Regnbogabörn komu út í tapi: „Gjald borgarinnar fyrir neðan allar hellur" Boði Logason skrifar 11. ágúst 2013 12:28 Dagur B. Eggertsson, formaður borgarráðs, og Stefán Karl Stefánsson á góðri stundu. Mynd úr safni Regnbogabörn komu út í tapi eftir fjáröflun samtakanna miðborginni í gær. Sjálfsagt að greiða gjald til borgarinnar, en 100 þúsund krónur er einfaldlega fyrir neðan allar hellur, segir stofnandi samtakanna. Það er sjálfsagt að greiða gjald til borgarinnar fyrir leigu á sölubás í miðborginni á hátíðisdögum, en 100 þúsund krónur er einfaldlega of mikið. Fjöldasamtök áhugafólks um eineltismál, Regnbogabörn, voru með sölubás á Hinseigin-dögum í gær, þar sem boðið var upp á Candy Floss, nammi og aðrar veitingar. Stefán Karl Stefánsson, leikari og stofnandi samtakanna, segir að samtökin hafi selt góðgæti fyrir um 130 þúsund krónur.Samtökin leigðu söluvagn fyrir tuttugu þúsund krónur og svo kostaði nammið sem selt var rúmlega þrjátíu þúsund krónur. Þegar hann gerði upp í lok dag nam tap samtakanna, eftir fjáröflunina, um 26 þúsund krónum. Það sem vegur þyngst í því er eflaust stöðugjald sem þarf að greiða Reykjavíkurborg - 100 þúsund krónur fyrir einn dag. „Þetta þykir mér gersamlega fyrir neðan allar hellur. Það er alveg sjálfsagt að greiða eitthvað gjald til borgarinnar fyrir aðstöðu, rafmagn og fleira. Það sem skýtur skökku í þessu er að mánaðargjald fyrir götu- og torgsölu, frá níu á morgnanna til sex á daginn, er 20 þúsund krónur á mánuði. Fyrir þennan eina tiltekna dag er það 100 þúsund krónur. Þetta er svipað eins og ef Mál og Menning, Iða og bókabúðir í Reykjavík þyrftu að borga fjórfalt fasteignagjald yfir jólabókarflóðið - bara vegna þess að þær græða svo mikið á því," segir Stefán Karl. Hann segir að markmiðið með sölubásnum í miðborginni í gær hafi verið að safna pening fyrir samtökin. Það hafi því verið mjög skrítin tilfinning að selja fyrir 130 þúsund krónur - en koma samt út í tapi. Það sem mér finnst leiðinlegt er að við komum út í þessu tapi. En það er allt í lagi ég tek það bara persónulega á mig, og greiði það tap sjálfur. Þetta verður að laga. Það er sjálfsagt að greiða gjald til borgarinnar, en 100 þúsund krónur fyrir söluglugga, sem er raunverulega ekki nema frá klukkan 13 til 17, er bara fyrir neðan allar hellur,“ segir Stefán Karl að lokum. Mest lesið Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Fleiri fréttir Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Sjá meira
Regnbogabörn komu út í tapi eftir fjáröflun samtakanna miðborginni í gær. Sjálfsagt að greiða gjald til borgarinnar, en 100 þúsund krónur er einfaldlega fyrir neðan allar hellur, segir stofnandi samtakanna. Það er sjálfsagt að greiða gjald til borgarinnar fyrir leigu á sölubás í miðborginni á hátíðisdögum, en 100 þúsund krónur er einfaldlega of mikið. Fjöldasamtök áhugafólks um eineltismál, Regnbogabörn, voru með sölubás á Hinseigin-dögum í gær, þar sem boðið var upp á Candy Floss, nammi og aðrar veitingar. Stefán Karl Stefánsson, leikari og stofnandi samtakanna, segir að samtökin hafi selt góðgæti fyrir um 130 þúsund krónur.Samtökin leigðu söluvagn fyrir tuttugu þúsund krónur og svo kostaði nammið sem selt var rúmlega þrjátíu þúsund krónur. Þegar hann gerði upp í lok dag nam tap samtakanna, eftir fjáröflunina, um 26 þúsund krónum. Það sem vegur þyngst í því er eflaust stöðugjald sem þarf að greiða Reykjavíkurborg - 100 þúsund krónur fyrir einn dag. „Þetta þykir mér gersamlega fyrir neðan allar hellur. Það er alveg sjálfsagt að greiða eitthvað gjald til borgarinnar fyrir aðstöðu, rafmagn og fleira. Það sem skýtur skökku í þessu er að mánaðargjald fyrir götu- og torgsölu, frá níu á morgnanna til sex á daginn, er 20 þúsund krónur á mánuði. Fyrir þennan eina tiltekna dag er það 100 þúsund krónur. Þetta er svipað eins og ef Mál og Menning, Iða og bókabúðir í Reykjavík þyrftu að borga fjórfalt fasteignagjald yfir jólabókarflóðið - bara vegna þess að þær græða svo mikið á því," segir Stefán Karl. Hann segir að markmiðið með sölubásnum í miðborginni í gær hafi verið að safna pening fyrir samtökin. Það hafi því verið mjög skrítin tilfinning að selja fyrir 130 þúsund krónur - en koma samt út í tapi. Það sem mér finnst leiðinlegt er að við komum út í þessu tapi. En það er allt í lagi ég tek það bara persónulega á mig, og greiði það tap sjálfur. Þetta verður að laga. Það er sjálfsagt að greiða gjald til borgarinnar, en 100 þúsund krónur fyrir söluglugga, sem er raunverulega ekki nema frá klukkan 13 til 17, er bara fyrir neðan allar hellur,“ segir Stefán Karl að lokum.
Mest lesið Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Fleiri fréttir Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Sjá meira