Yfirlýsing frá Eddu Garðarsdóttur Stefán Árni Pálsson skrifar 24. ágúst 2013 18:40 Edda Garðarsdóttir Mynd/Stefán Undanfarna viku hefur verið fjallað mikið um samskipti landsliðsmanna kvennalandsliðsins við fráfarandi þjálfara Íslands Sigurð Ragnar Eyjólfsson. Þjálfarinn hefur stigið fram og tjáð sig um bréf sem honum barst frá ákveðnum leikmönnum liðsins um að hann ætti að stíga til hliðar. Edda Garðarsdóttir, fyrrum leikmaður íslenska landsliðsins, sagði í viðtali við Vísi fyrr í vikunni að það væri gott fyrir alla að Sigurður Ragnar Eyjólfsson myndi snúa sér að öðrum verkefnum.Í morgun fjallaði Fréttablaðið um það hvaða leikmenn sendu Sigurði bréf og saga íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu var einnig rakinn en leikmenn liðsins hafa áður bolað landsliðsþjálfara úr starfi. Edda vill meina að hún hafi ekki komið nálægt starfslokum Sigurðar Ragnars og annarra landsliðsþjálfara undanfarinn áratug. Edda Garðarsdóttir hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna málsins.„Í Fréttablaðinu í dag laugardaginn 24. ágúst er að finna umfjöllun um málefni íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu. Þar er m.a. haft eftir Þórði Lárussyni, fyrrum landsliðsþjálfara kvennalandsliðsins, að undirrituð hafi „staðið framarlega“ í einhvers konar hópefli gegn honum á sínum tíma undir fyrirsögninni „Tíu leikmenn ráku landsliðsþjálfarann“.Af þessu tilefni vil ég taka eftirfarandi fram: Ég kom með engum hætti, hvorki formlega né óformlega, að starfslokum Þórðar Lárussonar sem landsliðsþjálfara á sínum tíma né heldur Sigurðar Ragnar Eyjólfssonar. Ákvörðun um ráðningu landsliðsþjálfara er og hefur alltaf verið alfarið í höndum KSÍ og ég hef engin samskipti átt við sambandið, hvorki í tíð Þórðar né Sigurðar Ragnars, um málefni landsliðsþjálfarans. Harma ég að nafn mitt sé dregið inn í umræðuna með þessum hætti.Það er eðli keppnisíþrótta að skiptar skoðanir geta verið á frammistöðu jafnt leikmanna sem þjálfara. Slík umræða er ekki einskorðuð við kvennalandsliðið í knattspyrnu og ekkert óeðliegt að umræða um framtíðina eigi sér stað á vettvangi þess. Landsliðið hefur náð mjög góðum árangri á undanförnum árum og skipað sér í röð bestu landsliða Evrópu. Nú skiptir mestu að viðhalda þeim góða árangri í stað þess að reyna að ala á úlfúð á milli leikmanna, þjálfara og KSÍ.Takk fyrir,Edda GarðarsdóttirFyrrverandi landsliðskona í knattspyrnu“ Íslenski boltinn Mest lesið Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Fótbolti Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Fótbolti Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Handbolti Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Enski boltinn Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Handbolti Alcaraz sjokkerar tennisheiminn Sport Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Enski boltinn Fleiri fréttir Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Yngir upp í allt of gamalli deild Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Sjá meira
Undanfarna viku hefur verið fjallað mikið um samskipti landsliðsmanna kvennalandsliðsins við fráfarandi þjálfara Íslands Sigurð Ragnar Eyjólfsson. Þjálfarinn hefur stigið fram og tjáð sig um bréf sem honum barst frá ákveðnum leikmönnum liðsins um að hann ætti að stíga til hliðar. Edda Garðarsdóttir, fyrrum leikmaður íslenska landsliðsins, sagði í viðtali við Vísi fyrr í vikunni að það væri gott fyrir alla að Sigurður Ragnar Eyjólfsson myndi snúa sér að öðrum verkefnum.Í morgun fjallaði Fréttablaðið um það hvaða leikmenn sendu Sigurði bréf og saga íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu var einnig rakinn en leikmenn liðsins hafa áður bolað landsliðsþjálfara úr starfi. Edda vill meina að hún hafi ekki komið nálægt starfslokum Sigurðar Ragnars og annarra landsliðsþjálfara undanfarinn áratug. Edda Garðarsdóttir hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna málsins.„Í Fréttablaðinu í dag laugardaginn 24. ágúst er að finna umfjöllun um málefni íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu. Þar er m.a. haft eftir Þórði Lárussyni, fyrrum landsliðsþjálfara kvennalandsliðsins, að undirrituð hafi „staðið framarlega“ í einhvers konar hópefli gegn honum á sínum tíma undir fyrirsögninni „Tíu leikmenn ráku landsliðsþjálfarann“.Af þessu tilefni vil ég taka eftirfarandi fram: Ég kom með engum hætti, hvorki formlega né óformlega, að starfslokum Þórðar Lárussonar sem landsliðsþjálfara á sínum tíma né heldur Sigurðar Ragnar Eyjólfssonar. Ákvörðun um ráðningu landsliðsþjálfara er og hefur alltaf verið alfarið í höndum KSÍ og ég hef engin samskipti átt við sambandið, hvorki í tíð Þórðar né Sigurðar Ragnars, um málefni landsliðsþjálfarans. Harma ég að nafn mitt sé dregið inn í umræðuna með þessum hætti.Það er eðli keppnisíþrótta að skiptar skoðanir geta verið á frammistöðu jafnt leikmanna sem þjálfara. Slík umræða er ekki einskorðuð við kvennalandsliðið í knattspyrnu og ekkert óeðliegt að umræða um framtíðina eigi sér stað á vettvangi þess. Landsliðið hefur náð mjög góðum árangri á undanförnum árum og skipað sér í röð bestu landsliða Evrópu. Nú skiptir mestu að viðhalda þeim góða árangri í stað þess að reyna að ala á úlfúð á milli leikmanna, þjálfara og KSÍ.Takk fyrir,Edda GarðarsdóttirFyrrverandi landsliðskona í knattspyrnu“
Íslenski boltinn Mest lesið Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Fótbolti Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Fótbolti Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Handbolti Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Enski boltinn Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Handbolti Alcaraz sjokkerar tennisheiminn Sport Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Enski boltinn Fleiri fréttir Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Yngir upp í allt of gamalli deild Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Sjá meira