Regnbogabörn komu út í tapi: „Gjald borgarinnar fyrir neðan allar hellur" Boði Logason skrifar 11. ágúst 2013 12:28 Dagur B. Eggertsson, formaður borgarráðs, og Stefán Karl Stefánsson á góðri stundu. Mynd úr safni Regnbogabörn komu út í tapi eftir fjáröflun samtakanna miðborginni í gær. Sjálfsagt að greiða gjald til borgarinnar, en 100 þúsund krónur er einfaldlega fyrir neðan allar hellur, segir stofnandi samtakanna. Það er sjálfsagt að greiða gjald til borgarinnar fyrir leigu á sölubás í miðborginni á hátíðisdögum, en 100 þúsund krónur er einfaldlega of mikið. Fjöldasamtök áhugafólks um eineltismál, Regnbogabörn, voru með sölubás á Hinseigin-dögum í gær, þar sem boðið var upp á Candy Floss, nammi og aðrar veitingar. Stefán Karl Stefánsson, leikari og stofnandi samtakanna, segir að samtökin hafi selt góðgæti fyrir um 130 þúsund krónur.Samtökin leigðu söluvagn fyrir tuttugu þúsund krónur og svo kostaði nammið sem selt var rúmlega þrjátíu þúsund krónur. Þegar hann gerði upp í lok dag nam tap samtakanna, eftir fjáröflunina, um 26 þúsund krónum. Það sem vegur þyngst í því er eflaust stöðugjald sem þarf að greiða Reykjavíkurborg - 100 þúsund krónur fyrir einn dag. „Þetta þykir mér gersamlega fyrir neðan allar hellur. Það er alveg sjálfsagt að greiða eitthvað gjald til borgarinnar fyrir aðstöðu, rafmagn og fleira. Það sem skýtur skökku í þessu er að mánaðargjald fyrir götu- og torgsölu, frá níu á morgnanna til sex á daginn, er 20 þúsund krónur á mánuði. Fyrir þennan eina tiltekna dag er það 100 þúsund krónur. Þetta er svipað eins og ef Mál og Menning, Iða og bókabúðir í Reykjavík þyrftu að borga fjórfalt fasteignagjald yfir jólabókarflóðið - bara vegna þess að þær græða svo mikið á því," segir Stefán Karl. Hann segir að markmiðið með sölubásnum í miðborginni í gær hafi verið að safna pening fyrir samtökin. Það hafi því verið mjög skrítin tilfinning að selja fyrir 130 þúsund krónur - en koma samt út í tapi. Það sem mér finnst leiðinlegt er að við komum út í þessu tapi. En það er allt í lagi ég tek það bara persónulega á mig, og greiði það tap sjálfur. Þetta verður að laga. Það er sjálfsagt að greiða gjald til borgarinnar, en 100 þúsund krónur fyrir söluglugga, sem er raunverulega ekki nema frá klukkan 13 til 17, er bara fyrir neðan allar hellur,“ segir Stefán Karl að lokum. Mest lesið Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Innlent Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Erlent Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Innlent Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Innlent Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Innlent Fleiri fréttir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni Sjá meira
Regnbogabörn komu út í tapi eftir fjáröflun samtakanna miðborginni í gær. Sjálfsagt að greiða gjald til borgarinnar, en 100 þúsund krónur er einfaldlega fyrir neðan allar hellur, segir stofnandi samtakanna. Það er sjálfsagt að greiða gjald til borgarinnar fyrir leigu á sölubás í miðborginni á hátíðisdögum, en 100 þúsund krónur er einfaldlega of mikið. Fjöldasamtök áhugafólks um eineltismál, Regnbogabörn, voru með sölubás á Hinseigin-dögum í gær, þar sem boðið var upp á Candy Floss, nammi og aðrar veitingar. Stefán Karl Stefánsson, leikari og stofnandi samtakanna, segir að samtökin hafi selt góðgæti fyrir um 130 þúsund krónur.Samtökin leigðu söluvagn fyrir tuttugu þúsund krónur og svo kostaði nammið sem selt var rúmlega þrjátíu þúsund krónur. Þegar hann gerði upp í lok dag nam tap samtakanna, eftir fjáröflunina, um 26 þúsund krónum. Það sem vegur þyngst í því er eflaust stöðugjald sem þarf að greiða Reykjavíkurborg - 100 þúsund krónur fyrir einn dag. „Þetta þykir mér gersamlega fyrir neðan allar hellur. Það er alveg sjálfsagt að greiða eitthvað gjald til borgarinnar fyrir aðstöðu, rafmagn og fleira. Það sem skýtur skökku í þessu er að mánaðargjald fyrir götu- og torgsölu, frá níu á morgnanna til sex á daginn, er 20 þúsund krónur á mánuði. Fyrir þennan eina tiltekna dag er það 100 þúsund krónur. Þetta er svipað eins og ef Mál og Menning, Iða og bókabúðir í Reykjavík þyrftu að borga fjórfalt fasteignagjald yfir jólabókarflóðið - bara vegna þess að þær græða svo mikið á því," segir Stefán Karl. Hann segir að markmiðið með sölubásnum í miðborginni í gær hafi verið að safna pening fyrir samtökin. Það hafi því verið mjög skrítin tilfinning að selja fyrir 130 þúsund krónur - en koma samt út í tapi. Það sem mér finnst leiðinlegt er að við komum út í þessu tapi. En það er allt í lagi ég tek það bara persónulega á mig, og greiði það tap sjálfur. Þetta verður að laga. Það er sjálfsagt að greiða gjald til borgarinnar, en 100 þúsund krónur fyrir söluglugga, sem er raunverulega ekki nema frá klukkan 13 til 17, er bara fyrir neðan allar hellur,“ segir Stefán Karl að lokum.
Mest lesið Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Innlent Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Erlent Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Innlent Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Innlent Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Innlent Fleiri fréttir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni Sjá meira