag þykir frábært að heyra grannvaxna stúlku greina frá því að hún elski að borða hamborgara í öll mál, og mér líkar sú þróun illa. Þetta er einfaldlega ekki satt. Ef einhver borðar borgara og kökur í öll mál, mun sá hinn sami þyngjast. Ég held við hljótum öll að geta sæst á það,“ ritar Doré og þakkar um leið leikkonunni og handritshöfundinum Lenu Dunham fyrir sjónvarpsþáttinn Girls, en bloggaranum þykja þeir þættir sýna konur í réttu ljósi. „Það er svo auðvelt að fá leikkonu til að borða eins og unglingur á skjánum (Húrra. Hún borðar. Hún er alveg eins og ég! Ég samsama mig henni! Mér líður vel!) en sýna um leið grannvaxinn líkama hennar. Þegar ég borða bollakökur alla daga þá passa ég ekki lengur í gallabuxurnar mínar. Það er svo auðvelt að gleyma því að það er verið að sýna okkur ævintýri,“ ritar Doré jafnframt. Færsluna má lesa í heild sinni hér.
Mest lesið Saga sagði já við Sturlu Lífið Illa vegið að íslenskum bjór Lífið Glænýtt par á glænýju ári Lífið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning „Ég þekki mann sem að móðgast yfir dagskránni á RÚV“ Lífið Atli Steinn genginn í það heilaga Lífið Lúxusíbúð Kára og Erlu til Bandaríkjamanna Lífið Arnarsson mætti rétt fyrir árslok Lífið Sagði barni að halda kjafti Lífið Fólk tjáir sig um skaupið Lífið Fleiri fréttir Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Sjá meira