Fótbolti

Neita ásökununum

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Uwe Seeler (t.v.) og Bobby Moore (t.h.), fyrirliða V-Þýskalands og Englands, fylgjast með kasti peninsins fyrir úrslitaleikinn árið 1966.
Uwe Seeler (t.v.) og Bobby Moore (t.h.), fyrirliða V-Þýskalands og Englands, fylgjast með kasti peninsins fyrir úrslitaleikinn árið 1966. Nordicphotos/Getty
Þýska knattspyrnusambandið hefur hafnað ásökunum þess efnis að leikmenn vestur-þýska landsliðsins hafi notað ólögleg lyf á HM 1966.

Í ítarlegri skýrslu sem birt var í Þýskalandi á mánudag og fjallað var um á Vísi kom fram að ýmislegt benti til þess að efedrín hefði fundist hjá þremur leikmönnum liðsins. Er vísað í áður óbirt bréf sem starfsmaður FIFA skrifaði á þeim tíma.

Dr. Rainer Koch, aðstoðarforseti Knattspyrnusambands Þýskalands, segir að umræðan sé ekki ný fyrir þeim. Hann fullyrti hins vegar að leikmenn þýska landsliðsins hefðu ekki brotið neinar reglur varðandi lyfjaneyslu á HM 1966 að því er vefur ESPN greinir frá.

Koch vísar í niðurstöður prófessors hjá Kölnarháskóla. Sá hafi komist að þeirri niðurstöðu að ekkert benti til þess að reglur hefðu verið brotnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×