Fótbolti

Kolbeinn fékk góða hjálp við að enda markaþurrkinn

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Kolbeinn Sigþórsson og Birkir Bjarnason.
Kolbeinn Sigþórsson og Birkir Bjarnason. Mynd/Daníel
Lengstu bið eftir marki á landsliðsferli Kolbeins Sigþórssonar lauk á Laugardalsvellinum í gærkvöldi þegar hann fékk skráð á sig sigurmark Íslands í 1-0 sigri á Færeyingum. Lengi vel héldu þó flestir að Birkir Bjarnason hefði skorað markið en svo var ekki.

Kolbeinn var ekki búinn að skora 305 mínútur í íslenska landsliðsbúningnum þegar skot Birkis Bjarnasonar fór af honum og í markið. Kolbeinn hafði lengst áður beðið í 178 mínútur eftir marki með landsliðinu en það var frá 2010 til 2011.

„Boltinn fór í mig, ég fann að hann fór í rassinn á mér,“ sagði Kolbeinn við Vísi um skot Birkis Bjarnasonar sem við fyrstu sýn virtist fara rakleitt í markið.

Kolbeinn hélt ennfremur uppteknum hætti að skora gegn Færeyingum en hann hefur nú skorað fjögur mörk í þremur leikjum á móti færeyska landsliðinu.

Kolbeinn lék í gær sinn fimmtánda landsleik og hefur nú skorað níu mörk í þeim sem er mjög góð tölfræði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×