Edda: Gott fyrir alla að Siggi snúi sér að öðru Stefán Árni Pálsson skrifar 19. ágúst 2013 14:39 Edda Garðarsdóttir og Sigurður Ragnar. Mynd / Stefán KSÍ leitar nú að eftirmanni Sigurðar Ragnars Eyjólfsson, fyrrum landsliðsþjálfara, en hann hætti með landsliðið á föstudaginn. Sigurður hafði verið með liðið í tæplega sjö ár og komið íslenska kvennalandsliðinu í tvígang á stórmót. Fram kom í íslenskum fjölmiðlum í dag að leikmenn íslenska landsliðsins hafi sent Sigurði bréf á sínum tíma þar sem þær gagnrýna störf þjálfarans. Fjórir leikmenn liðsins skrifuðu undir bréfið. „Ég tók ekki þátt í því að senda þetta bréf en aftur á móti bað ég Sigga Ragga um að hitta mig persónulega,“ segir Edda Garðarsdóttir, fyrrum leikmaður íslenska landsliðsins, í samtali við Vísi. Það kom mörgum á óvart þegar Edda Garðarsdóttir var ekki valin í lokahóp íslenska landsliðsins fyrir Evrópumótið í Svíþjóð. Edda er gríðarlega reynslumikill leikmaður og vildu sumir meina að hún hefði átt skilið að vera í landsliðinu.Heigull að tilkynna mér þetta í gegnum símann „Ég bað bara um fund með honum undir fjögur augu og sagði honum þar hvað mér þætti um hans störf, ég þarf ekki að senda neinn tölvupóst. Ég veit vel hvaða leikmenn þetta voru sem skrifuðu þetta bréf en vil samt sem áður ekkert fara út í það að nafngreina neinn," segir Edda. „Það var misjafnt hvað leikmenn voru að gagnrýna við hans störf en mér þykir nokkuð einkennilegt að hann sé að fara með þetta í fjölmiðla. Ég vildi fá að hitta hann eftir Evrópumótið í Svíþjóð og ræða almennilega við hann. Það sem fór okkar á milli á þeim fundi er bara milli mín og hans. „Mér fannst ekki smekklegt að hann hafi tilkynnt mér í gegnum síma að ég yrði ekki valin í lokahópinn og vildi því tala við hann í eigin persónu. Hann var bara heigull að tilkynna mér þetta í gegnum síma og því vildi ég fá fund.“Edda Garðarsdóttir í landsliðsbúningnum.Vísir/StefánMikið var ritað um stöðu Sigurðar Ragnars fyrir mótið og hann nokkuð gagnrýndur. „Það var talað um það fyrir mót að þetta væri nú kannski orðið gott hjá honum og ég held að það séu bara allir sammála um það," segir Edda ákveðin. „Auðvitað eru alltaf skiptar skoðanir á þjálfurum og innan hópsins var þetta kannski ekkert stórmál. Ég held að allir hafi samt gott að því að Sigurður fari að snúa sér að öðru núna. Siggi Raggi á mjög stóra kosti og galla bara eins og allir aðrir. Ég held að það verði gott fyrir hann að komast á einhvern nýjan stað þar sem hann mun örugglega njóta sín betur. Ég skrifaði ekki undir þetta bréf á sínum tíma en kannski hefði ég átt að gera það. Það var ekkert í þessu bréfi sem var eitthvað hræðilegt og leikmenn voru ekkert að láta þjálfarann heyra það.“Vildu fá bréf frá stelpunum Margar sögur voru á kreiki um það að mikil óánægja væri tekinn að myndast innan hópsins á sínum tíma. „Knattspyrnusambandinu fannst ekki nóg að fá nokkur símtöl frá leikmönnum og vildi því fá þetta skriflegt. Það væri því best að ræða þetta mál betur við Þórir [Hákonarson, framkvæmdarstjóra KSÍ]. Sigurður vill meina að fjórar stelpur hafi skrifað undir þetta bréf en það voru einnig nokkrar sem vildu ekki koma undir nafni sem gáfu grænt ljós." Íslenski boltinn Tengdar fréttir Landsliðskonurnar fjórar sem skrifuðu bréfið Landsliðskonurnar Katrín Ómarsdóttir, Ólína Guðbjörg Viðarsdóttir, Sif Atladóttir og Þóra Björg Helgadóttir sendu Sigurði Ragnari Eyjólfssyni tölvupóst á dögunum. Þær töldu trúnaðarbrest hafa orðið á milli sín og þjálfarans og voru ósáttar með orð hans í fjölmiðlum. 24. ágúst 2013 00:01 Þórir sagði að þær ósáttu skildu hafa beint samband við sig Þórir Hákonarson, framkvæmdastjóri KSÍ, segist hafa fengið símtal frá leikmanni kvennalandsliðsins að loknu Evrópumótinu í Svíþjóð. Sá sagði nokkra leikmenn liðsins mjög ósátta að Sigurði Ragnari hefði verið boðið starfið að nýju. 27. ágúst 2013 09:00 Eiginmaður landsliðsfyrirliðans: Þær eiga að birta bréfið Þorvaldur Makan, fyrrum knattspyrnumaður, skorar á íslensku landsliðsmennina sem sendu bréf til Sigurðar Ragnar Eyjólfssonar, fyrrum landsliðsþjálfara, um að hann ætti að víkja og snúa sér að öðru. 25. ágúst 2013 22:31 Yfirlýsing frá Eddu Garðarsdóttur Undanfarna viku hefur verið fjallað mikið um samskipti landsliðsmanna kvennalandsliðsins við fráfarandi þjálfara Íslands Sigurð Ragnar Eyjólfsson. 24. ágúst 2013 18:40 Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Úkraína 3-5 | Óhamingjunni varð allt að vopni Fótbolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Körfubolti Reiður yfir mistökum Mikaels: „Negldu þessu helvíti í burtu“ Fótbolti Mörk Íslands og Úkraínu: Tvö undir lokin frá gestunum Fótbolti Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Fótbolti Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Fótbolti Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Fótbolti Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ Fótbolti Mikil gleði á Ölveri og Arnar steig á stokk Fótbolti Fleiri fréttir „Ég held að hann verði að skoða þetta“ „Langt síðan ég var svona reiður og svekktur eftir leik“ „Svekkjandi að missa af næsta leik“ „Virkilega galið tap“ „Við vorum bara flottir í kvöld“ Baulað á þjálfarann og Svíar á botninum „Mjög barnalegir og gefum mörk“ Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Uppgjörið: Ísland - Úkraína 3-5 | Óhamingjunni varð allt að vopni Mbappé og félagar mæta með fullt hús stiga til Reykjavíkur Reiður yfir mistökum Mikaels: „Negldu þessu helvíti í burtu“ Mörk Íslands og Úkraínu: Tvö undir lokin frá gestunum Ungu strákarnir okkar sóttu stig til Sviss Mikil gleði á Ölveri og Arnar steig á stokk Kraftur Sævars muni smita stuðningsmenn Sævar Atli í byrjunarliðinu í fyrsta skipti í rúm tvö ár Skoraði sigurmarkið gegn Liverpool og svo tvö fyrir landsliðið Haaland og Glasner bestir í september Lykilmenn fjarverandi hjá Úkraínu „Tímarnir hafa einfaldlega breyst“ hjá þýska landsliðinu Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ „Þetta er mikilvægasti leikurinn í riðlinum“ Isak segist vera tilbúinn í níutíu mínútur Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Hallgrímur framlengir við KA Mbappé nýtur betur lífsins í Madrid: „Þetta er ekki árás á Frakkland“ Fæddist með gat á hjartanu Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Járngirðingar í kringum leikmannahótel Ísraela í Osló Kviknaði í húsi Vinícius Júnior Sjá meira
KSÍ leitar nú að eftirmanni Sigurðar Ragnars Eyjólfsson, fyrrum landsliðsþjálfara, en hann hætti með landsliðið á föstudaginn. Sigurður hafði verið með liðið í tæplega sjö ár og komið íslenska kvennalandsliðinu í tvígang á stórmót. Fram kom í íslenskum fjölmiðlum í dag að leikmenn íslenska landsliðsins hafi sent Sigurði bréf á sínum tíma þar sem þær gagnrýna störf þjálfarans. Fjórir leikmenn liðsins skrifuðu undir bréfið. „Ég tók ekki þátt í því að senda þetta bréf en aftur á móti bað ég Sigga Ragga um að hitta mig persónulega,“ segir Edda Garðarsdóttir, fyrrum leikmaður íslenska landsliðsins, í samtali við Vísi. Það kom mörgum á óvart þegar Edda Garðarsdóttir var ekki valin í lokahóp íslenska landsliðsins fyrir Evrópumótið í Svíþjóð. Edda er gríðarlega reynslumikill leikmaður og vildu sumir meina að hún hefði átt skilið að vera í landsliðinu.Heigull að tilkynna mér þetta í gegnum símann „Ég bað bara um fund með honum undir fjögur augu og sagði honum þar hvað mér þætti um hans störf, ég þarf ekki að senda neinn tölvupóst. Ég veit vel hvaða leikmenn þetta voru sem skrifuðu þetta bréf en vil samt sem áður ekkert fara út í það að nafngreina neinn," segir Edda. „Það var misjafnt hvað leikmenn voru að gagnrýna við hans störf en mér þykir nokkuð einkennilegt að hann sé að fara með þetta í fjölmiðla. Ég vildi fá að hitta hann eftir Evrópumótið í Svíþjóð og ræða almennilega við hann. Það sem fór okkar á milli á þeim fundi er bara milli mín og hans. „Mér fannst ekki smekklegt að hann hafi tilkynnt mér í gegnum síma að ég yrði ekki valin í lokahópinn og vildi því tala við hann í eigin persónu. Hann var bara heigull að tilkynna mér þetta í gegnum síma og því vildi ég fá fund.“Edda Garðarsdóttir í landsliðsbúningnum.Vísir/StefánMikið var ritað um stöðu Sigurðar Ragnars fyrir mótið og hann nokkuð gagnrýndur. „Það var talað um það fyrir mót að þetta væri nú kannski orðið gott hjá honum og ég held að það séu bara allir sammála um það," segir Edda ákveðin. „Auðvitað eru alltaf skiptar skoðanir á þjálfurum og innan hópsins var þetta kannski ekkert stórmál. Ég held að allir hafi samt gott að því að Sigurður fari að snúa sér að öðru núna. Siggi Raggi á mjög stóra kosti og galla bara eins og allir aðrir. Ég held að það verði gott fyrir hann að komast á einhvern nýjan stað þar sem hann mun örugglega njóta sín betur. Ég skrifaði ekki undir þetta bréf á sínum tíma en kannski hefði ég átt að gera það. Það var ekkert í þessu bréfi sem var eitthvað hræðilegt og leikmenn voru ekkert að láta þjálfarann heyra það.“Vildu fá bréf frá stelpunum Margar sögur voru á kreiki um það að mikil óánægja væri tekinn að myndast innan hópsins á sínum tíma. „Knattspyrnusambandinu fannst ekki nóg að fá nokkur símtöl frá leikmönnum og vildi því fá þetta skriflegt. Það væri því best að ræða þetta mál betur við Þórir [Hákonarson, framkvæmdarstjóra KSÍ]. Sigurður vill meina að fjórar stelpur hafi skrifað undir þetta bréf en það voru einnig nokkrar sem vildu ekki koma undir nafni sem gáfu grænt ljós."
Íslenski boltinn Tengdar fréttir Landsliðskonurnar fjórar sem skrifuðu bréfið Landsliðskonurnar Katrín Ómarsdóttir, Ólína Guðbjörg Viðarsdóttir, Sif Atladóttir og Þóra Björg Helgadóttir sendu Sigurði Ragnari Eyjólfssyni tölvupóst á dögunum. Þær töldu trúnaðarbrest hafa orðið á milli sín og þjálfarans og voru ósáttar með orð hans í fjölmiðlum. 24. ágúst 2013 00:01 Þórir sagði að þær ósáttu skildu hafa beint samband við sig Þórir Hákonarson, framkvæmdastjóri KSÍ, segist hafa fengið símtal frá leikmanni kvennalandsliðsins að loknu Evrópumótinu í Svíþjóð. Sá sagði nokkra leikmenn liðsins mjög ósátta að Sigurði Ragnari hefði verið boðið starfið að nýju. 27. ágúst 2013 09:00 Eiginmaður landsliðsfyrirliðans: Þær eiga að birta bréfið Þorvaldur Makan, fyrrum knattspyrnumaður, skorar á íslensku landsliðsmennina sem sendu bréf til Sigurðar Ragnar Eyjólfssonar, fyrrum landsliðsþjálfara, um að hann ætti að víkja og snúa sér að öðru. 25. ágúst 2013 22:31 Yfirlýsing frá Eddu Garðarsdóttur Undanfarna viku hefur verið fjallað mikið um samskipti landsliðsmanna kvennalandsliðsins við fráfarandi þjálfara Íslands Sigurð Ragnar Eyjólfsson. 24. ágúst 2013 18:40 Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Úkraína 3-5 | Óhamingjunni varð allt að vopni Fótbolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Körfubolti Reiður yfir mistökum Mikaels: „Negldu þessu helvíti í burtu“ Fótbolti Mörk Íslands og Úkraínu: Tvö undir lokin frá gestunum Fótbolti Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Fótbolti Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Fótbolti Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Fótbolti Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ Fótbolti Mikil gleði á Ölveri og Arnar steig á stokk Fótbolti Fleiri fréttir „Ég held að hann verði að skoða þetta“ „Langt síðan ég var svona reiður og svekktur eftir leik“ „Svekkjandi að missa af næsta leik“ „Virkilega galið tap“ „Við vorum bara flottir í kvöld“ Baulað á þjálfarann og Svíar á botninum „Mjög barnalegir og gefum mörk“ Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Uppgjörið: Ísland - Úkraína 3-5 | Óhamingjunni varð allt að vopni Mbappé og félagar mæta með fullt hús stiga til Reykjavíkur Reiður yfir mistökum Mikaels: „Negldu þessu helvíti í burtu“ Mörk Íslands og Úkraínu: Tvö undir lokin frá gestunum Ungu strákarnir okkar sóttu stig til Sviss Mikil gleði á Ölveri og Arnar steig á stokk Kraftur Sævars muni smita stuðningsmenn Sævar Atli í byrjunarliðinu í fyrsta skipti í rúm tvö ár Skoraði sigurmarkið gegn Liverpool og svo tvö fyrir landsliðið Haaland og Glasner bestir í september Lykilmenn fjarverandi hjá Úkraínu „Tímarnir hafa einfaldlega breyst“ hjá þýska landsliðinu Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ „Þetta er mikilvægasti leikurinn í riðlinum“ Isak segist vera tilbúinn í níutíu mínútur Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Hallgrímur framlengir við KA Mbappé nýtur betur lífsins í Madrid: „Þetta er ekki árás á Frakkland“ Fæddist með gat á hjartanu Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Járngirðingar í kringum leikmannahótel Ísraela í Osló Kviknaði í húsi Vinícius Júnior Sjá meira
Landsliðskonurnar fjórar sem skrifuðu bréfið Landsliðskonurnar Katrín Ómarsdóttir, Ólína Guðbjörg Viðarsdóttir, Sif Atladóttir og Þóra Björg Helgadóttir sendu Sigurði Ragnari Eyjólfssyni tölvupóst á dögunum. Þær töldu trúnaðarbrest hafa orðið á milli sín og þjálfarans og voru ósáttar með orð hans í fjölmiðlum. 24. ágúst 2013 00:01
Þórir sagði að þær ósáttu skildu hafa beint samband við sig Þórir Hákonarson, framkvæmdastjóri KSÍ, segist hafa fengið símtal frá leikmanni kvennalandsliðsins að loknu Evrópumótinu í Svíþjóð. Sá sagði nokkra leikmenn liðsins mjög ósátta að Sigurði Ragnari hefði verið boðið starfið að nýju. 27. ágúst 2013 09:00
Eiginmaður landsliðsfyrirliðans: Þær eiga að birta bréfið Þorvaldur Makan, fyrrum knattspyrnumaður, skorar á íslensku landsliðsmennina sem sendu bréf til Sigurðar Ragnar Eyjólfssonar, fyrrum landsliðsþjálfara, um að hann ætti að víkja og snúa sér að öðru. 25. ágúst 2013 22:31
Yfirlýsing frá Eddu Garðarsdóttur Undanfarna viku hefur verið fjallað mikið um samskipti landsliðsmanna kvennalandsliðsins við fráfarandi þjálfara Íslands Sigurð Ragnar Eyjólfsson. 24. ágúst 2013 18:40